Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Side 36
STÆRÐIN?
Hversu mikið magn er hægt að blanda í könnunni skiptir máli. Ef
margir eru í heimili er betra að kannan geti tekið það mikið magn að
ekki þurfi oft að hella upp á morgundrykkina. Algengt er að stærri
könnurnar taki tvo lítra en hægt er að fá talsvert minni gerðir, sem
taka þá 2-3 drykki eða 0,8 lítra.
PLAST- EÐA GLERKANNA?
Í raun er ekki svo mikill munur á því hvort blandari er með plast eða
glerkönnu nema helst smekkur. Sumum þykir glerið fallegra og
hugnast best að hafa drykkina sína í gleri. Glerkönnur eru oftast
dýrari. Glerið hefur þá kosti að rispast ekki og það litast ekki eins
með tímanum eins og plastið gerir oft.
Á móti kemur að glerkanna er þyngri sem er þá umhugs-
unarefni ef neytandanum þykir erfitt að halda á þungu og
eldra fólk getur átt auðveldara með að hella úr léttari könnum.
VÖTT?
Hversu kröftugur blandarinn er skiptir máli en algengt er að
blandarar séu á bilinu 300-600 vatta en þeir fást líka vel yfir
1.000 vött. Skiptir þá máli að sjá fyrir í hvað á að nota bland-
arann. Eigi að nota hann í að mylja ísmola þarf að gæta þess að
hann sé ekki með of fá vött. Kraftmiklir blandarar kosta hins vegar yf-
irleitt meira. Öllu máli skiptir hvað á að blanda og ekki gleyma að bera
það undir sölufólk verslana.
HRAÐASTILLINGAR
Til eru blandarar sem bjóða upp á annan tug hraðastillinga
en aðrir eru með möguleika á mun færri. Hér eins og hvað
vöttin varðar skiptir máli hvað á að blanda og best að
ráðfæra sig við sölufólk.
VITA MIX TNC
Blandarinn er einnig mat-
vinnsluvél en flýtur með í
þessari samantekt þar sem
hann hefur farið einstaka
sigurför um heiminn. Hann
hentar í að brjóta niður hvað
sem er, allt frá grænmeti upp
í hnetur og klaka, með mjög
öflugum mótor. Endingar-
góður, með öllum útbúnaði.
Kælitækni, Rauðagerði 25.
Verð: 99.900 krónur.
Blandaðu
þér í glas
EITT MESTA ÞARFAÞING HEIMILISINS SÍÐUSTU ÁRIN ER
GÓÐUR HEIMILISBLANDARI. ÞAR SEM DRYKKIR, SÚPUR OG
BARNAMATUR ER MAUKAÐUR TIL SKIPTIS.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
CLATRONIC
Góður og ódýr blandari
með 1,5 lítra glerkönnu.
550 vatta mótor og hægt
að nota til að brytja
ísmola. Tvær hraða-
stillingar og púlsstilling.
Elko verslanir víðsvegar.
Verð: 9.995 krónur.
ÚTTEKT Á HEIMILISGRÆJU HOLLUSTUNNAR
KENWOOD KMIX
Blandari í hinni vönduðu
kMIX heimilistækjalínu. Afar
öflugur mótor, stór 1,6 lítra
glerkanna og smart hönnun.
Hentar vel fyrir stórar
fjölskyldur. Heimilistæki,
Suðurlandsbraut 26.
Verð: 22.995 krónur.
KITCHEN AID
Klassískur blandari sem nýt-
ur sífelldra vinsælda. Hann
er með öflugum mótor, 1,5
lítra könnu, 5 hraðastill-
ingum og glerkönnu. Hann
fæst víða, meðal annars hjá:
Einar Farestveit, Borgartúni
28. Verð: 42.990 krónur.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Græjur og tækni
síður framúrskarandi til að vafra um vefinn, en stóri bróðir hans og
meira að segja dugir hann vel til að skoða dagblöð, til að mynda iPad-
útgáfu Morgunbaðsins, því þó að heilsíða blaðsins verði óneitanlega
ansi lítil á svo litlum skjá er þorri lesenda hvort er vanur að stækka
þær fréttir sem hann hyggst lesa og það er ekki síðra á Mini-skjánum.
