Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 118
118 Jólablað Morgunblaðsins
J
ólin og boðskapur þeirra er
jafnan hinn sami, þótt ytri að-
stæður breytist og andlit tím-
ans fái nýjan svip. Vetr-
arsólstöður eru 21. desember
og sólargangur aldrei skemmri en
þá. En svo rennur upp nýr dagur og
þá nýtur birtu stundarkorni lengur
en daginn áður. Sólin hefur hækkað
á lofti svo einu hænufeti nemur. Og
það stendur heima, að einmitt sömu
daga og kaflaskilin verða eru jólin
haldin hátíðleg; fæðing frelsarans.
Í safni Morgunblaðsins má finna
kynstrin öll af myndum frá jólahaldi
landans. Myndirnar eru frá ýmsum
tímum og vitna hver á sinn hátt um
svipmót, tísku og tíðaranda. Persón-
ur og leikendur á sumum myndanna
eru að vísu margar hverjar komnar í
ný hlutverk og atburðir með öðru
sniði en nú er.
Og þó. Enn er kveikt á Oslóar-
trénu á Austurvelli í byrjun aðventu
og enn er undir kirkjunnar merkjum
safnað í þágu þurfandi, þótt papp-
írsbaukar hafi vikið fyrir heima-
bönkum. Hvort tveggja hefur þó
áfram sama inntakið; að gleðjast og
gefa með sér.
Þetta eru jólin í hnotskurn.
sbs@mbl.is
Hátíðleg jólin
og sólin hækkar
um hænufet
Svipur tímans breytist en boðskapurinn er hinn
sami. Jólin alls staðar og nánast óbreytt. Fólkið
gleðst og gefur með sér, eins og myndir sýna.
Austurstræti Jólasveinar, álfar og tröll í miðborginni fyrir þrjátíu árum. Krakkar kættust, nú
fólk um fertugt og flest hvert líklega komið með börn sem sækja í sama gaman.
Æskulýðsstarf Sunnudagaskóli í Dómkirkjunni í Reykjavík haustið 1984. Áhugasöm börn
hlusta á frásögn guðfræðingsins Agnesar M. Sigurðardóttur, sem nú er biskup Íslands.
Reykjavík Jafnan er mannfjöldi mættur þegar kveikt er á Oslóartrénu á Austurvelli í byrjun
aðventu. Þessi mynd er frá árinu 1986. Dómkirkjan á sínum stað og minnir á kristindóminn.
Norðurland Á Akureyri er Ráðhústorg eins og í Köben og á báðum stöð-
um er fallega skreytt. Mynd er tekin fyrir um aldarfjórðungi, árið 1988.