Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 101
Jólablað Morgunblaðsins 101
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Jólastemning Austurstræti var eitt sinn gata skáldanna en í desember er
hún og allt umhverfið í einskonar hátíðarbúningi enda jólin að nálgast.
Allir eiga jóla-
sögur að segja
Við upplifum jólin hvert á sinn hátt. Allir eiga
sínar góðu minningar um hátíðina en ekki síður
frá aðventunni, þessar fjórar vikur þegar mann-
lífið blómstrar og allir sýna sínar bestu hliðar.
Prestur, þingmaður og rithöfundar höfðu á hrað-
bergi skemmtilegar sögur frá jólunum í sínum
ranni.
„Jólahátíð fatl-
aðra markar upp-
haf aðventunnar í
minni tilveru. Þar
ríkir sannarlega
sameiginlegur
kærleikur meðal
allra á staðnum,“
segir Sigmundur
Ernir Rúnarsson
alþingismaður. Hátíðin góða sem
verður haldin í þrítugasta sinn hinn
12. desember er sjálfsprottin. Upp-
hafsmaður er André Bachmann, tón-
listarmaður og strætóbílstjóri, og
hefur hann alla tíð verið potturinn
og pannan í málinu.
„Tónlistarmenn sem þarna koma
fram eru í raun landsliðið sjálft.
Rúnar Júlíusson kom alltaf meðan
hans naut við. Einnig má nefna
Magna Ásgeirsson, Siggu Beinteins,
Helga Björnsson, Ragga Bjarna og
fleiri. Þetta fólk segir mér að hvergi
fái það betri sal né þakklátari áheyr-
endur. Í raun er hátíðin ekki síður
mikilvæg þeim en börnunum sem
flest eru með þroskahömlun,“ segir
Sigmundur Ernir sem sl. fimmtán
árin eða svo hefur verið kynnir með
fulltingi Eddu Andrésdóttur.
Meðal gesta í ár eru t.d. Eyþór
Ingi, Ingó veðurguð, hljómsveitirnar
Klaufar og Land og synir með
söngvaranum Hreimi. Heið-
ursgestur er Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands.
Sigmundur Ernir segir í raun úti-
lokað annað en smitast af gleðinni á
jólahátíð. „Ég kynntist þessari hátíð
í gegnum dóttur mína, Eydísi Eddu,
sem var fötluð og lést fyrir nokkrum
árum. Mér hefur alltaf verið ljúft að
taka þátt í þessari hátíð.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sameigin-
legur kær-
leikur allra
Ef allt gengur
upp verða fimm
guðþjónustur í
prestakallinu um
jólin. Löng hefð er
fyrir messu hér á
Hólmavík á að-
fangadagskvöld
og þremur á jóla-
dag; á Drangs-
nesi, Kollafjarðarnesi og Óspakseyri.
Frá síðastnefnda staðnum og norður í
Árneshrepp – þar sem messað verður
á annan í jólum – eru um 150 kíló-
metrar. Yfirferðin er því talsverð,“
segir sr. Sigríður Óladóttir.
Rúm tuttugu ár eru síðan Sigríður
tók við prestsembætti á Hólmavík. Á
þeim tíma hefur orðið nokkur breyt-
ing á kirkjuskipan í Strandasýslu. Nú
þjónar Sigríður í tíu sóknum, átta
kirkjum og um sjö hundruð sálum;
það er á Ströndum og í innanverðu
Djúpi. Byggð í nokkrum sóknanna er
komin í eyði, þó sú ræktarsemi sé
sýnd að messa þar kannski einu sinni
á sumri eða við sérstök tilefni.
„Í tímans rás hefur verið allur
gangur á því hvort fært er norður í
Árneshrepp um jólin. Kannski hef ég
komist þangað önnur hver jól, en á
móti kemur að síðustu vetur hafa ver-
ið miklu snjóléttari en var og því er
auðveldara að komast þetta. ,“ segir
Sigríður sem kveðst byrja að rissa
upp ræðurnar snemma á aðventunni.
„Auðvitað er talsvert að skrifa
fimm ræður sem flytja skal á þremur
dögum. Ég leyfi mér þó ekki að flytja
alltaf þá sömu. Hins vegar er allt
spunnið út frá sama guðspjallinu. Því
hef ég stundum leyft mér að nota
hrafl úr einni ræðu í aðra,“ segir Sig-
ríður.
Sigríður Óladóttir
Fimm mess-
ur á þremur
dögum
„Jólin 1974 eru
mér minnisstæð
en þá var ég sjö
ára heima á
Hvammstanga,“
segir Eyrún
Ingadóttir rithöf-
undur. „Á að-
fangadag biðum
við Eygló tví-
burasystir mín, sjö ára, og Ragnar
bróðir, tíu ára, óþreyjufull eftir jól-
unum og horfðum löngunaraugum
á pakkana. Þá var ekki hægt að
stytta sér stundir með því að horfa
á barnaefni í sjónvarpinu því vegna
veðurs lágu útsendingar niðri. Í
staðinn mændum við á vísana snigl-
ast áfram á veggklukkunni og
flæktumst fyrir mömmu og pabba
sem voru á kafi í að undirbúa hátíð-
ina. Loks varð klukkan sex. Hátíð-
armatur var borinn á borð og þá fór
rafmagnið af þorpinu. Kveikt var á
fleiri kertum og ég man eftir
gleðinni því ég fékk nú loks að hafa
kerti og fikta! Við tókum upp pakk-
ana við kertaljós og seinna um
kvöldið, þegar pabbi ætlaði að fara
út í bílskúr, kom í ljós að okkur
hafði fennt inni. Nú voru góð ráð
dýr því kanínurnar tvær í skúrnum
áttu eftir að fá sinn jólamat. Brugð-
ið var á það ráð að tálga odd á kúst-
skaft, epli og fleira góðgæti sett á
hann og skaftinu stungið meðfram
leiðslum sem lágu frá búri og inn í
skúrinn til kanínanna. Óveðrið stóð
næstu tvo sólarhringa og þegar
loks stytti upp komst rafmagnið á
aftur. Þá voru rafhlöður vasaljósa
orðnar tómar og kerti brunnin upp.
Það er mér í barnsminni hvað þetta
voru notaleg jól og þvílíkur snjór.“
Eyrún Ingadóttir
Notaleg jól
og raf-
magnslaus
Marentza ásamt meistarakokknum Þórhalli Sverrissyni
framreiða 35 rétta jólahlaðborð í Café Flóru
í Grasagarðinum.
Ævintýraleg matarupplifun helst í hendur
við rótgrónar danskar hefðir.
Monika Abendroth leikur á hörpu undir borðhaldi.
Jólahlaðborðið er öll fimmtudags-, föstudags-
og laugardagskvöld.
Veislan hefst 29. nóvember og stendur til 22. desember.
Hópar eru velkomnir alla daga.
Veisluþjónusta fyrir minni og stærri hópa.
Matseðilinn og nánari upplýsingar
má finna á www.cafeflora.is
Borðapantanir í síma 553-8872 eða
á cafeflora@cafeflora.is
Jólaævintýri
Marentzu Poulsen
- ógleymanleg jólaveisla
í Grasagarðinum