Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 24
*Heimili og hönnunVeggljós, loftljós og lampar af öllum stærðum og gerðum geta nýst í að lýsa upp skammdegið »26 A ð mörgu var að huga við hönnun staðarins í upp- hafi en við vildum að aðaláherslan væri á skemmtilega upplifun,“ segir vöruhönnuðurinn Marý um útgangspunktinn við hönnun Noodle Mama – veitingastaðarins í Stokkhólmi. „Að sama skapi vildum við að staðurinn væri aðlaðandi og þannig að hann byði fólk velkomið þó svo að það staldraði ekki lengi við eins og vaninn er með skyndibitastaði,“ bætir hún við. Lagði Marý fljótlega ákveðna hugmynd að innréttingum og stemningu fyrir eigendurna Árna Þór Vigfússon, Mariko Margréti Ragnarsdóttur og Grétar Berndsen, sem strax tóku vel í þær en þau tóku einnig virkan þátt í öllu ferlinu. Hefur hug- myndin fengið að halda sér nokk- uð óbreytt frá byrjun auk þess sem ýmislegt sniðugt hefur bæst við sem ekki var fyrirséð í upphafi. Nafngiftin Noodle Mama lá fljótlega fyrir og í kjölfarið þróaði Marý hugmyndina að merki staðarins. Var auðséð að það, sem og öll önnur hönnun, yrði undir asískum áhrifum en Noodle Mama sérhæfir sig í hollum japönskum soba-núðluréttum. „Noodle Mama-merkið þurfti að hafa margt til að bera. Hún býður alla vel- komna, er glaðleg, pínu fyndin og per- sónuleg auk þess að sem merki þurfti hún að vera fersk, girnileg og áberandi,“ segir Marý. Þykir hafa tekist afar vel til en merkið þykir ná að fanga vel stemninguna sem lagt var upp með. Auk þess hefur ýmislegt annað skemmtilegt þróast út frá merkinu að sögn Marýar, sem komið hefur bæði henni og eigendunum skemmtilega á óvart. „Árna Þór, einum eig- andanum, datt t.d. í hug að búa til ævintýri með þessum þremur per- sónum; núðlu-mömmunni og krökkunum tveimur. Ég þróaði hugmyndina síðan í þá átt sem síðar varð, þ.e. að setja Noodle Mama og fjölskyldu í ýmsar þekktar aðstæður,“ segir Marý. Í góðra vina hópi komu upp hugmyndir að tilbrigðum við ýmsar kvik- myndir, skáldverk og annað sem Marý notaðist síðar við. Varð úr að til urðu veggskreytingar sem sýndu fjölskylduna m.a. ganga yfir Abbey Road að hætti Bítlanna o.fl. Veggskreyting- arnar þróuðust yfir í bakka sem vakið hafa athygli viðskiptavina auk þess sem Marý hannaði allar umbúðir, skilti og boli fyrir starfsfólk auk ýmissa merkinga fyrir staðinn. Þá tók hún einnig þátt í hönnun allrar skjágrafíkur, heimasíðu, lýsingar og ann- arra nauðsynlegra þátta. Þótt stutt sé síðan Noodle Mama var opnaður mælist staðurinn þegar vel fyrir en fjallað hefur verið um hann á ýmsum sænskum miðlum. Þykir hann fersk og spennandi nýjung á sænska skyndibita- markaðnum. Marý, sem búið hafði í Svíþjóð frá árinu 2008, flutti nýverið til Los Angeles, þar sem hún nú býr og starfar. Þrátt fyrir að vera komin yfir á vesturströnd Banda- ríkjanna hefur hún samt ekki sagt skilið við Noodle Mama. Sinnir hún áfram hönnun fyrir staðinn eins og þarf og heldur góðu sambandi við Stokkhólm. Vinnur hún þessa dagana að hönnun ýmiss konar kynningarefnis fyrir No- odle Mama auk þess að sinna eigin hönnun og öðrum verkefnum. Skiltin sem benda á salerni staðarins. NÚÐLUMAMMAN BÝÐUR ALLA VELKOMNA Íslensk hönnun í Stokkhólmi FYRIR SKÖMMU VAR OPNAÐUR Í STOKKHÓLMI JAPANSKI NÚÐLUSTAÐURINN NOODLE MAMA, SEM ER Í EIGU ÍSLENDINGA. AUK ÞESS SEM EIGNARHALDIÐ OG HUGMYNDIN ERU ÍSLENSK VAR VÖRUHÖNNUÐURINN MARÝ FENGIN TIL AÐ SJÁ UM ALLA HÖNNUN STAÐ- ARINS, JAFNT AÐ UTAN SEM INNAN OG NIÐUR Í HINA ÝMSU SMÁHLUTI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hönnuðurinn Marý (t.v.) og vinkona hennar, Anna Leck- ström, gæða sér á Soba-núðlum. Léttur og skemmtilegur andi svífur yfir vötnum á Noodle Mama.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.