Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 110

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 110
Á jólunum vill maður að allt sé fínt og flott. Jóla- hreingerning er gerð á heimilinu og fólk fer í sitt fínasta púss og borðar uppáhaldsmatinn sinn. Fata- hönnuðirnir Hildur, Hilda, Helga og Hlín eru þar engin undantekning og þær hafa þegar ákveðið hvaða fín- iríi þær ætla að klæðast á jólunum. Þær velja að sjálfsögðu eigin hönn- un sem fæst í versluninni Kiosk við Laugaveg. Þær sýna okkur hér hverju þær ætla að klæðast á jól- unum og deila sínum jólahefðum. Hildur Yeoman Hildur Yeoman sem hannar und- ir eigin nafni hefur getið sér gott orð fyrir fylgihluti sína sem og teikningar sem hún vinnur gjarnan með ljósmyndaranum Sögu Sig. Á jólunum ætlar Hildur að bera hekl- að hálsmen og krossaeyrnalokka úr nýjustu línunni sinni. Hálsmenið er með perlu- og steinabróderíi og er það einstaklega hátíðlegt. Krossa- eyrnalokkarnir eru með litríku prenti eftir Hildi. Skart eins og þetta setur punktinn yfir i-ið á jóla- dressinu. „Ég er mikið jólabarn og á af- mæli í desember svo þetta er uppá- haldsmánuðurinn minn. Ég er á fullu við að búa til nýjar hefðir með stráknum mínum, honum Högna, sem er 3 ára. Við erum búin að skipuleggja piparkökuhúsabakstur, skautaferðir og erum aðeins byrjuð að búa til jólaskraut svo þetta verð- ur mjög spennandi mánuður.“ Hlín Reykdal Hálsfestar Hlínar Reykal hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal ís- lenskra kvenna, enda um ein- staklega fallegt handverk að ræða. Hlín ber hátíðlegt hálsmen úr nýju línunni sinni. Það er úr handmál- uðum tréperlum og silki. Það er mjög hentugt því maður getur leik- ið sér með það og breytt því. „Það eru margar skemmtilegar hefðir í fjölskyldunni minni og mannsins míns, sumar gerðar hver jól og aðrar hefðir þegar hentar. Svo erum við að koma okkur upp okkar eigin hefðum. Það er eitt sem mér finnst alveg ómissandi og það er að gera jóla- kransa. Stundum hef ég fengið vin- konur mínar í heimsókn og við ger- um þá saman. Ég geri bæði á útidyrnar og aðventukrans. Ég elska það, ferskt greni, eitthvað glitrandi, jólatónlist og kannski smá rauðvín … sérstaklega ef stelp- urnar koma. Svo má ekki gleyma möndlugrautnum hjá mömmu og pabba í hádeginu á aðfangadag og sænska jólaskinkan þeirra er sú allra, allra besta. Það er hægt að grafa upp þessa dásamlegu upp- skrift í gömlu Morgunblaði. Mæli með henni.“ Milla Snorrason Hilda Gunnarsdóttir hannar und- ir merkinu Milla Snorrason og hef- ur hún nýlega bæst við í Kiosk- hópinn. Jólakjóllinn hennar er þessi rauðköflótti úr silkiflaueli sem er með sniði í anda 7. áratugarins. Hann er mjög sérstakur í augum Hildu af því að þetta er fyrsti jóla- kjóllinn sem hún hannar fyrir merkið sitt. Hann er, að mati Hildu, hæfilega einfaldur og þetta guð- dómlega efni lætur manni líða eins og gyðju. „Uppáhaldshefðin mín er Þor- láksmessukvöld þegar fjölskyldan hans pabba kemur saman, snæðir tindabikkju með hamsatólg, kart- öflum og rófum og rennir öllu niður með ákavíti, auk þess að fá til skipt- is hlátursköst og ærleg hóstaköst af fnyknum.“ Helicopter Helga Lilja hannar undir merk- inu Helicopter og kallast jólakjóll- inn hennar „The Player“. Hann er níðþröngur, eldrauður og gegnsær á akkúrat réttu stöðunum. „Jólahefðin mín þegar ég var lítil var að lesa bókina „Pernille og jóla- pósturinn“, 24 kaflar af æsispenn- andi jólapóstútburði. Því miður datt þessi hefði upp fyrir hjá mér, en ég horfi á „The Nightmare Before Christmas“, Tim Burton-myndina fyrir hver einustu jól.“ arnasigrun@gmail.com Morgunblaðið/Ómar Jólakúlur Hlín Reykdal ber hálsfesti úr handmáluðum trékúlum og silki. Jóladress fatahönnuða Silkiflauel Gullfallegur kjóll frá Millu Snorrason. Jólarautt Samkvæmiskjóll úr nýjustu línu Helicopter. Heklað Í skartinu frá Hildi Yeoman mætast handverk og hönnun. Fatahönnuðirnir vita best allra hverju er fínast að klæðast á jólunum. ’Þegar saman koma perlur og steinar, silki og flauel, getur útkoman ekki orðið annað en unaðsleg. 110 Jólablað Morgunblaðsins Mikið úrval af fallegum skóm og töskum www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun Sérverslun með 25 ár á íslandi FÁKAFENI 9 - Sími 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.