Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 104

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 104
104 Jólablað Morgunblaðsins A ðventan er einn skemmtilegasti tíminn hjá okkur. Raunar er sterk hefð fyrir því hér í Kópavogi að fá hljóm- sveitina til að spila við ýmis tæki- færi, ekki síst í aðdraganda jólanna,“ segir Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópa- vogs. Sýnileg í bænum Tónlistarmenning í Kópavogi er sterk og skólahljómsveitin, skipuð krökkum sem leika á blást- urshljóðfæri, er þekkt stærð. Ljósin á jólatrénu í Hamraborg verða tendruð 1. desember og að sjálf- sögðu verður hljómsveitin þar. „Við höfum spilað við þennan við- burð svo lengi sem ég man,“ segir Össur um sveitina sem er skipt upp í stærri sem minni hópa þegar hún er fengin til að leika við ýmis tækifæri. „Okkur þykir mikilvægt að vera sýnileg í bænum okkar. Spilum til dæmis í öllum grunnskólunum fyrir jólin og fyrir leikskólana á vorin. Svo koma önnur tilefni svo sem sumardagurinn fyrsti og 17. júní en þá þykir jafn- sjálfsagt að kalla til lúðrasveitina og slökkviliðið þegar eldar kvikna,“ segir Össur. „Í tónlistarskólum er lagt upp úr því að agi og metnaður skili góðum framförum. Hjá okkur starfa góðir hljóðfærakennarar sem leiða nem- endur um undraveröld tónlistar. En síðast en ekki síst erum við með svo áhugasama og skemmtilega nem- endur svo það er lítið mál að búa til góðar hljómsveitir úr svo góðum efnivið. Ég held raunar, almennt sagt, að ekkert bæjarfélag sé full- burða samfélag án góðs menningar- starfs.“ Skipt í þrjár sveitir Skólahljómsveitin sem tónlist- arskóli hefur ákveðinn fjölda kennsluplássa, sem er dreift milli hljóðfæra. Þannig viðhelst jöfn dreifing nemenda á hljóðfæri og samsetning radda í hljómsveitinni verður þar af leiðandi jöfn og góð, að sögn Össurar. Hann skiptir hóp sínum upp í þrjár lúðrasveitir sem valið er í út frá kunnáttu og aldri nemenda. „En svo brjótum við þetta stund- um upp eins og til dæmis fyrir jólin og búum til minni samspilshópa út frá þeim mannskap sem við höfum hverju sinni. Nú erum við t.d. með einn hóp flautuleikara, annan með klarinettuleikurum og svo málm- blásarakvintett,“ segir Össur. Fyrstu jólaviðburðir Skóla- hljómsveitar Kópavogs eru í dag, þegar yngstu sveitirnar hefja leik í tveimur grunnskólum. Á næstunni er síðan sem fyrr segir hátíðin í Hamraborg. Þá er einnig leikið í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á borð við BYKO, Smáralind og svo mætti lengi telja. Kalt en ómissandi „Ég lék sjálfur með Skóla- hljómsveit Kópavogs sem ungur drengur og man vel eftir eftirvænt- ingunni að fá að spila jólalögin við jólatréð. Þó að stundum hafi verið kalt að spila við tréð er það ómiss- andi hluti af jólaskapinu okkar og alltaf tilhlökkunarefni að taka þátt í athöfninni,“ segir Össur Geirsson að síðustu. sbs@mbl.is Undraveröld á aðventunni Tónlist um allan Kópavogsbæ. Lúðrasveit leikur þegar kveikt er á ljósum. Góðar fram- farir. Leikið í skólum, verslunum og víðar. Össur Geirsson Hátíð Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt stærð í bæjarlífinu og kölluð til leiks við ýmis tilefni, svo sem þegar kveikt er á jólatrénu við Hamraborg, en myndin var tekin við slíkt tilefni. Jólastelpur Kátir krakkar kæta alla og eldri borgurum í félagsmiðstöðinni Gjábakka í Kópavogi var sérstakt ánægjuefni að fá þessar brosandi flautustúlkur í heimsókn, en þær eru kappsamir tónlistarnemar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.