Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 100
100 Jólablað Morgunblaðsins
S
tarfsemin hér hjá Nóa-
Síríus snýst að talsverðu
leyti um hátíðarnar tvær:
páskana og jólin. Fyrstu
drög að jólunum lögðum
við strax á miðju sumri og nú er
framleiðslan á fullum dampi,“ segir
Kristján Geir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs
Nóa Síríus. Jólaundirbúningur Ís-
lendinga hefst af alvöru í desem-
berbyrjun. Á flestum heimilum er
bakað og margs þarfnast búið við,
eins og máltækið segir.
Alltaf sama súkkulaðið
Bökunarvörur eru stór þáttur í
jólaframleiðslu Nóa-Síríus. Lætur
nærri að vörunúmer fyrirtækisins í
þeim flokki séu á bilinu tuttugu til
þrjátíu. Þar er suðusúkkulaðið Sí-
ríus Konsum líklega efst á blaði;
200g gramma stykki í smjörpappír
sem áprentuðum miða er brugðið
um. Í þessum umbúðum hefur
súkkulaðið verið frá árinu 1933.
„Súkkulaði í þessum umbúðum er
orðið samofið íslenskri hefð. Hluti af
þjóðarsálinni. Að einstaka vörur
geti með umbúðum náð svona
sterkri stöðu er mjög sjaldgæft,“
segir Kristján Geir. „Raunar erum
við alltaf að fikra okkur aðeins
áfram með þessa vöru eins og aðrar.
Fyrir nokkrum árum settum við
nýjar útgáfur af Konsum súkkulaði
á markað. Þar er um að ræða 56%
og 70% súkkulaði; þó þetta hefð-
bundna í smjörpappírnum sé og
verði áfram í boði. Annað kemur
ekki til greina.“
Perlur og Pipp
Af öðrum bökunarvörum Nóa-
Síríus má nefna hjúpdropa í tveimur
tegundum og Konsum súkkulaði-
dropa. Hefðbundið rjómasúkkulaði
virkar líka í baksturinn, súkku-
laðiperlur og myntu og karamellu-
blandað Pipp. Einnig karamellu- og
lakkrískurl og er þá fátt eitt nefnt.
„Framleiðsla okkar er í stöðugri
þróun. Við förum hægt í breytingar
en sé þetta skoðað yfir lengri tíma
má sjá að framleiðslan nú er allt
önnur en var kannski fyrir áratug.
Við hlustum á neytendur og fáum
við ýmsar ábendingar um hvað
framleiða eigi. Þeir koma oft með
góðar hugmyndir sem vissulega
nýtast, og við leggjum mikið upp úr
því að fá sjónarmið þeirra og við-
brögð við vörunum,“ segir Kristján
Geir.
Konfekt í sjö kassastærðum
Svo er það Nóa-konfektið sem nú
býðst í sjö kassastærðum. Í eru
molar af ýmsum stærðum og gerð-
um með ýmsum bragð- og fyllingar-
tegundum.
„Þessi framleiðsla krefst ná-
kvæmni og margt þarf að gera í
höndunum,“ segir Kristján Geir
sem bætir við að alltaf sé talsvert
lagt í útlit konfektkassanna. Í ár var
leitað til þeirra Skarphéðins Þráins-
sonar og Helgu Kvam með ljós-
myndir úr íslenskri náttúru. Er ekki
annað að sjá en þeim hafi tekist vel
upp. Þá prýða tvær gerðir kassa
málverk Daða Guðbjörnssonar, sem
er einn af betri myndlistarmönnum
þjóðarinnar. sbs@mbl.is
Súkkulaði samofið íslenskri hefð
Súkkulaði er hluti af
jólahefðinni segir Krist-
ján Geir hjá Nóa-
Síríus. Á það jafnt við
um bökunarvörur sem
gómsætt konfekt í fal-
legum umbúðum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Góðgæti „Drög að jólunum lögðum við strax á miðju sumri,“ segir Kristján Geir Gunnarsson um þá vertíð sem konfektframleiðslan hjá Nóa Síríus er.
’Förum hægt í breytingar
en sé þetta skoðað yfir
lengri tíma er fram-
leiðslan nú önnur en var
kannski fyrir áratug. Við
hlustum á neytendur.
Blindir sjá verkin með því aðþreifa en þeir sem sjá verða ímyrki,“ segir Dröfn Guð-
mundsdóttir myndhöggvari. Hún er
meðal listamanna sem standa fyrir
opnu húsi á Korpúlfsstöðum nk.
fimmtudag, 29.
nóvember, frá 17.
til 21. Atburð-
urinn nefnist Ljós
í myrkri.
Hljómsveitin
Visionaires, sem
alfarið er skipuð
blindum tónlist-
armönnum, mun
leika fyrir gesti í
sýningarsal. Lág-
stemmd ljós
verða við hvert listaverk og þannig
verður reynt að skapa ákveðna dul-
úð, að sögn Drafnar.
Listamenn á Korpúlfsstöðum
vinna að ýmsum áhugaverðum verk-
efnum, svo sem geirlist, graf-
íkmyndagerð, glerverkum, málun
og textílgerð, þeir teikna, hanna
skartgripi og fleira. Þetta eru lista-
mennirnir Anna G. Torfadóttir, Ás-
dís Þórarinsdóttir, Bryndís G. Björg-
vinsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir,
Edda Þórey Kristfinnsdóttir, El-
ísabet Stefánsdóttir, Guðfinna A.
Hjálmarsdóttir, Guðrún Þórisdóttir,
María Valsdóttir, Marilyn Herdís
Mellk, Sigurður Valur Sigurðsson,
Tinna Kvaran, Valgerður Björns-
dóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir.
Í galleríinu á Korpúlfsstöðum
verður opið í eftirmiðdaginn frá
fimmtudegi til sunnudags. Í desem-
ber er síðan sérstakur jóla-
afgreiðslutími á fimmtudags-
kvöldum en þá býðst gestum og
gangandi að líta inn alveg fram til
kl. 21. sbs@mbl.is
Ljós í myrkri
Listsköpun á Korpúlfsstöðum. Blindir hljómsveit-
armeðlimir og dulúðug lýsing. Geirlist, grafík,
glervinnsla, málun, textílgerð og fleira.
List Lögð verður rækt við ýmsa list-
sköpun á Korpúlfsstöðum á aðventu.
Dröfn
Guðmundsdóttir
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
JÓLAHLAÐBORÐ
Fyrir heimili og vinnustaði
Makrílkæfa með ristuðum kókos, döðlum og greipaldin
Grafin rauðspretta með piparrótarrjóma
Reyktur lax á blinis
Síldartvenna
Hreindýrabollur með bláberjagljáa
Reykt andabringa með rauðbeðu- og mandarínusalati
Ostahleifur í hátíðarbúningi
Hvít súkkulaði lime terta
4.500 kr. á mann miðað við 8 manns eða fleiri.
Fylgifiskar veisluþjónusta 533-1300.
Við erum byrjuð að taka pantanir fyrir jólahlaðborð.
Jólahlaðborðin byrja síðustu vikuna í nóvember.