Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 126
126 Jólablað Morgunblaðsins
Laugardaginn 24. nóvember
Kex hostel við Skúlagötu, frá kl. 13-
17. Íslenskur vínylmarkaður. Út-
gáfa nýrrar íslenskrar tónlistar á
vínyl hefur stóraukist. Því var
ákveðið að taka höndum saman og
setja upp þennan markað þar sem
hægt er að nálgast vínylplöturnar á
einum stað. Tónlistarmenn og
hljómsveitir eins og Borko, Ojba
Rasta, Snorri Helgason, Tilbury,
Múm og Ólöf Arnalds flytja nokkur
lög.
Flóra, Hafnarstræti 90 á Akureyri
kl. 14. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir opn-
ar sýningu sem nefnist Drósir og
draumar og sýnir þar textílverk og
skart úr hráefni úr ýmsum áttum.
Sýningin stendur fram yfir nýár.
Fella- og Hólakirkja í Reykjavík kl.
14. Lúðrasveit verkalýðsins blæs til
jólatónleika. Gömul og ný íslensk og
erlend jólalög verða flutt á tónleik-
unum. Stjórnandi er Kári Húnfjörð
Einarsson. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir. Kaffisala í hléi.
Sjóminjasafnið við Grandagarð kl.
14. Dimma útgáfa stendur fyrir
menningardagskrá í Víkinni. Lifandi
suðupottur ljóða og tónlistar. Fram
koma listamennirnir Aðalsteinn Ás-
berg, Svavar Knútur, Kristjana
Stefánsdóttir, Agnar Már Magn-
ússon, Hjörtur Pálsson, Andrés Þór
og Sigurður Flosason.
Félagsheimilið Borg í Grímsnesi kl.
15-17. Uppsveitastjarnan, hæfileika-
keppni Upplits, á Borg í Grímsnesi.
Á meðal keppenda eru trúður,
trommuleikari, söngvarar og tónlist-
arfólk. Dómnefnd velur atriði sem
halda áfram og keppa til úrslita í
mars á næsta ári.
Seltjanarneskirkja kl. 17. Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju heldur
tónleika undir heitinu Ljúfir tónar frá
liðnum öldum. Á tónleikunum verða
flutt verk gamalla meistara. Í Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju eru eink-
um lærðir einsöngvarar og koma allir
einsöngvarar tónleikanna úr röðum
kórfélaga. Félagar úr Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna leika undir
ásamt Judith Þorbergsson orgelleik-
ara. Stjórnandi er Friðrik Vignir
Stefánsson.
Kjallarinn, Laugavegi 73 kl. 17.
Leikfélagið Peðið sýnir óperuna
Bjarmaland II eftir Jón Benjamín
Einarsson. Þetta er sjálfstætt fram-
hald óperunnar Bjarmaland rísandi
land, sem Peðið sýndi í fyrra. Þá
kynntumst við ástföngnu fólki í gift-
ingarhugleiðingum. Nú er komið að
brúðkaupsferð parsins sem ferðast
innanlands, enda sannir Bjarmlend-
ingar á ferð.
Háskólabíó kl. 18 og 21.30. Fjalla-
bræður og Lúðrasveit Vestmanna-
eyja halda tvenna tónleika í Há-
skólabíói. Meðal annars frumflutt í
fyrsta skipti á sviði í fullum skrúða
lagið Ísland sem er hluti af verkefn-
inu Þjóðlag. Á sviðinu verða yfir 100
manns á þessum tónleikum. Gestir
verða Sverrir Bergmann og Magnús
Þór Sigmundsson.
Sunnudagur 25. nóvember
Tjarnarbíó í Reykjavík kl. 14:00
Ævintýrið um Augastein. Orri Hug-
inn Ágústsson er tekinn við af Felix
Bergssyni, sem hefur borið uppi sýn-
inguna frá byrjun. Verkið byggist á
sögunum um sveinstaulana þrettán,
syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu
það til að hrella fólk um jólaleytið, en
í ævintýri leikhópsins er það dreng-
urinn Augasteinn sem allt snýst um.
Sýningar verða á sunnudögum út að-
ventuna. Meðleikari og sviðsstjóri er
Guðmundur Felixson og Kolbrún
Halldórsdóttir leikstýrir.
Samkomuhúsið á Akureyri kl. 14.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir
verkið Ef ég væri jólasveinn. Ungur
drengur í Giljaskóla á þann draum
heitastan að vera jólasveinn. Þetta
er sannkallað jólaævintýri, tilvalið
fyrir börn frá fjögurra ára aldri, seg-
ir í tilkynningu frá Leikfélaginu.
