Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 111
H
jónin Yrsa Þöll Gylfa-
dóttir og Gunnar
Theódór Eggertsson
eru bæði bók-
menntafræðingar og
hafa mikið dálæti á yndislestri
þegar tækifæri gefst til slíks mun-
aðar. Eins og aðrar ungar fjöl-
skyldur eru þau meðvitað og ómeð-
vitað að skapa sér sínar jólahefðir
með dóttur sinni sem nú mun
halda sín önnur jól. Blaðamaður
ræddi við þau um uppáhalds-
jólabækurnar.
Eigið þið ykkur uppáhalds-
jólabók sem þið flettið í hver jól?
Gunnar: Ég á mínar jólamynda-
og jólatónlistarhefðir, en ekki beint
neina jólabók sem ég dreg fram
um hverja hátíð. Mér finnst eitt-
hvað mjög jólalegt við að hverfa
ofan í einhverja ævintýrabók, held
ég. Kannski vegna þess að ég tengi
það við barnæskuna. Ég gæti til
dæmis alltaf hugsað mér að draga
fram Lísu í Undralandi um jólahá-
tíðina. Sú bók passar svo vel við
þetta tímabil og við það að hverfa
alveg inn í aðra veröld.
Yrsa: Já, ég segi eins og Gunn-
ar, en gæti svo sem vel hugsað
mér að vera með slíka hefð, ég
ætla að gera eitthvað í þessu!
Hverjar eru að ykkar mati mest
spennandi bækurnar sem koma út
fyrir þessi jól?
Yrsa: Þegar ég kemst í langþráð
jólafrí frá Leiðsöguskólanum get
ég vonandi farið að bæta við mig
yndislestri og hætt að lesa bara
jarðfræði-, fuglafræði- og sögu-
bækur. Þannig að ég hugsa mér
gott til glóðarinnar. Á óskalist-
anum verða líklegast nýja bókin
hennar Kristínar Eiríks, Hvítfeld,
svo hljómar Kantata, nýjasta bókin
eftir Kristínu Marju, ekki illa held-
ur, og svo til að gleyma nú ekki
köllunum þá kemur nýjasta bók
Eiríks Arnar, Illska, vel til greina,
en hún er soddan doðrantur að
kannski verður Suðurglugginn eft-
ir Gyrði fyrir valinu ef frítíminn er
á þrotum. Annars er ég auðvitað
æsispennt yfir nýju bókinni hans
Gunnars, Steinskrípunum, sem ég
hef ekki lesið síðan einhvern tím-
ann á frumstigi handritsins.
Gunnar: Ætli mér finnist ekki
mest spennandi sú gróska sem
orðið hefur í fantasíubókum í ár,
jafnt fyrir börn sem fullorðna.
Eins og Yrsa minntist á er ég
sjálfur að gefa út bók en ég fagna
ekki síður samkeppninni í þessum
geira sem lítið hefur farið fyrir
lengi, en er loksins að verða meira
áberandi. Þá á ég við barna- og
unglingabók Hildar Knútsdóttur,
Spádóminn, og svo bókina sem
vann barnabókaverðlaunin, en sem
er víst fyrir „börn á öllum aldri“,
Hrafnsauga, eftir þá Kjartan
Yngva Björnsson og Snæbjörn
Brynjarsson. Auk þess ætla ég
mér að lesa Heljarþröm, aðra bók-
ina í fantasíuþríleik Emils Hjörv-
ars Petersen, Sögu eftirlifenda.
Hver er uppáhaldsjólabókin til
að lesa með börnum?
Yrsa: Já, nú er maður orðinn
foreldri, þá verður maður þræll
hefðanna, greinilega! En það er
bara gaman. Ég gæti vel hugsað
mér að lesa fyrir dóttur okkar æv-
intýri Jónasar Hallgrímssonar, og
svo íslenskar þjóðsögur – þótt það
sé nú reyndar sérfag Gunnars …
ætli við lesum ekki bara í kross.
