Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Page 18
S igurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason fóru í fylgd Memfismafí- unnar til Kúbu í sept- emberlok þar sem tekin var upp ellefu laga plata, Okkar menn í Havana. Þeir voru ánægðir með ferðina og ekki síður afrakstur hennar en platan kom út fyrir helgi. Með í för voru Guðmundur Kristinn Jónsson sem stjórnaði upptökum, Samúel Jón Samúels- son og Tómas R. Einarsson. Tómas kom þeim í kynni við góð- an hóp hljóðfæraleikara sem spila á plötunni en þetta var í áttunda skipti sem Tómas heimsækir landið svo hann var líka sjálfskipaður fararstjóri. Heimildarmynd, sem var tekin á Kúbu, fylgir útgáfunni. Sigurður Guðmundsson og Memfisamfían hafa áð- ur sent frá sér tvær plötur, Oft spurði ég mömmu og jólaplötuna Nú stendur mikið til. Hljóðverið Egrem er gamalt og sögufrægt, eins og svo margt annað á Kúbu, og er til húsa í miðbæ Havana. „Við vorum innilokaðir í átta tíma á dag í heila viku. Loftræstingin var biluð í upptökusalnum. Strákunum var sjúklega heitt á meðan við Kiddi vorum að drepast úr kulda í upptöku- stjórninni,“ segir Bragi en á kerfinu var bara ein stilling. „Þetta var eins og að vera í mjólkurkælinum í Bónus.“ Í svitakófi allan daginn „Við unnum frá tíu á morgnana til fimm, sex á daginn, en í þessum hita er ekki hægt að vinna mikið lengur. Maður var í svitakófi meira og minna allan daginn,“ segir Siggi en vinnuaðferðin reyndist vel. „Við fórum út með lög í farteskinu og ákváðum að vinna plötuna þarna úti. Við komum heim með nánast fullunna plötu og það þurfti ekki mikið að snurfusa,“ segir Bragi. Greinilegt er að ferðin hefur haft mikil áhrif á þá þótt þeim hafi litist misvel á það sem bar fyrir augu. „Við vorum í miðborg Havana og fórum þar um. Tommi, Sammi og Siggi höfðu komið áður og lóðsuðu okkur á réttu staðina. Við fórum ekki í mikinn túrisma en skoðuðum svolítið krárnar. Og löbbuðum heilmikið um. Tókum svona „light“ túristapakka á þetta,“ segir Bragi. „Áreitið þarna er svakalegt. Það eru allir að selja þér vindla eða frænkur sínar eða allt þar á milli,“ segir hann. „Ég hef aldrei lent áður í því að labba út úr leigubíl og þar standa strax tveir menn að bjóða mér bíl. Það er það skrýtnasta sem ég hef lent í.“ „Bragi komst vel að orði á svona þriðja, fjórða degi þegar hann var bú- inn að átta sig á því hvernig honum leið,“ segir Siggi og Bragi útskýrir. „Mér leið eins og hraðbanka! Það voru allir að reyna að taka pening út OKKAR MENN Í HAVANA Bara ein Kúba SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, BRAGI VALDIMAR SKÚLASON OG FÉLAGAR ÞEIRRA Í MEMFISMAFÍUNNI FÓRU MEÐ LÖG Í FARTESKINU TIL KÚBU Í SEPTEMBERLOK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Siggi í mögnuðum fé- lagsskap en heimamenn voru jafnan ánægðir með skeggið hans. Stund milli stríða. Tómas kælir sig í loftkælda upptökuklefanum. Bragi kominn í „hljómsveitarbúninginn“; skærgula skyrtu að kúbönskum hætti. *Við sáum einaauglýsinguþarna og hún var fyrir Maggi-súpur og var utan á bíl. Sammi á bókamarkaði í Havana. Úrvalið var ekki mikið og samanstóð mest- megnis af bókum um Che Guevara eða Fidel Castro. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Ferðalög og flakk NÚNA 30.000 KR. AFSLÁTTUR UMBRIA 2 sæta sófi. B:180 D:87 H:80 cm. 3 sæta: B:250 D:88 H:78 cm. Tungusófi: B:250 D:87 H: 80 T: 163 cm. Einnig til tungusófi XL. Þrír litir. 149.990 VERÐ FRÁ: 169.990 TVEGGJA SÆTA B:180 CM 169.990 VERÐ FRÁ: 189.990 ÞRIGGJA SÆTA B: 220 CM 219.990 VERÐ FRÁ: 249.990 TUNGUSÓFI NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a rd . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 6 HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili OPIÐ ALLA HELGINA! 12 MÁNAÐA VAXTALAUS LÁN SÓFAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.