Leikarar eru Aðalbjörg Árnadóttir,
Anna Gunndís Guðmundsdóttir,
Einar Aðalsteinsson og Skúli Gauta-
son. Leikstjóri er Sigríður Eir Zoph-
oníasardóttir.
Menningarmiðstöð Gerðuberg í
Reykjavík kl. 14-16 Söngstund. Gest-
um gefst kostur á að eiga saman góða
stund og syngja og hlýða á söngva og
sögu um fagurt sólarlag, kvöldvökur,
rómantík og ævintýri í rökkrinu.
Lögin eru blanda af íslenskum og er-
lendum alþýðulögum. Bára Gríms-
dóttir og Chris Foster halda utan um
söngstundirnar. Auk þeirra koma
fram að þessu sinni m.a. Róbert
Marshall, Davíð Arnórsson og syst-
urnar Rumyana Þorbjarnarson og
Veska Jónsdóttir frá Búlgaríu og
sagnakonan Rósa Þorsteinsdóttir.
Menningarverstöðin Hólmaröst á
Stokkseyri kl. 15. Elfar Guðni Þórð-
arson á lokadegi sýningar sinnar
Frá Djúpi til Dýrafjarðar. Hann
sýnir Vestfjarðamyndir. Síðdegis í
dag, sunnudag, verður Trönuspjall í
verstöðinni. Það leiða, auk listmál-
arans sjálfs, Guðbrandur Stígur
Ágústsson, Björn Ingi Bjarnason og
Björn E. Hafberg.
Harpa – Kaldalón kl. 17. Caput-
hópurinn heldur tónleika tileinkaða
Þorkeli Sigurbjörnssyni tónskáldi.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg í
Reykjavík kl. 20 Tónlistarkonan
Ragnheiður Gröndal kemur fram á
tónleikum ásamt hljómsveit sinni sem
skipuð er þeim Guðmundi Péturssyni
á gítar og fótbassa og Birgi Baldurs-
syni sem leikur á trommur og slag-
verk. Sjálf leikur Ragnheiður á píanó
og hljómborð. Uppistaða tónleikanna
verður hinn margrómaði diskur Vetr-
arljóð, sem kom út árið 2004.
30. nóvember
Harpa – Kaldalón kl. 19:30. Caput-
hópurinn heldur tónleika tileinkaða
Atla Ingólfssyni tónskáldi og verk-
um hans. Yfirskriftin er Hörð efni.
Atli Ingólfsson hefur samið mikið
fyrir Caput.
Ráðhústorg á Akureyri kl. 14.45.
Kveikt á jólatrénu frá Randers, vina-
bæ Akureyrar í Danmörku. Lúðra-
sveit Akureyrar undir stjórn Albert-
os Porros Carmona leikur. Helgi
Jóhannesson, ræðismaður Dana á
Akureyri, afhendir tréð fyrir hönd
Randers. Eiríkur Björn Björgvinsson
bæjarstjóri tekur við því. Barnakór
Glerárkirkju syngur. Jólasveinarnir
Kjötkrókur, Kertasníkir og Hurða-
skellir stíga á svið.
Langholtskirkja kl. 17 og 20. Að-
ventutónleikar Söngfjelagsins. Ein-
söngvarar Björg Þórhallsdóttir
sópran og Einar Clausen tenór. Á
efnisskránni eru þekkt og klassísk
jólalög í bland við nýrri tónlist frá
ýmsum löndum. Frumflutt verður
nýtt jólalag eftir Þóru Marteins-
dóttur. Stjórnandi er Hilmar Örn
Agnarsson.
Grensáskirkja kl. 17 og kl. 20 Kórar
Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlkna-
kór Reykjavíkur og Cantabile, halda
sína árlegu aðventutónleika í Grens-
áskirkju. Fram koma um 180 söng-
konur. Einsöngvarar eru Maríus
Sverrisson og Guðrún Árný Guð-
mundsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru
Antonia Hevesi á orgel, Eydís
Franzdóttir á óbó, Laufey Sigurð-
ardóttir á fiðlu og Stefanía Ólafs-
dóttir á víólu. Listrænn stjórnandi
er Margrét J. Pálmadóttir. Miða-
verð er kr. 3.000 í forsölu.
2. desember
Hallgrímskirkja kl. 17. Jólaóratóría
eftir Sigurð Sævarsson frumflutt.
Jóhann Smári Sævarsson bassa-
söngvari, Kirstín Erna Blöndal
sópran, Schola cantorum og Caput-
hópurinn. Stjórnandi er Hörður Ás-
kelsson.
5. desember
Hallgrímskirkja 12.00-12.30. Að-
ventuhádegistónleikar með Schola
cantorum. Stjórnandi Hörður Ás-
kelsson.
