Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 102
102 Jólablað Morgunblaðsins
V
æntanleg áramóta- og
þrettándastund er
byggð á geisladisk-
unum Áramóta- og
þrettándagleði sem
Sigríður Anna gaf út í desember
2011. „Þessir diskar voru ætlaðir
til þess að mæta þörfinni fyrir
áramótaefni,“
útskýrir Sigríð-
ur. Til marks
um það hve
þörfin hafi verið
rík bendir hún á
að diskarnir
hafa komist í
efsta sætið á
Tónlistanum,
lista Félags
hljómplötufram-
leiðanda, og
sömuleiðis komist á Topp 10 lista
Skífunnar.
Gleymum ekki
áramótahefðinni
„Mér finnst vera þörf á að gefa
þjóðararfi okkar gaum á þann hátt
sem verður í Hákólabíói með ára-
móta- og þrettándastundinni,“
segir Sigríður. „Það eru margir
jólatónleikar skipulagðir á aðvent-
unni ár hvert en það hefur minna
farið fyrir því sem tengist áramót-
unum og menningararfinum.
Menningin í kringum áramót og
þrettánda á sér sína sögu,“ minnir
Sigríður á.
Í Háskólabíói
verða gömlu, góðu
áramóta- og þrett-
ándalögin leikin og
sungin og má þar á
meðal nefna Máninn
hátt á himni skín, Nú
er glatt í hverjum
hól, Nú er glatt hjá
álfum öllum, Stóð ég
úti í tunglsljósi og
fleiri lög sem kveikja
á hinni þjóðlegu áramóta-
stemningu.
Glöð stund og góðir gestir
Margt góðra gesta kemur fram
á áramóta- og þrettándastundinni.
Dr. Árni Björnsson, einn helsti
sérfræðingur landsins í menning-
arsögu og þjóðháttum sem hefur
frætt þjóðina um menningarsögu
sína í áratugi, mun kveða sér
hljóðs og fjalla um það helsta er
viðkemur áramótum og þrettánda
á Íslandi. Eins og margir vita þá
er sérstaklega gaman að hlusta á
hann. „Þá mun Örn Magnússon
flytja nýársvísur séra Hallgríms
Péturssonar og leika undir á sym-
fón en það er eitt elsta hljóðfæri á
Íslandi. Heimildir um það ná aftur
til tólftu eða þrettándu öld,“ segir
Sigríður. Það er alveg sérstök ára-
mótastemning sem Örn skapar
með þessum flutningi. „Kyn-
slóðakórinn mun flytja áramóta-
sálminn sígilda, Nú árið er liðið.
Ég fékk hugmyndina um að setja
saman kór og kalla hann Kyn-
slóðakór til þess að syngja þennan
sálm sem mér þykir svo vænt um.
Mér fannst heillandi tilhugsun og
eitthvað svo viðeigandi að láta
flytja áramótasálminn á þennan
hátt.“ Það eru fimm kynslóðir sem
syngja hver sitt erindið.
Þjóðsögur og söngvar
„Okkar einstöku leikarar, Hjalti
Rögnvaldsson og Ragnheiður K.
Steindórsdóttir, verða með upp-
lestur á áramóta- og þrett-
ándaþjóðsögum sem Jón Árnason
safnaði saman, eigum við honum
mikið að þakka,“ segir Sigríður.
„Við förum með leikurunum aftur
í tímann og það verður ævintýri.“
Alls verða yfir hundrað flytj-
endur sem stíga á svið þann 30.
desember kl. 14. Þeir eru auk
þeirra fyrrnefndu þau Guðbjörg
R. Tryggvadóttir sópran, Snorri
Wium tenór, Eiríkur
Örn Pálsson tromp-
etleikari, Hólm-
fríður Sigurð-
ardóttir
píanóleikari, Jóhann
Baldvinsson org-
anisti, Kór Nes-
kirkju ásamt stjórn-
anda, Steingrími
Þórhallssyni, Lúðra-
sveit Reykjavíkur
ásamt stjórnanda,
Lárusi Halldóri Grímssyni, og loks
nemendur úr Söngskóla Sigurðar
Demetz.
„Er ég öllu þessu góða fólki
innilega þakklát fyrir að láta
hugðarefni mitt verða að veru-
leika,“ segir Sigríður. „Þá verð ég
að nefna það að engin önnur en
Gerður G. Bjarklind, okkar ást-
sæli útvarpsþulur, mun leiða ára-
móta- og þrettándastundina,“ seg-
ir Sigríður Anna og að endingu
bætir hún við: „Ég hlakka mikið
til.“ jonagnar@mbl.is
Áramótin eiga
sína sögu
Þann 30. desember verður áramóta- og þrett-
ándastund í Háskólabíói á þjóðlega vísu. Stund
sem þessi hefur ekki verið haldin áður og ætti
hún að koma öllum í áramótaskap, segir Sigríður
Anna Einarsdóttir sem skipulegur samkomuna.
Morgunblaðið/Ómar
Áramót Árið brennt út og álfar syngja við gítaspil við bálköstinn í Kópavogi.
Sigríður Anna
Einarsdóttir
’Heillandi til-
hugsun og viðeig-
andi að láta flytja
áramótasálminn á
þennan hátt.
Margar verslanir leggja mikið upp úr fallegum jóla-
útstillingum og ráða jafnvel fagfólk til starfa. Að
ganga niður Laugaveginn fyrir jól er góð skemmtun
fyrir alla fagurkera sem hafa ánægju af fallegum
gluggaútstillingum. Í versluninni Spaksmannsspjörum
við Bankastræti í Reykjavík hefur sama fallega
gluggaútstillingin verið notuð í meira en tíu ár, svo
vel heppnuð er hún. Þetta einfalda jólaskraut getur
fólk auðveldlega gert heima hjá sér. Krukkum af
ýmsum stærðum hefur verið komið fyrir og hver
merkt númeri frá einum upp í 24 eins og á jóladaga-
tali. Á hverjum degi desember til aðfangadags er svo
kveikt á einu kerti.
arnasigrun@gmail.com
Ljós Skemmtilegt jóladagatal sem allir geta gert. Eitt kerti fyrir hvern einasta dag desember fram til jóla.
Bæði einfalt og fallegt
Fallegar útstillingar í búðagluggum í borginni. Skreytingin í Spakmanns-
spjörum er sígild og vekur jafan athygli vegfarenda sem leið eiga um.