Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Heilsa og hreyfing É g var sex ára þegar for- eldrar mínir skráðu mig á karatenámskeið hjá Fylki og þar er ég enn að æfa karate, tíu árum síðar,“ segir Helga Kristín Ingólfsdóttir. Helga Kristín hefur vakið mikla athygli í þáttunum Dans dans dans. Áhorf- endur völdu hana og meðdansara hennar, Birki Örn Karlsson, til að dansa áfram í þáttunum. Helga Kristín er 16 ára og ótrúleg spörk hennar, sem geta náð langt upp í loft, eiga bæði rætur sínar í karate og ballett. „Ég var fjörugur krakki og þurfti aga og karate er mjög góð leið til að öðlast hann en íþróttin snýst mikið til um sjálfsaga. Ball- ett og karate er góð blanda og þessi áhugamál styrkja í raun hvort annað. Líkamsstyrkur þjálf- ast mikið í karate sem hjálpar mér svo í dansinum og í dansinum þjálfa ég liðleikann sem gagnast mér mjög vel í karate. Margir trúa því oft ekki að þetta geti átt saman en þetta er frábært saman. Ég fæ reyndar stundum að heyra að í karate dilli ég of mikið mjöðm- unum.“ Spörkin sem sést hafa í dans- inum á RÚV liggja greinilega vel fyrir Helgu Kristínu. Hún viður- kennir að hún sé sérstaklega góð í þeim og eigi auðvelt með að skjóta fótunum í all- ar áttir. „Ég hef ekki enn getað valið á milli ballettsins, sem ég æfi hjá List- dansskólanum, og karateíþrótt- arinnar enda þarf ég þess ekki strax. Í framtíðinni er draum- urinn þó að verða dansari og fara út í skóla en ég myndi samt alltaf hafa karate með til að fá útrás. Karate snýst ekki síður um and- legu hliðina. Það er nauðsynlegt að kunna að lesa andstæðinginn og vera við öllu búinn þannig að jú, það mætti segja að þetta væri góð þjálfun í því að ímynda sér og reikna út.“ Mun fleiri strákar æfa karate en stelpur en Kristín Helga segir að íþróttin henti báðum kynjum full- komlega. „Það er nokkuð misjafnt milli ára hversu margar stelpur æfa karate. Þær eru ekki margar á mínum aldri núna en í yngri flokk- unum eru þær þó nokkrar. Þetta er frábær leið til að fá útrás, vinna með þrek og styrk og mikil jafn- vægislist. Um leið er agaæfingin meðal annars fólgin í því að ganga ekki of langt í bardaganum.“ KARATEGRUNNUR GÓÐUR FYRIR BALLETT Sparkandi dansarinn ENGAN ÞARF AÐ UNDRA AÐ HELGA KRISTÍN INGÓLFS- DÓTTIR, SEM VAKIÐ HEFUR MIKLA ATHYGLI Í DANS DANS DANS, EIGI LANGAN FERIL AÐ BAKI Í KARATE. ÞAÐ SÉST GLÖGGT Á MÖGNUÐUM DANSSPÖRKUM HENNAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Helga Kristín hefur sýnt og sannað í Dans dans dans að karate er góður grunnur fyrir flott dansspor. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Kristín er Árbæingur sem hefur alla tíð æft karate með Fylki. Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur unnið marga titla í karate, bæði Íslandsmeist- aratitla og Grand Prix titla í Kumite og Kata. Fyrr á þessu ári keppti Helga Kristín á Norðurlandameistaramótinu í ka- rate fyrir hönd karatedeildar Fylkis en mótið fór fram í Svíþjóð. Á mótinu náði hún að landa brons- verðlaunum. Helga Kristín var í landsliðinu í karate og keppti fyrir Íslands hönd. Helga Kristín er sextán ára, lauk grunnskólagöngu í Árbæjarskóla en stundar nú nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Auk þess æfir hún ballett hjá Listdansskólanum en þegar hún var yngri æfði hún lengi vel samkvæmisdansa. Þrátt fyrir að Helga Kristín geti hugsað sér að leggja dansinn alveg fyrir sig í fram- tíðinni segir hún að alltaf muni hún iðka karate með. FARSÆLL FERILL Í KARATE Fékk brons á Norðurlandameistaramótinu Helga Kristín Ingólfsdóttir dansari og ka- ratemeistari *Líkams-styrkurþjálfast mik- ið í karate sem hjálpar mér svo í dansinum og í dansinum þjálfa ég lið- leikann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.