Café Rósenberg, Klapparstíg kl. 21.
Borgardætur, söngkonurnar Andr-
ea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir
og Berglind Björk Jónasdóttir.
Hljómsveit skipa Eyþór Gunnars-
son, Birgir Bragason og Matthías
Hemstock. Frá útkomu Jólaplöt-
unnar, árið 2000, hafa Borgardætur
haldið jólatónleika. Dagskráin er
blanda hátíðleika og gáska. Tónleik-
arnir á Rósenberg verða alls sjö; 5.,
6., 7., 8., 18., 19. og 20 desember, og
hefjast alltaf kl. 21. Að auki verða
haldnir einir tónleikar í Salnum,
Kópavogi, sunnudaginn 16. desem-
ber kl. 20. Þar gefst færi á að upplifa
dagskrána í öðru umhverfi.
6. desember
Hallgrímskirkja kl. 12.00-12.30.
Tónlistarandakt á aðventu. Org-
eltónlist og íhugun.
8. desember
Hallgrímskirkja kl. 17. Karlakór
Reykjavíkur heldur árlega aðventu-
tónleika. Viðar Gunnarsson bassi
syngur einsöng með kórnum, Lenka
Mátéóvá leikur á orgel, Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls-
son leika á trompet og um slagverk
sér Eggert Pálsson. Stjórnandi
kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Menningarhúsið Hof á Akureyri kl.
20. Norðurjól – tónlistarmenn af
Norðurlandi flytja þekktar jólaperlur.
Meðal flytjenda eru Óskar Pétursson,
Helena Marín Eyjólfsdóttir, Matthías
Matthíasson, Lísebet Hauksdóttir,
Marína Ósk Þórólfsdóttir og Rúnar
Eff. Hljómsveitarstjóri er Hallgrímur
Jónas Ómarsson.
9. desember
Hallgrímskirkja kl. 17 og 20. Að-
ventutónleikar Karlakórs Reykja-
víkur endurteknir. Sjá nánar hér að
ofan.
12. desember
Laugarneskirkja kl. 20. Árlegir jóla-
tónleikar Helgu Möller. Hún syngur
lög eins og Ég kemst í hátíðarskap,
Aðfangadagskvöld, Jólaengill og Ís-
lensku jólin. Fram koma dúettinn Þú
og ég (Helga Möller og Jóhann
Helgason), Ragnar Bjarnason, Gunn-
ar Þórðarson, Helena Eyjólfsdóttir
og Elísabet Ormslev.
13. desember
Hallgrímskirkja 12.00-12.30 Tón-
listarandakt á aðventu. Orgeltónlist
og íhugun.
Laugarneskirkja kl. 20. Tónleikar
Helgu Möller endurteknir. Sjá hér
að ofan.
Harpa – Norðurljós kl. 20. Eva
Guðný Þórarinsdóttir fiðluleikari
heldur sína fyrstu einleikstónleika á
Íslandi. Hún hefur stundað fiðlunám
frá unga aldri, bæði heima og erlend-
is, og fengið ýmsar viðurkenningar.
Undirleikari er Benjamin Powell.
15. desember
Harpa – Eldborg kl. 14 og 16. Jóla-
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Fluttur er nýr jólaforleikur í
útsetningu Sigurðar Ingva Snorra-
sonar, þar sem sígild íslensk jólalög
eru í forgrunni. Jólasveinasvíta
Guðna Franzsonar, með Halldóru
Geirharðsdóttur sögumanni, leggur
út af Jólasveinavísum Jóhannesar úr
Kötlum. Þá er farið yfir í ástsælt er-
lent jólalag, Litla trommuleikarann,
sem verður flutt af ungum slagverks-
nemendum. Sígild jólalög eiga fastan
sess á tónleikunum og verða flutt af
Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu
og Stúlknakór Reykjavíkur. Tónleik-
unum lýkur á nýrri útsetningu Sig-
urðar Ingva Snorrasonar af Heims
um ból þar sem bjöllukór Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar hringir inn jól-
in. Stjórnandi sveitarinnar er Bern-
harður Wilkinson.
Hallgrímskirkja kl. 16. Aðventu-
tónleikar Drengjakórs Reykjavíkur.
Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson.
16. desember
Harpa – Eldborg kl. 14. Jóla-
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Sjá nánar hér að ofan.
Hallgrímskirkja kl. 17. Orgel-
tónleikar Orgelið og jólin. Björn
Steinar Sólbergsson flytur org-
elverk eftir Carter, Guilmant,
Messiaen og fleiri.
