Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 122

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 122
122 Jólablað Morgunblaðsins Þ eir sem upplifa ástvina- missi átta sig fljótt á að eftir það verða hlutirnir ekki eins. Missirinn verð- ur aldrei sárari en yfir hátíðirnar þegar autt sæti sem áður var fyllt blasir við þeim sem eftir lifa. Jólin eru oft mjög erfiður tími fyrir syrgjendur og tíminn sem áður var tilhlökkunarefni veldur nú nag- andi kvíða. Kvíðinn er jafnvel mest- ur við að fara í kirkju á jólum, að geta ekki haldið aftur af tárunum í jólamessu þegar aðrir í messunni fagna komu jólanna. Í ár verður kyrrðarstundin haldin fimmtudag- inn 6. desember kl. 20 í Grafarvogs- kirkju. Úr Grensáskirkju í Grafarvogskirkju Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Landspítalanum, er hluti af sam- heldnum hópi sem staðið hefur að kyrrðarstundunum frá upphafi. Upphaf þessara stunda segir Rósa að megi rekja til bréfs sem krabba- meinslæknir sendi biskupi árið 1999 þar sem hann óskaði eftir samstarfi um kyrrðarstund fyrir syrgjendur. Biskup vísaði erindinu til Ragnheið- ar Sverrisdóttur hjá kærleiksþjón- ustu Biskupsstofu sem tók málið að sér. Þannig hófst farsælt samstarf á milli kirkjunnar og Landspítalans um að halda árlega kyrrðarstund til að búa syrgjendur undir þann erfiða tíma sem jólin eru mörgum. Fyrstu árin var kyrrðarstundin haldin í Grensáskirkju. Stundirnar voru strax vel sóttar. Fyrsta árið var kirkjan ekki alveg fullskipuð en ár frá ári fjölgaði í hópnum. Brátt var svo komið að fullt var út úr dyrum og þá var ákveðið að færa kyrrð- arstundina yfir í Grafarvogskirkju. Þar hefur stundin verið haldin und- anfarin ár og enn er þar nóg pláss. Kvíðir jólunum Jólin eru mjög mikil fjöl- skylduhátíð. Það kemur því ekki á óvart að þegar einhver í fjölskyld- unni deyr verði næstu jól á eftir þungbær fyrir eftirlifendur. „Við heyrum fólk oft tala um kvíða fyrir næstu jólum þó að dauðsfallið eigi sér stað að vori,“ segir Rósa. „Fólk gerir sér þá strax grein fyrir að næstu jól verða ekki eins og þau á undan. Mörgum finnst ógnvekjandi að fara inn í þessa hátíð, að horfast í augu við missinn og auða sætið við jólaborðið.“ Rósa segir að sumir bregði á það ráð að fara til sólarlanda en taki þá jafnvel út erfiðleika næstu jól á eftir, það sé í raun frestun á vandanum. „Kyrrðarstundin er hugsuð til þess að hjálpa syrgjendum að horfast í augu við jólin og vinna bug á þeim kvíða sem þau valda mörgum.“ Í föstum skorðum Það er ekki bara sami kjarninn sem heldur áfram að vinna að þess- ari kyrrðarstund heldur er fyr- irkomulag hennar einnig í föstum skorðum. Fyrst er lesinn ritning- artexti en þess má geta að meðal fastra liða er að prestur heyrn- arlausra túlkar það sem fram fer í kirkjunni. Síðan er jólaguðspjallið lesið, þótt það sé svolítið snemmt, en þetta er gert til að búa fólk undir að fara í kirkju á jólum og vera þá ekki í hópi syrgjenda. Hamrahlíðarkórinn hefur í mörg undanfarin ár sungið á kyrrðarstundinni en að söngnum loknum er hugvekja og minning- arstund. Á minningarstundinni hef- ur fólk færi á því að ganga að stóru kerti og kveikja á kerti til minningar um ástvini sína. Að athöfninni lok- inni er boðið upp á kaffi og spjall. Þá geta syrgjendur hitt þá sem sáu um aðhlynningu þeirra sem fallnir eru frá og fólk veitir hvað öðru stuðning. „Við fylgjumst vel með og ef fólki líður mjög illa bjóðum við því að fara afsíðis ef það vill og fá aðstoð.“ Mikill léttir Rósa segir það eftirtektarvert hvað fólki léttir við að koma á kyrrð- arstundina. Þar viti fólk að hverju það gengur og allir séu mættir á sömu forsendum. „Á samverustund- inni eru syrgjendur sem eru komnir til að taka þátt í ákveðnu ritúali sem undirbýr þá fyrir jólahátíðina, því þeir kvíða henni. Þar má gráta og þar er samkennd.