Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Page 28
að taka mjög svo ódýran bita af kjöti sem flestir hefðu ekki nennt að nota og umbreyta honum í dásemd fyrir bragðlauk- ana,“ segir Ragnar. Áhugann á eldamennskunni má rekja til foreldra Ragnars sem eru miklir matgæðingar. Ragnar segist svo hafa haldið áfram af aðeins meiri þráhyggju en þau. Mataráhuginn er svo smám saman að smitast til tveggja eldri barna Ragnars sem eru orðin liðtæk sem aðstoðarmenn í eldhúsinu. Íslenska lambakjötið er í miklu uppáhaldi hjá honum og þá sérstaklega framparturinn sem hann segir besta bita sem hægt sé að komast í. „Ég hef verið svo heppinn að fá reglulegar heimsóknir og þá er þetta flutt til mín. Ég tek lambakjötsbita upp í leigu og uppihald. Þeir sem heimsækja okkur vita að það er nauðsynlegt að koma annaðhvort með íslenskt lamb eða smjör sem gjaldmiðil fyrir gistingu,“ segir Ragnar. LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU Frampartur besta kjötið HANN BÝR Í LUNDI ÁSAMT KONU SINNI OG ÞREMUR BÖRNUM, ER SÉRFRÆÐINGUR Í LYFLÆKNINGUM, LAUK NÝLEGA NÁMI Í GIGTARLÆKNINGUM OG HEFUR EINNIG VERIÐ TITLAÐUR ÁHUGAKOKKUR. SÁ TITILL DUGAR SKAMMT TIL AÐ FANGA ÁSTRÍÐU RAGNARS FREYS INGVARSSONAR FYRIR MATSELD. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Ragnar Freyr ásamt syni sínum Vilhjálmi Breka sem er orðinn ansi liðtækur í eldhúsinu þrátt fyrir ungan aldur. *Matur og drykkir Undir merkjum hráfæðis má reiða fram dýrindis kökur og sætindi segir Sólveig Eiríksdóttir »30 MAROKKÓSKUR LAMBAFRAMPARTUR 1 lambaframpartur 2 kúfaðar tsk. brodd- kúmen 2 kúfaðar tsk. kóríander- fræ 1 tsk. súmak 2 hvítir laukar 2 gulrætur 2 sellerístangir 4 hvítlauksrif 2 kanilstangir 15 döðlur 300 ml vatn salt pipar jómfrúarolía Byrjið á því að rista brodd- kúmenið og kóríanderfræin á heitri, þurri pönnu í um það bil hálfa mínútu. Færið svo fræin yfir í mortél ásamt grófu salti og súmaki. Skerið niður laukinn, gulræturnar og sellerístangirnar og setjið í botninn á ofnpotti. Setjið yfir skvettu af olíu og svo salt og pipar. Blandið öllu vel saman. Leggið síðan fram- partinn ofan á, þið gætuð þurft að skera hálsinn af til að koma bitanum í fatið. Nuddið síðan kjötinu fyrst upp úr jómfrúarolíu og síðan kryddblöndunni. Saltið síðan og piprið. Bætið síðan hvít- lauksrifjunum ofan á lærið og setjið kanilstangir með kjöt- bitanum. Setjið vatnið í botn- inn á pottinum, lokið og setj- ið inn í forhitaðan ofn á 170 gráður í fjórar klukkustundir. Þegar ein klukkustund er eft- ir af eldunartímanum setjið þið döðlurnar í botninn með grænmetinu. KÚSKÚS-SALAT kúskús grænmetissoð ½ kúrbítur 5 sveppir ½ laukur 10 döðlur 70 g fetaostur hvítlauksolía fersk steinselja Byrjið á því að setja kúskúsið í skál og hellið síðan græn- metissoði saman við. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í fimm mínútur. Þá skerið þið niður kúrbítinn, laukinn og sveppina og steikið því næst í hvítlauksolíunni. Saxið síðan döðlurnar í bita. Blandið steikta grænmetinu og döðl- unum saman við kúskúsið. Saltið og piprið. Setjið að lokum mulinn fetaostinn saman við og skreytið með ferskri steinselju. JÓGÚRTSÓSA 200 ml grísk jógúrt 2 hökkuð hvítlauksrif ½ tsk. broddkúmen 2 tsk. sykur 2 tsk. hlynsíróp sítrónusafi salt pipar. Allt hrært saman. Þ að er svo stór hluti af áhugamálinu að sitja við og lesa matreiðslubækur og horfa á matreiðsluþætti. Þetta er bara eins og að stunda golf. Þannig að þegar ég kem heim úr vinnunni og vil slappa af þá sest ég með mat- reiðslubók og glugga í gegnum hana til að fá góðar hugmyndir. Einhver myndi kalla þetta slökunaraðferð,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti heimasíðunni laeknirinnieldhusinu.com. Hann á þúsundir aðdáenda, bæði íslenska og erlenda sem láta sig dreyma um að vera jafn færir með hráefnið og hann. Draumur aðdáendanna kemst eflaust nær því að rætast á næsta ári en Ragnar stefnir á að gefa út matreiðslubók fyrir jólin 2013. „Núna er ég mjög upptekinn af því að elda gamaldags klass- ískar uppskriftir eins og coq au vin, andabringur, bernaise-sósu og þvíumlíkt. Mikið af þessum mat er langeldað og það finnst mér alveg ofboðslega gott. Það er fátt meira verðlaunandi en *Langeldaðurmarokkóskurlambaframpartur með kúskús-salati og jógúrtsósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.