Svo elskaði ég bókina um
Flauelskanínuna sem ég átti þegar
ég var lítil, Vef Karlottu og allar
barnasögur eftir Roald Dahl og
gæti vel hugsað mér að lesa þær
fyrir dóttur okkar.
Gunnar: Þetta verða fyrstu jólin
þar sem dóttir okkar getur lesið
með okkur og haldið athygli – hún
var ekki nema þriggja mánaða á
síðustu jólum – þannig að við þurf-
um eflaust að komast að því hver
sé besta jólabókin til að lesa með
henni. Í fyrra gáfum við henni
gamla íslenska barnabók um kisur,
með kisuljóðum, myndum og sög-
um. Nú getum við sest niður og
lesið hana með henni.
Eigið þið ykkur einhverja
skemmtilega jólabókaminningu?
Gunnar: Til að halda áfram fant-
asíu-tengingunni, þá dettur mér
helst í hug – og þetta er ekki bein-
línis bók, en í áttina – glæsilegt
kassettubox með BBC-útvarps-
leikritinu um Hringadróttinssögu
frá 1981 sem ég fékk að gjöf þegar
ég var strákur, líklega ellefu eða
tólf ára. Þetta voru þrettán spólur,
að mig minnir, og ég hlustaði
spenntur á söguna yfir jólin. Þetta
sett er löngu komið út á geisla-
diskum núna, en ég á það ein-
hversstaðar inni í skáp heima hjá
mömmu og pabba og væri til í að
draga það aftur fram og hlusta, ef
mér tekst að finna kassettutæki
sem virkar.
Yrsa : Ég hef fengið óhemju
margar bækur í jólagjöf, fleiri en
minningarnar um þær, en ég man
mjög vel eftir að hafa lesið Matt-
hildi, eftir Roald Dahl, á jóladag, í
nýjum náttfötum og rúmfötum,
þegar ég var í kringum 11 ára ald-
urinn, og svo minnir mig að ég hafi
eitthvert árið fengið bókina Litla
tréhestinn í jólagjöf, sem mamma
las svo úr fyrir mig á hverju
kvöldi. Ég var svo heppin að
mamma var til í þetta og ég man
að ég þurfti samt alltaf að fylgjast
með orðunum á blaðsíðunni á með-
an hún las. Ein önnur, en skrítin,
jólaminning er um bók sem ég
fékk ekki að gjöf, en leigði á bóka-
safninu í Garðaskóla þegar ég var
13 ára og það var bókin Dýra-
garðsbörnin. Þarna las ég sumsé
um eiturlyf, ofbeldi og vændi á
sjálfum jólunum, óharðnaður og
saklaus unglingurinn, og man að
ég mátti varla vera að því að
borða, og tók meira að segja bók-
ina með mér að kvöldverðarborð-
inu eitt kvöldið milli jóla og nýárs.
arnasigrun@gmail.com
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bókafíklar Yrsa Þöll og Gunnar ætla að hella sér í bókalestur yfir jólin og Þórhildur Elín, dóttir þeirra, fær að njóta hans með þeim.
Bókahjónin Yrsa og Gunnar
Hjónin og bók-
menntafræðingarnir
Yrsa Þöll og Gunnar
Theódór eiga ýmsar
skemmtilegar minn-
ingar um bækur á jól-
um. Þau geta varla
beðið eftir að komast í
jólabækurnar í ár.
’Mjög jólalegt við að
hverfa ofan í ævintýra-
bók, held ég. Kannski
vegna þess að ég tengi
það við barnæskuna.
Jólablað Morgunblaðsins 111
Úrval gjafabréfa í boði í öllu sem viðkemur heilsurækt, snyrti- og nuddmeðferðum.
www.worldclass.is
GEFÐU ÁVÍSUN Á GÓÐA HEILSU Í JÓLAGJÖF
www.laugarspa.is