“ Í kaffispjallinu eftir athöfnina segir Rósa að fólki sé augljóslega létt. Það sé þá kannski búið að gráta svolítið og takast á við aðstæður sem það hefur kviðið. Algengt er að fólk sé að koma í fyrsta sinn í kirkju eftir fráfall ástvinarins. „Ár eftir ár sjáum við líka sömu andlitin. Það fólk er ekki að mæta vegna eigin sorgar heldur til að veita öðrum styrk og aðstoð. Sumir koma langt að, jafnvel norðan úr sveitum,“ segir Rósa og heldur áfram: „Það er virkilega gefandi og þakk- látt að standa að þessari kyrrð- arstund. Mér finnst þetta vera ómissandi hluti af aðventunni og jólaundirbúningnum. Það er mikil hlýja og samhugur sem einkennir stundina og fólk er mjög þakklátt fyrir hana. Maður vill ekki missa af því að taka þátt í þessu, það er svo gefandi og mikils virði að fá að hitta fólk og heyra hvernig því líður og hvernig gengur. Þetta er jú hátíð ljóssins og það er ánægjulegt að sjá fólk ná sér út úr þessum kvíða og inn í vonina um betri líðan.“ Opið öllum Það er hluti af eftirfylgni og vinnuaðferðum gjörgæsludeilda, krabbameinsdeildar, líknardeildar og kvenlækningadeildar Landspít- ala að senda út bréf til að minna á samverustundina. Þó telur Rósa að rétt sé að minna á að kyrrðarstundin sé opin öllum og allir séu velkomnir. „Það eru ekki allir syrgjendur sem fá bréf og sjálfsagt að benda fólki á kyrrðarstundina sem gæti haft gott af henni.“ halldorbach@gmail.com Kyrrðarstund dregur úr kvíða Þrettánda árið í röð standa ýmsar einingar innan LSH, Hjúkrunar- þjónustan Karítas, Ný dögun og Biskupsstofa fyrir kyrrðarstund fyrir syrgjendur í upphafi aðventu. Kyrrðarstund- in hefur alla tíð verið vel sótt og er mjög mik- ilvæg fyrir þá sem búa sig undir að halda jól í skugga ástvinamissis. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í sorg „Kyrrðarstundin er hugsuð til þess að hjálpa syrgjendum að horfast í augu við jólin og vinna bug á þeim kvíða sem þau valda mörgum þeirra,“ segir Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Landspítalanum. ’Samhugur sem einkennir stundina og fólk er mjög þakklátt fyrir hana. Mað- ur vill ekki missa af því að taka þátt í þessu, það er svo gefandi og mikils virði að fá að hitta fólk og heyra hvernig því líður. Bakstur er hluti afjólamenningu Ís-lendinga. Margar fjölskyldur koma saman á aðventunni, baka pip- arkökur eða setja sama hús úr sama efni. Katla er um- svifamikið fyrirtæki í sölu og framleiðslu bök- unarvara og stendur nú, 17. árið í röð, fyrir samkeppni um glæsilegasta piparkökuhús landsins. Við ákváðum að gera tilraun með að fara með sýninguna í Ráðhúsið og taka þannig þátt í jólaævintýrinu þar, sem á að gera enn hærra undir höfði þetta árið,“ segir Gísli Vagn Jónsson, sölustjóri hjá Kötlu hf. en að þessu sinni er leikurinn haldinn í samvinnu við Ráðhús Reykjavíkur, ZO-ON, Flugfélag Íslands, Hótel KEA, Hótel Rangá og Þjóð- leikhúsið, sem leggja til vegleg verðlaun. Keppt er í fullorðinsflokki og barna- og ung- lingaflokki. Piparkökuhúsunum á að að skila í Ráðhús Reykjavíkur 10. desember á milli kl. 17 og 20, hvar þau verða til sýnis fram til 21. desember. Verðlaunaafhending fer fram í Ráðhúsinu 16. desember. „Við höfum gjarnan fengið á bilinu 30 til 40 piparkökuhús í keppnina og stundum raunar fleiri. Metnaðurinn er mikill hvort sem fólk býr til hús með þekktar íslenskar byggingar sem fyrirmyndir eða lætur hug- myndaflugið ráða og gerir hús samkvæmt eigin huga. Því skorum við á alla áhugabak- ara landsins og hvetjum þá til þátttöku – bæði í listrænum tilgangi og eins til að fylla heimilið ljúfum bakstursilmi,“ segir Gísli Vagn Jónsson. sbs@mbl.is Listfengi Piparkökuhús eru falleg. Mörg hafa borist í keppni Kötlu sem nú er í 17. sinn. Girnilegt Húsið smakkast vel og allt má borða, jafnvel jólasveininn á skorsteininum. Bakstursilmur og mikill metnaður Sautjánda piparkökuhúsa- samkeppni Kötlu hf. verður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Gísli Vagn Jónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.