Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 121
Jólablað Morgunblaðsins 121
*GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
EF KEYPTAR ERU VÖRUR FRÁ MAX FACTOR EÐA OLAY FYRIR
5.900 KR. ÞÁ FYLGIR FALLEGUR JÓLAKAUPAUKI MEÐ
Útsölustaðir: Hagkaup: Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf og Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi,
Hringbraut og Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaborg,
Lyfjaver Suðurlandsbraut, Lyfjaval Bílaapótek, Rima apótek, Snyrtivöruverslunin Nana, Urðarapótek.
Landið: Lyf og Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Vestmannaeyjum. KS Suðárkróki.
Á
þessum vettvangi sem
öðrum fer jafnan best á
því að leita til fagmanna
varðandi upplýsingar og
ráðleggingar. Þær Svan-
hildur Eva Stefánsdóttir og Linda
Rós Ragnarsdóttir hjá Spilavinum
við Langholtsveg fara hér yfir sviðið
í útgáfu nýrra íslenskra spila:
Skrípó
„Í þessu sprenghlægilega spili
hafa skemmtilegustu skopmynda-
teiknarar landsins lagt til teikning-
arnar en þátttakendur semja brand-
arann. Útkoman er hláturskast!
Skrípó er fjörugt spil fyrir alla
fjölskylduna, það þroskar ímynd-
unarafl og hugmyndaflug þátttak-
enda svo um munar. Skrípó-
myndirnar eru svo skemmtilegar að
jafnvel mestu húmorsleysingjar
geta fundið upp á snilldargóðum
myndatextum.
Skrípó inniheldur 150 teikningar
eftir Hugleik Dagsson, Halldór
Baldursson, Lóu Hlín Hjálmtýsdótt-
ur og Sigmund.“
Orðabelgur
„Orðabelgur er borðspil fyrir fólk
á öllum aldri. Það fær fólk til að kæt-
ast og fræðast og býður upp á heila-
brot, orðaleiki og gáska.
Spilið býður upp á fleiri hundruð
spjöld með misþungum spurningum
sem allar tengjast íslensku máli á
einhvern hátt. Pabbinn, mamman,
afinn og amman spreyta sig á spurn-
ingum sem merktar eru a) en krakk-
arnir glíma við spurningar sem
merktar eru b). Svo einfalt er það!
Orðabelgur er spil fyrir alla fjöl-
skylduna. Spilið er búið til af fulltrú-
um tveggja kynslóða. Það byggist á
visku þeirra sem eldri eru og frum-
leika og frjórri hugsun þeirra sem
yngri eru.“
Monopoly Akureyri
„Þetta vinsæla fasteignaspil er nú
komið til Akureyrar. Farðu um bæ-
inn og finndu fallegar götur, áhuga-
verðar menningarstofnanir, fyr-
irtæki og útivistarsvæði – allt er til
sölu. Hver vill ekki eignast Hlíð-
arfjall eða Lystigarðinn? Leiðin til
sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjár-
festa vel og gera góða samninga. Sá
sem safnar mestum auði og eignast
allan bæinn stendur uppi sem sig-
urvegari.
Spilaborðið inniheldur helstu
kennileiti þessa aðlaðandi bæjar á
Norðurlandi sem nú fagnar 150 ára
afmæli sínu. Myndir af bænum
prýða bæði borðið og kassann. Sann-
arlega skemmtileg norðlensk spila-
upplifun!“
Jóakim Aðalönd
„Hexía de Trix er búin að marg-
falda Jóakim Aðalönd í þeim tilgangi
að skapa öngþveiti í Andabæ. Sann-
aðu að þú sért hinn raunverulegi
Jóakim með því að vinna þér inn
fúlgur fjár!
Kauptu hlutabréf og safnaðu pen-
ingum og gulli með því að nota þína
eigin herkænsku. Veistu hvenær
bestu kaupin eru gerð eða hvenær
þú átt að selja gull á réttum tíma?
En mundu að atburðaspjald getur
sett strik í reikninginn!
Hver í fjölskyldunni er líkastur
Jóakim Aðalönd? Nú reynir á við-
skiptavitið!“
Tímalína
„Hið ótrúlega spennandi og
skemmtilega spil Timeline er komið
á íslensku. Leikmenn fá fimm upp-
finningar sem þeir þurfa að giska á
hvar koma inn í tímalínuna. Eftir því
sem líður á leikinn verður erfiðara
og meira spennandi að giska. Hvort
kom á undan skrúfan eða byssu-
púðrið? Tölvumúsin eða netið? Þeg-
ar Tímalína er spiluð eru það einmitt
svona spurningar sem þú munt
spyrja sjálfan þig í hvert sinn sem
þú leggur niður spil.“
Partý og Co – Stelpur
„Partý & Co – stelpur er tilvalið
vinkonuspil fyrir 8-14 ára til að spila
í náttfatapartíi, afmælis-
veislum … eða bara af hvaða tilefni
sem er!
Birna vann ferð til Evrópu en því
miður eru farseðlarnir bara tveir og
því getur hún bara boðið einni vin-
konu sinni með í ferðina. Sú sem er
FYRST til að vinna sér inn alla hlut-
ina, sem Birna biður um, tekur vega-
bréfið sitt og stekkur um borð í flug-
vélina.
Leystu þrautir og svaraðu spurn-
ingum um tísku, tómstundir, menn-
ingu og fegurð. Ef þú getur allt rétt
vinnur þú spilið og ferð í ferðalag
með Birnu, vinkonu þinni!“
Partí og Co – Pick One
„Ný og óvenjuleg samsetning á
spili sem er hugsað til að prófa vini
ykkar þannig að þeir sýni gjör-
samlega óheflaða hlið á sér.
Notið „partífjöðrina“ til að komast
að því hvar keppinautana kitlar
mest, með „partítreflinum“ þurfið
þið að treysta algjörlega á lykt-
arskynið … 60 mismunandi þrautir
sem munu koma ykkur á óvart!
Skorið á vinina í spil en gætið ykk-
ar … því að eitthvað ÓVÆNT bíður
þeirra sem tapa! Með Party&Co
Pick-One getið þið ekki hætt að
hlæja! Taktu eitt … ef þú þorir!“
www.spilavinir.is
jonagnar@mbl.is
Spilað um jólin
Hjá mörgum er það ómissandi þáttur á að-
ventunni að kalla saman vini og spila
skemmtilegt spil. Íslendingar eru vart síður
spilaþjóð en bókaþjóð og mörg ný og skemmti-
leg íslensk spil koma út núna fyrir jólin.