19. desember
Dómkirkjan kl. 22.00. Notaleg jóla-
stund eftir amstur dagsins. Dómkór-
inn syngur íslenskar og erlendar
jólaperlur. Aðgangur ókeypis.
Hallgrímskirkja kl. 12.00-12.30.
Jólahádegistónleikar með Schola
cantorum. Stjórnandi Hörður Ás-
kelsson.
Hafnarfjarðarkirkja kl. 21. Kamm-
erhópurinn Camerarctica heldur sína
árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú
rétt fyrir jólin. Leiknar verða tvær af
perlum Mozarts, Klarinettukvintett-
inn og Flautukvartettinn í D-dúr. Að
venju lýkur tónleikunum á því að
Camerarctica leikur jólasálminn góða
Í dag er glatt í döprum hjörtum úr
Töfraflautunni eftir Mozart.
Harpa – Norðurljós kl. 20. Kamm-
ersveit Reykjavíkur býður til sann-
kallaðrar veislu fyrir jólin þar sem
fiðla, óbó og semball verða í aðal-
hlutverkum. Einleikarar eru Una
Sveinbjarnardóttir á fiðlu, Matthías
Nardeau á óbó og Claudio Ribeiro á
sembal og stjórnar hann sveitinni.
Á efnisskrá eru konsertar frá bar-
okktímabilinu. Nefna má sembalkons-
ert eftir Johann Sebastian Bach og
óbókonsert eftir Ítalann Marcello.
Hápunkturinn er væntanlega frum-
flutningur á fiðlukonsert frá 18. öld
sem talinn er vera eftir Antonio Viv-
aldi. Tónleikarnir enda svo á hinum
þekkta Jólakonsert eftir Corelli.
20. desember
Hallgrímskirkja kl. 12-12.30. Tón-
listarandakt á aðventu. Orgeltónlist
og íhugun.
Kópavogskirkja kl. 21. Kammer-
hópurinn Camerarctica með kerta-
ljósatónleika. Sjá hér að ofan.
21. desember
Menningarhúsið Hof á Akureyri kl.
20:30. Þorláksmessutónleikar
Bubba Morthens. Í tæp 30 ár hefur
Bubbi haldið tónleika á Þorláks-
messu. Tónleikarnir á Akureyri
verða með sama sniði og hinir venju-
bundnu Þorláksmessutónleikar sunn-
an heiða, sem verða 23. desember.
Garðakirkja kl. 21 Kammerhópur-
inn Camerarctica með kertaljósa-
tónleika. Dagskrá sjá hér að ofan.
22. desember
Dómkirkjan í Reykjavík kl. 21.
Kammerhópurinn Camerarctica
með kertaljósatónleika. Dagskrá sjá
hér að ofan.
29. desember
Harpa – Eldborg kl. 17. Jólaóra-
tóría Bachs með Mótettukór Hall-
grímskirkju og Alþjóðlegu barokk-
sveitinni í Haag en konsertmeistari
hennar er Tuomo Suni. Stjórnandi:
Hörður Áskelsson.
30. desember
Harpa – Eldborg kl. 17. Jólaóra-
tóría Bachs endurflutt. Sjá hér ofar.
Grafarvogskirkja kl. 21. Garðar
Thór Cortes heldur nýárstónleika.
Gestir Garðars verða faðir hans,
Garðar Cortes, Valgerður Guðna-
dóttir og söngflokkurinn Mr. Norr-
ington. Tónlistarstjórar eru Friðrik
Karlsson og Óskar Einarsson. Auk
nýárstónleikanna kemur Garðar
Thór einnig fram á Frostrósum í ár.
31. desember gamlársdagur
Hallgrímskirkja kl. 17. Hátíða-
hljómar við áramót. Hátíðartónlist
fyrir trompeta, orgel og pákur.
Trompetleikararnir Ásgeir H. Stein-
grímsson, Eiríkur Örn Pálsson og
Einar St. Jónsson, Björn Steinar
Sólbergsson orgelleikari.
Atburðir á aðventunni
Morgunblaðið/Júlíus
Reykjavík Fjölmargir áhugaverðir menningarviðburðir verða í Hörpu á næstunni. Þar má t.d. nefna jóla-
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands en það er fastur liður hjá fjölda fjölskyldna að sækja þá.
Söngur Á sunnudagskvöld heldur Ragnheiður
Gröndal tónleika í Gerðubergi en uppistaðan í dag-
skránni þar eru lög af geisladiskinum Vetrarljóð.
Söngur Mörgum finnst Helga Möller vera söngrödd
jólanna. Hún heldur, samkvæmt venju, aðventu-
tónleika í Laugarneskirkju.