Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 9
Google.com er ein mest notaða leitarvél heims. Ekki er langt síðan sá möguleiki bættist við þegar leitarorð er slegið inn í leitargluggann að google birti tillögur að því hvernig klára ætti setninguna eða nafnið sem leita átti að. Samkvæmt upplýsingasíðu Google á leitarsíðan yfirleitt að skila góð- um og viðeigandi niðurstöðum og gefa í skyn í hvaða samhengis ákveðinna orða er oftast leitað af almenningi. Flýtileit sýnir þá sjálfkrafa niðurstöður fyrir vinsælar leitir sem byrja á ákveðnum bókstöfum og einstökum orðum. Stund- um verða útkomurnar þó ansi skondn- ar. Hér gefur að líta nokkrar skemmtilegar niðurstöður af hin- um og þessum leitarorðum og nöfnum. Þess má geta að áður en leitin var gerð í tölvu þar sem enginn var skráður inn á gmail og leitarsaga hreinsuð. julia@mbl.is ÚTKOMAN GETUR ORÐIÐ SKONDIN ÞEGAR LEITARVÉLIN GOOGLE.COM TEKUR VÖLDIN OG KEMUR MEÐ UPPÁSTUNGUR AÐ ÞVÍ HVERNIG BOTNA SKULI LEITARLEIÐANGUR NOT- ENDA. NIÐURSTÖÐ- URNAR VEKJA OFT KÁTÍNU OG UNDRUN. Þegar tekur leitina yfir Hljómsveitin íslenska og heimsfræga Of Monsters and Men er loksins stödd hér á landi í tengslum við Icelandic Airwa- ves. Hljómsveitin spilaði meðal annars fyrir erlenda útvarpsstöð í vikunni og upptökurnar voru á þriðju hæð Iðnó. Einum útvarpsmannanna brá heldur en ekki í brún þegar hann sá hóp skóla- krakka úr Menntaskólanum í Reykjavík á harðahlaupum. Hélt hann að þetta væru æstir aðdáendur sveitarinnar sem hygðust sitja um Of Monsters and Men við Iðnó og vildi láta sveitina fara út um bakdyr. Hér á landi eru það hins vegar bara erlendar stórstjörnur sem eru myndaðar í bak og fyrir og flestar þeirra geta gengið óáreittar um stræti og torg enda var þetta einfaldlega leik- fimitími með tilheyrandi útiskokki hjá mennskælingum. Ógnandi MR-ingar Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík voru taldir æstir aðdáendur. Segja má að fimmtudagskvöldið á Kex Hos- tel hafi verið svolítið sögulegt. Stórstjörnur eins og Björk Guðmundsdóttir mættu á staðinn en senuþjófar kvöldsins voru þó meðlimir bresku hljómsveitarinnar The Vaccines en sveitin tróð óvænt upp. Með sveitinni spilar bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason. Meðal þeirra laga sem sveitin spil- aði var hinn sígildi pönkslagari Ó, Reykja- vík sem íslenska hljómsveitin Vonbrigði gerði frægan fyrir nokkrum áratugum. Kom þetta gestum Kex Hostel skemmtilega á óvart því ekki hafði verið gert ráð fyrir að sveitin kæmi þar fram. The Vaccines er ein heitasta hljómsveit Bretlands um þessar mundir. Hljómsveitin The Vaccines nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi um þessar mundir. Senuþjófar á Kex Hostel 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Baldur Ari 2 ára og Baldvin Týr 3 ára eru með Duchenne sjúkdóminn. Morgunblaðið/Kristinn Mömmu- hópurinn safnar fyrir rannsóknum Þegar synir Sifjar Hauksdóttur og Guðna Hjörvars Jónssonar greind- ust með vöðvarýrnunarsjúkdóm- inn Duchenne í ágúst sl. voru vin- konur Sifjar ekki lengi að ákveða að efna til söfnunar til styrktar rannsóknum á sjúkdómnum. Mömmuhópurinn, sem hefur hist frá því börn hópmeðlima voru enn í móðurkviði, efnir til „Duchenne styrktardags“ á sunnudag, 4. nóv- ember, í Fylkishöllinni. Duchenne er alvarleg vöðva- rýrnun sem leggst á drengi, en ell- efu drengir eru greindir hér á landi. „Gátum ekki setið heima“ „Þegar seinni strákurinn var greindur hugsuðum við í hópnum að við gætum ekki setið heima og gert ekki neitt. Í kjölfarið fórum við af stað með þennan styrktardag. Þarna verða seldar veitingar, við verðum með happdrætti og upp- boð á landsliðstreyju auk þess að selja stuttermaboli og armbönd. Við fengum allt frítt þannig að það er ekkert sem þarf að taka til hlið- ar fyrir kostnaði í lok dags. Allur ágóði rennur beint til Duchenne- félagsins sem styrkir rannsóknir á sjúkdómnum í Bandaríkjunum,“ segir Tinna Borg Arnfinnsdóttir sem er ein úr mömmuhópnum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Húsið verður opnað kl. 12.40 og stendur skemmtidagskrá til kl. 17. Meðal þeirra sem fram koma eru Jón Jónsson, Einar Mikael töframaður og Sigga og María úr Söngvaborg. Nánari upplýsingar um dagskrá og Duchenne er á viðburðasíðu söfnunardagsins á Facebook.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.