Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 8
Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Við þurfum meiri von,“ sagði góður maðurvið mig þegar við ræddum nýlega mikil-vægustu verkefnin framundan. Í dag- legum störfum sínum á Landspítalanum tekst þessi maður á við stærstu viðfangsefni lífsins og hann sagði að sér þætti svo mikilvægt að við sem þjóð töluðum bjartsýni, kjark og kraft hvert í ann- að. Hann minnti mig á skyldur okkar sem störfum í stjórnmálum og hvatti mig til að muna eftir von- inni, mætti hennar og nauðsyn. Þetta er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Hún er sérstaklega mik- ilvæg núna þegar stjórnmál virðast oft snúast um eitthvað allt annað en að tala fyrir framtíðinni, tækifærunum og hvernig við ætlum að gera sam- félagið betra. Með öðrum orðum höfum við varið alltof miklum tíma í eitthvað annað en að tala fyrir voninni. Sú staðreynd breytir þó engu um það hversu lánsöm við erum og hversu mikla von við getum átt og eigum. Landið okkar er fullt af tækifærum. Þessi tækifæri felast í hinum fjölmörgu auðlind- um; orkunni, hafinu og náttúrunni. Við eigum undurfagurt og sérstakt land sem laðar að sér sí- fellt fleiri gesti og innviðir samfélagsins eru traustir. Ekkert af þessu felur þó í sér fleiri tækifæri eða meiri von en fólkið sem hér býr. Hér býr hörku- dugleg þjóð, vel menntuð, réttsýn og full af bar- áttuhug. Við kunnum að hafa fyrir hlutunum og við leggjum mikið á okkur til að ná árangri. Og við búum í einu helsta lýðræðisríki veraldar, þar sem þátttaka er öflug og almenn og þar sem skynsemi fólksins tekur völdin þegar þess gerist mest þörf. Þess vegna er svo mikilvægt að ræða það sem við eigum og getum ekki síður en það sem við eig- um ekki eða getum ekki. Tækifærin eru hér og þau á að nýta. Það mun gefa okkur nýja von. Von um betri tíma og von um að morgundagurinn verði enn betri en dagurinn í dag og sameiginlega takist okkur að bjóða íbúum þessa lands allt hið besta. Vonin býr fyrst og síðast í fólkinu sjálfu. Eins og með aðrar auðlindir þá þarf að virkja þá auð- lind og það verður best gert með því að ein- staklingarnir sjálfir ráði sem mestu um eigið líf. Fólkið í landinu á ekki að þurfa að treysta á ríkið til að leysa öll sín vandamál. En það verður að geta treyst því að stjórnmálamenn sinni því sem skiptir máli og að þeir tali fyrir framtíðinni. Við virðumst of oft gleyma okkur í dægurþrasi um eitthvað sem skiptir ekki öllu máli á meðan fólkið í landinu biður um það sem mestu skiptir; betri lífs- kjör og bjartari framtíð fyrir sig og börnin sín. Það er mikil áskorun að tala fyrir betri framtíð og enn betra Íslandi. Þar skiptir miklu að tala fyr- ir voninni. Það er áskorun sem ég og allir stjórn- málamenn eigum að taka. Að eiga von *Vonin býr fyrst og síðastí fólkinu sjálfu. Eins ogmeð aðrar auðlindir þá þarf að virkja þá auðlind og það verður best gert með því að einstaklingarnir sjálfir ráði sem mestu um eigið líf. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hannabirna.krisjansdottir@reykjavik.is Að gefa vinnu sína Umræða um að Kastljós geti ekki greitt tónlistarfólki fyrir að koma fram í þættinum fór hátt í vikunni, ekki síst á Facebook. Fríða Björk Ingvarsdóttir: „Ætli sviðshönn- uðir, rafvirkjar, ræstitæknar, ljósa- meistarar, upp- tökuséníin, þulir, fréttamenn, hús- verðir og allir hinir sem sjá okkur fyrir ágætu sjónvarpi fái ekki borgað fyrir vinnuna sína? Séu kannski bara rosa spenntir að vinna ókeypis til að kynna sig eins og tónlistar- mennirnir?