Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Þ að er skákborð á skrifstofu Skúla Mogensens, eiganda og forstjóra flugfélagsins WOW. Hann hefur löngum verið áhugamaður um skák, tók meira að segja þátt í að fá Kasparov til landsins á sínum tíma og hafði ákveðið að fórna manni í sókn á kóngsvæng er þeir mættust í fjöltefli. „Kasparov drap manninn ekki í fyrsta leik, heldur leit á mig og spurði: „Heldurðu að þetta sé damm?“ Hann drap ekki í öðrum leik, en í þeim þriðja lét hann sig hafa það og muldraði: „Hann er hvort sem er dauður.““ Það er nóg að gera í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni. Skúli er í símanum fyrstu mínúturnar, en blaðamaður sest og virðir fyrir sér fjallahjólið við gluggann og fjólublá- an veitingavagn á hjólum, sem sniðinn er að mjóum gangi flugvélanna. Í því lýkur símtal- inu og Skúli segir hressilega: „Blessaður. Velkominn í vitleysuna!“ Fyrsta spurningin liggur beint við. – Ertu kominn þangað sem þú ætlaðir þér? „Nei, alls ekki. Þetta eru fyrstu skrefin. Nú er eitt ár liðið frá stofnun félagsins. Vissulega er yfirtaka Iceland Express mikill áfangi. En það var aldrei tilgangurinn, þó að hún hafi legið í loftinu. Ég horfði einfaldlega til ferða- þjónustunnar í heild sinni, sem skilar 158 milljarða gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og nemur 12% af þjóðarframleiðslu. Ég vildi tak- ast á við stóra áskorun, sem jafnframt væri áhugaverð, skapandi og á vaxandi markaði.“ Tækifærin úti á landi Og hann segir horfurnar bjartar. „Ég hef sagt að ég sé sannfærður um að hingað komi millj- ón ferðamenn á ári áður en langt um líður. Ólafur Ragnar Grímsson skákaði mér og tal- aði um tvær milljónir. Ég vona að hann hafi rétt fyrir sér sér. En að sjálfsögðu þarf upp- byggingin að vera markviss. Ég nefni stund- um hjólreiðar sem dæmi, en 1,5 milljónir fara á hverju ári til Skotlands í hjólaferðir. Í raun er Skotland ekki ósvipað Íslandi, ekki beint sólarlandastaður, víðfeðmt hálendi og náttúran hér er að mörgu leyti enn stórkostlegri.“ Og svo er það miðnætursólin! „Ég kynnt- ist því vel þegar ég hjólaði hringinn í hjól- reiðakeppni WOW (WOW Cyclothon), sem er árlegur viðburður í kringum Jónsmessu. Ég er sannfærður um að við eigum nóg tækifæri þar, enda eru hjólreiðar umhverf- isvænar og misskilningur að slíkir ferðamenn skilji ekki mikið eftir.“ Tækifærin liggja úti á landi, að mati Skúla. „Það hefur sýnt sig að náttúran er í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Og til þess að komast upp í eina og hálfa milljón ferða- manna er nauðsynlegt að ráðast í uppbygg- ingu á landsbyggðinni og ekki síst held ég að það séu tækifæri á Austurlandi. Í því sam- bandi skiptir miklu máli að nálægðin þar er meiri við Evrópu, flugtíminn skemmri og fargjöldin því ódýrari. Maður er ekki nema tvo tíma að hoppa til Evrópu þaðan. Þarna leynast mikil tækifæri sem gaman væri að taka þátt í að byggja upp.“ Fékk samúðarkveðjur Höfuðmálið er að fylgja eftir þeim góða árangri sem náðst hefur við að lengja ferða- mannatímabilið og leita leiða til að stækka kökuna, að mati Skúla. „Svo er augljóslega gamalgróið flugfélag hérna, sem hefur fengið að ráða ansi miklu en á mikinn heiður skilið fyrir að hafa staðið sig frábærlega í að markaðssetja Ísland. Til samanburðar gerum við ráð fyrir að sameinað félag velti 9 til 10 milljörðum á næsta ári á meðan Icelandair muna velta um 80 milljörðum á þessu ári. Við erum því rétt að byrja.“ – Það hristu eflaust margir höfuðið þegar þú lagðir WOW til 500 milljónir í sumar og minntust orða Warrens Buffets: „Hvernig verðurðu milljónamæringur? Græddu millj- arð og kauptu flugfélag.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég legg út í svona stórt ævintýri, þar sem ég fæ engin heillaóskaskeyti, hvorki sms né símhring- ingar, bara samúðarkveðjur!“ segir Skúli og hlær. „Ég held að þessa ímynd megi rekja til þess að lággjaldaflugfélög hafa um allan heim verið að veita gömlu og þungu flugfélögunum harða samkeppni og iðulega haft betur. Ef við horfum á meginlandið velti Ryanair úr sessi Aer Lingus, Norwegian knésetti SAS og svo má telja upp flugfélög á borð við ea- syJet og Virgin, sem hafa gert það að verkum að gamalgróin flugfélög hafa þurft að minnka verulega við sig og sum hver horfið af mark- aðnum. Það kallar auðvitað á fyrirsagnir um gríðarlegt tap, en Ryanair, Southwest, JetBlue og easyJet hafa öll skilað hagnaði á hverju ári síðustu tíu til fimmtán árin.“ Hann segir að sami brandarinn eigi raun- ar við um fjárfestingar sínar í MP banka. „Það töldu allir okkur galna að koma með ferska peninga til Íslands og endurreisa lít- inn banka. En það hefur tekist vel. Ytra um- hverfið hefur líka þróast í rétta átt, en það er mun jákvæðara en fyrir átján mánuðum þegar við létum slag standa.“ Pólitískt getuleysi Í viðtali sem ég átti við þig þegar tilkynnt var um þá ákvörðun gagnrýndir þú stefnu- leysi stjórnvalda. Skilyrði að vinnan sé skemmtileg TÆKIFÆRIN LIGGJA ÚTI Á LANDI, AÐ SÖGN SKÚLA MOGENSENS, SEM SEGIR FERÐAMENN SÆKJA FYRST OG FREMST Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU. HANN KEMUR VÍÐA VIÐ OG TALAR UM UPPBYGGINGU Á AUSTURLANDI, PÓLITÍSKT GETULEYSI, ÓVISSUNA SEM VIÐ- SKIPTALÍFIÐ BÝR VIÐ, NÝJA FLUGFLOTANN, FERÐINA Á GRÆNLANDSJÖKUL OG MARGT FLEIRA. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.