Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 104
104 Jólablað Morgunblaðsins
A
ðventan er einn
skemmtilegasti tíminn
hjá okkur. Raunar er
sterk hefð fyrir því hér í
Kópavogi að fá hljóm-
sveitina til að spila við ýmis tæki-
færi, ekki síst í aðdraganda
jólanna,“ segir Össur Geirsson,
stjórnandi Skólahljómsveitar Kópa-
vogs.
Sýnileg í bænum
Tónlistarmenning í Kópavogi er
sterk og skólahljómsveitin, skipuð
krökkum sem leika á blást-
urshljóðfæri, er þekkt stærð. Ljósin
á jólatrénu í Hamraborg verða
tendruð 1. desember og að sjálf-
sögðu verður hljómsveitin þar.
„Við höfum spilað við þennan við-
burð svo lengi sem ég man,“ segir
Össur um sveitina sem er skipt upp í
stærri sem minni hópa þegar hún er
fengin til að leika við ýmis tækifæri.
„Okkur þykir mikilvægt að vera
sýnileg í bænum okkar. Spilum til
dæmis í öllum grunnskólunum fyrir
jólin og fyrir leikskólana á vorin.
Svo koma önnur
tilefni svo sem
sumardagurinn
fyrsti og 17. júní
en þá þykir jafn-
sjálfsagt að kalla
til lúðrasveitina
og slökkviliðið
þegar eldar
kvikna,“ segir
Össur.
„Í tónlistarskólum er lagt upp úr
því að agi og metnaður skili góðum
framförum. Hjá okkur starfa góðir
hljóðfærakennarar sem leiða nem-
endur um undraveröld tónlistar. En
síðast en ekki síst erum við með svo
áhugasama og skemmtilega nem-
endur svo það er lítið mál að búa til
góðar hljómsveitir úr svo góðum
efnivið. Ég held raunar, almennt
sagt, að ekkert bæjarfélag sé full-
burða samfélag án góðs menningar-
starfs.“
Skipt í þrjár sveitir
Skólahljómsveitin sem tónlist-
arskóli hefur ákveðinn fjölda
kennsluplássa, sem er dreift milli
hljóðfæra. Þannig viðhelst jöfn
dreifing nemenda á hljóðfæri og
samsetning radda í hljómsveitinni
verður þar af leiðandi jöfn og góð,
að sögn Össurar. Hann skiptir hóp
sínum upp í þrjár lúðrasveitir sem
valið er í út frá kunnáttu og aldri
nemenda.
„En svo brjótum við þetta stund-
um upp eins og til dæmis fyrir jólin
og búum til minni samspilshópa út
frá þeim mannskap sem við höfum
hverju sinni. Nú erum við t.d. með
einn hóp flautuleikara, annan með
klarinettuleikurum og svo málm-
blásarakvintett,“ segir Össur.
Fyrstu jólaviðburðir Skóla-
hljómsveitar Kópavogs eru í dag,
þegar yngstu sveitirnar hefja leik í
tveimur grunnskólum. Á næstunni
er síðan sem fyrr segir hátíðin í
Hamraborg. Þá er einnig leikið í
ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á
borð við BYKO, Smáralind og svo
mætti lengi telja.
Kalt en ómissandi
„Ég lék sjálfur með Skóla-
hljómsveit Kópavogs sem ungur
drengur og man vel eftir eftirvænt-
ingunni að fá að spila jólalögin við
jólatréð. Þó að stundum hafi verið
kalt að spila við tréð er það ómiss-
andi hluti af jólaskapinu okkar og
alltaf tilhlökkunarefni að taka þátt í
athöfninni,“ segir Össur Geirsson að
síðustu.
sbs@mbl.is
Undraveröld
á aðventunni
Tónlist um allan Kópavogsbæ. Lúðrasveit
leikur þegar kveikt er á ljósum. Góðar fram-
farir. Leikið í skólum, verslunum og víðar.
Össur Geirsson
Hátíð Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt stærð í bæjarlífinu og kölluð til leiks við ýmis tilefni, svo sem þegar kveikt er á jólatrénu við Hamraborg, en myndin var tekin við slíkt tilefni.
Jólastelpur Kátir krakkar kæta alla og eldri borgurum í félagsmiðstöðinni Gjábakka í Kópavogi var sérstakt
ánægjuefni að fá þessar brosandi flautustúlkur í heimsókn, en þær eru kappsamir tónlistarnemar.