Gætið þó að því að skjárinn er ekki Retina-skjár eins og á nýja
iPadinum, þ.e. upplausnin er minni, en þrælfín samt. Það
er reyndar það sem menn hafa helst fundið að Mini-inum,
þ.e. að hann sé ekki með Retina-skjá, en skýrist vænt-
anlega af því að öflugri örgjörva þarf til að knýja
þannig skjá og ekki got að koma
honum fyrir í svo lítilli vél.
Aðrir hafa gagnrýnt verðið á vél-
inni og vissulega kostar hún sitt,
frá 59.990 fyrir 16 GB WiFi-
útgáfuna upp í 134.990 fyrir 64 GB
WiFi- og 4G-útgáfuna. Eftir að
hafa tekið hana til kosta er valið
þó ekki erfitt að mínu mati – ég
myndi fá mér Mini strax í dag og
það frekar en fullvaxinn iPad með
fullri viðingu fyrir því frábæra
tæki.
Frægt varð á sínum tíma þegar Steve Jobs hraunaði yfir sjö tommaspjaldtölvur, sagði að þær væru dauðans matur ef ekki þegardauðar. Annað kom á daginn og Amazon (Amazon Fire) og Go-
ogle (Nexus 7) hafa sannað að hægt er að búa til framúrskarandi
spjaldtölvur þó að skjárinn sé ekki nema sjö tommur eða svo. Apple-
stjórar voru líka búnir að skipta um skoðun
og sannast á nýrri græju, iPad Mini, sem
kynnt var víða um heim á
föstudaginn.
Eins og nafnið ber með
sér er iPad Mini minni
gerð af iPad spjaldtölv-
unni og skjárinn er 7,9"
en á upprunalega iPad-
inum er hann 9,7".
Hann fer líka miklu
betur í hendi, það er
til að mynda hægt að halda á honum í einni
hendi, sem er ekki hægt með hina græjuna,
og fyrir vikið er hún frábær kostur sem les-
tölva, ekki síður ef mann langar að horfa á
vídeó. Hvað þá með vefsíður? spyr kannski
einhver og því fljótsvarað: iPad Mini er ekki
LOKSINS KOM LITLA SYSTIR
APPLE KYNNTI Á FÖSTUDAG NÝJA GERÐ AF IPAD, ÖLLU MINNI EN ÞANN SEM ALLIR ÞEKKJA EN EKKI SÍÐRI. NÝJA
GRÆJAN, IPAD MINI, ER FRÁBÆR SEM LESTÖLVA OG EKKI SÍÐRI TIL AÐ HORFA Á VÍDEÓ EÐA VAFRA UM VEFINN.
Græja
vikunnar
* Ef miðað er við stóru systurer sú litla eðlilega léttari, og það
umtalsvert léttari, 308 grömm sam-
anborið við 652 g. Myndavélarnar
eru þær sömu; 1,2 Mdíla myndavél
að framan, en myndavélin að aftan 5
Mdíla með sjálfvirkum fókus og svo
framvegis. Fremri vélin tekur 720p
HD myndskeið og sú aftari 1080p
HD myndskeið.
* Uppgefin rafhlöðuending errúmir tíu tímar á WiFi-gerðinni, en
það er líka hægt að fá iPad Mini með
3G /4G símatengingu og þá segja
Apple-menn að hægt sé að vafra um
netið í allt að níu tíma á einni hleðslu.
Sú gerð er eins að öðru leyti nema
hún er fjórum grömmum þyngri.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Stærðin skiptir máli og iPadMini er nokkuð minni en fyrirrenn-
arinn; 20 x 13,5 x 0,7 sm sam-
anborið við 24 x 18,6 x 0,9 sm.
Skjárinn er 7,9" en á stærri iPadinum
er hann 9,7". Upplausnin er 1024 x
768, 163 dílar á tommu, en á Retina-
skjánum á stóra iPadnum er hún
2048 x 1536, 264 dílar á tommu.