“ Margir deildu líka mynd Hugleiks Dagssonar, „Þrjú bull sem starf- andi listamenn heyra reglulega“. Bullið er að þetta sé góð auglýsing fyrir þá, þeir fái að gera það sem þeir vilja og að þetta verði bara gaman. Páll Ragnar Pálsson tók undir þetta sjónarmið: „Ég vona að þessi umræða eigi ekki eftir að einskorð- ast við Kastljós og verði til þess að fleiri tónlistarmenn segi nei við ókeypis spilamennsku hvar sem er. Að tónlistarmaður eigi að koma ein- hversstaðar fram ókeypis vegna þess að það sé svo góð auglýsing fyrir hann er vonlaus hugmynda- fræði. Þegar tónlistarmaður kemur fram ókeypis er hann ekki bara að skemma starfsgrundvöllinn fyrir sjálfum sér heldur kollegum sínum líka. Það segir sig sjálft að ef einhver biður tónlistarmann um að vinna ókeypis fyrir sig má gera ráð fyrir að oft sé hann sjálfur að hagnast á vinnu tónlistarmannsins. Er það eðlilegt?“ Bjartsýnt Bændablað Bergþór Pálsson lýsti yfir ánægju sinni með Bænda- blaðið á Facebook: „Mikið dæmalaust er Bændablaðið heimilislegt, fróðlegt og hressilegt blað. Þar er sagt frá bjartsýnu og kraftmiklu fólki (eins og Íslendingar eru almennt) sem er að prófa margt nýstárlegt, auk þess sem húmorinn flýtur með í góðum skammti í vísna- þættinum. Mæli með þessu fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá allter- aðfaratilandskotans.is.“ AF NETINU Þótt það hljómi ef til vill einkennilega þá er eitt mest sótta jólahlaðborðið hver jól ekki á fínum veitingastað heldur í byggingarvöru- verslun. Húsasmiðjan og Blómaval í Skútuvogi hafa boðið upp á jólahlaðborð frá árinu 2009. Hlaðborðið er fjarri því smátt í sniðum því jafnan eru um tíu þúsund skammtar afgreiddir á þeim fjórum vikum sem jólahlaðborðið stendur. Eitt og hálft tonn af purusteik fer ofan í gesti hlaðborðsins, um 400 lítrar af sósu og hálft tonn af síld svo dæmi séu tekin. „Matseðillinn er hefðbundinn, að danskri fyrirmynd, með síld, reyktum laxi, paté og ekta danskri purusteik sem uppistöðu og svo er þetta kryddað með ýmsum réttum og nú eftirrétti, sem ekki hefur verið innifalið áður en okkur þótti vanta í fyrra,“ segir Rósa Valdi- marsdóttir en allur matur er eldaður á veit- ingastað Húsasmiðjunnar, Kaffi Garði, undir hennar handleiðslu. Jólahlaðborðið í Skútuvogi er opið alla daga fram að jólum milli kl. 18 og 20 og að auki frá 12-14 um helgar. Um 10.000 gestir sækja jólahlaðborðið í Skútu- vogi ár hvert. Rósa Valdimarsdóttir fyrir miðju. Morgunblaðið/Kristinn Hálft tonn af síld afgreitt í Húsasmiðjunni um jólin Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fer fram 25. og 26. janúar á næsta ári en nýlega var listi þátttakenda opinber- aður. Tólf lög keppa til úrslita en mesta athygli vekur að tvær íslenskar söngdívur bítast þar um vinningssætið – þær Birgitta Haukdal og Elíza Newman. Birgitta greindi nýlega frá því í sænsku viðtali að ef hún væri með rétt lag í höndunum gæti hún hugsað sér að keppa aftur fyrir Íslands hönd í keppninni svo ljóst er að henni þykir mikið varið í lagið. Þá hefur Elíza nýlega gefið út sólóplötuna Heimþrá. Lagið sem Birgitta syngur nefnist Meðal andanna og lag Elízu kallast Ég syng! 240 lög bárust í keppnina en aðrir sem eiga lög í henni eru m.a. Hallgrímur Óskarsson, María Björk Sverrisdóttir, Sveinn Rúnar Sig- urðsson og Örlygur Smári. Dívur keppa til úrslita Evróvisjónkeppnin á næsta ári fer fram í Svíþjóð en Loreen vann keppnina á síðasta ári.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.