Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Matur og drykkir V insældir hráfæðis hafa vaxið stórum á undanförnum ár- um, í takt við aukna heilsuvitund fólks og áhuga á holl- ari lífsvenjum. Í eftirréttabókinni hennar Sollu kveður við aðeins nýj- an tón þar sem um ræðir eftirrétti gerða með hráfæðiaðferð. Eiga þeir það allir sammerkt að vera í hollari kantinum auk þess að vera afar einfaldir í framkvæmd. „Það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa hráfæðismatreiðsluaðferð, að það geta þetta allir,“ segir Solla. „Með því að setja til dæmis döðlur og hnetur í matvinnsluvél og þjappa síðan í form er hægt að búa til girnilega kökubotna. Síðan er mismunandi sætukrem blandað, t.d. úr hnetum, möndlumjólk og fleiru, hellt yfir og öllu skellt inn í ísskáp eða frysti. Þar er komin girnilegur eftirréttur, þ.e. kaka sem getur ekki fallið, er auk þess glúten-, eggja- og mjólkurlaus og þar með laus við algenga ofnæmisvalda,“ bætir hún við. Solla leggur áherslu á að svo lengi sem farið sé eftir leiðbeiningum og hráefnið mulið, blandað, hrært og hellt í samræmi við þær, taki matreiðslan enga stund og sé öllum fær. „Og þar sem allar uppskriftirnar byggja á góðu gráefni þá gerirðu þetta líka með góðri samvisku,“ segir höfundurinn léttur í bragði. Bætir hún við að ekki sé skilyrði að fólk hafi áhuga á hráfæði til að geta notið eftirréttanna í bókinni, þeir séu fyrst og fremst til að kæta bragðlaukana. Solla bendir einnig á að oftast þurfi litla skammta af hráfæðiseftirréttum. „Eftirréttirnir eru saðsamir, fólk verður fljótt satt og því náum við að fullnægja sætuþörfinni með frekar litlu magni af sætindum". Fjölda girnilegra uppskrifta er að finna í eftirréttabókinni að öllum mögulegum tegundum eftirrétta og sælgætis. Spannar litrófið allt frá litlu konfekti og súkkulaði, yfir í bollakökur, hnallþórur, ís og fleira. Hér gefur Solla uppskrift að himneskri hindberjahnallþóru sem finna má í bókinni. HRÁFÆÐISMATREIÐSLAN EINFÖLD Eftirréttir með góðri samvisku SÓLVEIGU EIRÍKSDÓTTUR, EÐA SOLLU Á GLÓ, ÞEKKJA ÓFÁIR. HÚN HEFUR NÚ SENT FRÁ SÉR BÓKINA „EFTIRRÉTTIR SOLLU“ ÞAR SEM HÚN KYNNIR FÓLK FYRIR GÓMSÆTUM ÁBÆTISRÉTTUM SEM ALLIR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VERA BÚNIR TIL ÚR HRÁFÆÐI OG AFAR AUÐVELDIR Í FRAMKVÆMD. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Sólveig Eiríksdóttir KÖKUBOTNAR 7 ½ dl döðlumauk 1½ dl kókosolía, fljótandi 1 ½ msk. vanilla, duft eða dropar ¼ tsk. sjávarsalt 9 dl hrat frá möndlumjólk eða fínt malaðar möndlur eða aðrar hnetur 3 dl fínt malað kókosmjöl (malað í kaffi eða kryddkvörn þar til alveg fínt) 3 dl kakóduft FYLLING 10 dl hindber, fersk eða frosin 1 dl kókospálmasykur 8 dl kasjúhnetur, sem hafa legið í bleyti í 2 klst. 2 dl chiagel (sjá uppskrift) 1 ½ dl agavesíróp 1 ¼ dl möndlumjólk 2 msk. sítrónusafi 1 msk. rauðrófusafi (gefur extra flottan lit) 1 msk. vanilla 1/8 tsk. sjávarsalt 2 msk. möluð chiafræ 3 dl kókosolía MILLILAG 2 dl hindber, fersk eða frosin BOTN Setjið döðlumauk, kókosolíu, vanillu og salt í matvinnsluvél (má nota hrærivél) og blandið vel saman. Bætið út í möndlumjöli/hrati, kók- osmjöli og kakódufti og látið blandast vel saman. Skiptið deiginu í tvennt – setjið helm- inginn í form og látið formið strax inn í frysti – geymið hinn helminginn við stofuhita þar til sett í formið FYLLING Ef þið notið frosin hindber, takið þau út úr frystinum og látið þiðna áður en þið notið þau. Setjið hindberin í blandara og maukið, bætið kókospálmasykrinum út í og blandið saman. Bætið kasjúhnetunum, chiageli, aga- vesírópi, möndlumjólk, sítrónusafa, rauð- rófusafa, vanillu og salti út í. Blandið þar til allt er vel blandað saman. Bætið möluðum chiafræjum og kókosolíu út í og klárið að blanda. Skiptið fyllingunni í tvennt. Setjið helminginn á botninn. Bætið millilaginu, hind- berjunum ofan á og setjið inn í frysti þar til fyllingin hefur stífnað. Setjið restina af botn- inum ofan á, látið inn í frysti svo botninn stífni og hægt sé að setja fyllinguna ofan á. Látið kökuna stífna inni í kæli eða frysti. Skreytið með fullt af ferskum berjum. HIMNESK HINDBERJAHNALLÞÓRA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.