Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 123

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 123
N emaForum er „býli í borg“, einskonar menningarlegt rausn- arbú þótt á miðju Lækjartorgi sé,“ seg- ir Ásta Kristrún, en jólastundirnar verða haldnar á efstu hæð gamla „strætisvagnahússins“ við Lækj- artorg, með glæsilegu útsýni yfir höfnina og Hörpuna. „Úr heimaeld- húsinu berst ilmurinn af heitu súkkulaði, jólatei og fleiru sem yljar og kallar fram birtu og hlýjar minn- ingar.“ Dagskráin byggir á upplestri og frásögnum af íslenskum jólum og jólahefðum og samtölum við gesti um breytilega siði í sveitum og bæj- um og svo auðvitað á söng og spili. Dagskráin fer fram á íslensku frá kl. 15-16:30 og á ensku frá kl. 17:30- 19. „Jólastundin á ensku er tvinnuð saman við Bókmenntakynningar NemaForum í tengslum við Reykja- vík Bókmenntaborg Unesco. Erlendir gestir á aðventunni Erlendir jólagestir okkar eru framhald af menningarvökum sem við Valgeir höfum haldið á heimili okkar um árabil,“ útskýrir Ásta . „Það má segja að í dag búum við svo gott sem á tveimur stöðum í 101. Annan staðinn köllum við næt- urhreiðrið og hinn NemaForum – býli í borg. Í NemaForum er búslóð- in okkar að stærstum hluta og þar komum við saman þegar við gleðj- umst með fjölskyld- unni enda aðstaðan öll hin glæsilegasta og vítt til lofts og veggja.“ Menningar- dagskrár sínar fyrir erlenda gesti og ferðamenn halda þau líka í bækistöð NemaForum á Lækjartorgi. „Við horfum nú fram á að halda heilög jól með ókunnum erlendum gestum, meðal annars frá Sviss,“ segir Ásta. „Við erum sjálf sex manna fjölskylda og það er hægur leikur fyrir okkur að stækka hópinn og taka á móti góðu fólki í leit að nýjum upplifunum. Við upplifum þessar aðstæður sjálf sem jólaævintýri. Sumir ferðast yfir höf og lönd í leit að nýstárlegum upplif- unum á meðan við fáum þau til okk- ar, beint heim í stofu.“ Jólastund með fjölskyldunni Það má segja að það sé ekki í kot vísað að sitja við jólaborð við stóra gluggavegginn gegnt Hörpu, sem lýsa má sem einu stærsta gler- listaverki í heimi, en hún blasir óhindrað við í gegnum gluggann með leiftrandi ljósaspili sínu. „Hefðirnar verða á sínum stað, setið og spjallað fyrir kvöldmáltíð- ina, hlustað á messu og fagra tónlist, en þar þurfum við að taka mið af trú og stöðu okkar mætu gesta,“ bendir Ásta á. „Við verðum með okkar hefðbundna jólamat en þó fleiri gerðir en ella til að vera við öllu bú- in, svo sem eins og reyktan lax, lamb, hamborgarhrygg og kalkún og nóg af góðu grænmeti og ekki má gleyma að bjóða upp á laufabrauð og bita af hangikjöti. Hér eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í matarkosti. Við erum bæði talfús og tónelsk fjölskylda og njótum þess að miðla og veita gestum innsýn í ís- lenskan veruleika.“ Að sögn Ástu er flutningur á Grýlukvæðum Jóhannesar úr Kötl- um fastur liður hjá þeim þar sem hinir djúprödduðu synir þeirra Val- geirs fara á kostum með föður sín- um í söng og þýðingu vísnanna jafn- óðum. „Hið ljósa man, dóttir okkar, tekur lagið á mildum nótum og franska tengdadótt- irin segir frá upplif- unum sínum við að verða hluti af ís- lenskri fjölskyldu.“ Jólin verða því sann- arlega með alþjóð- legum blæ á efstu hæðinni við Lækj- artorgið. Sameiginlegum jólapökkum er út- hlutað af handahófi með textabútum úr íslenskri bókmenntaflóru og þannig varpað ljósi á íslenska menningu í núinu sem og þátíð. „Að lokum verður meiri tónlist, hlýja, ljós og spjall, þar til súkkulaði með rjóma, líkjör og smákökur ferja hugi gesta yfir á kodda nætur- innar.“ jonagnar@mbl.is Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson ætla að halda jólastund á vegum NemaForum fyrir unga sem aldna alla sunnudaga fram að jólum. Morgunblaðið/Kristinn Jólagestgjafar Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson kunna að skreyta hús með greinum grænum — og rúmlega það. ’Hefðirnar verða á sínum stað, spjall- að fyrir kvöld- máltíðina, hlustað á messu og tónlist Ljúf stund við Lækjartorg Jólablað Morgunblaðsins 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.