Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 vel í hendi miðað við stærð hans, rúnnaðir kantar gera að verkum að hann virðist minni. Bakið á honum er ekki eins stamt og á gömlu gerð- inni. Einna best er að lýsa símanum sem stækkaðri útgáfu af Samsung Galaxy S III hvað útlitið varðar, en hornin eru þó ekki eins rúnnuð. Eitt af því sem vakti hvað mest umtal á sínum tíma var að með sím- anum fylgir eins konar penni sem ætlaður er til að skrifa á skjáinn, teikna á hann eða nota eins og mús. Penninn í Note II er heldur stærri en á gömlu týpunni og mun betra að halda á honum. Nú er svo búið um hnútana að viðeigandi forrit hrökkva í gang þegar penninn er tekinn úr slíðrinu og mun betra að nota hann að öllu leyti, enda skynjar hann nú 1.024 snertipunkta, en ekki 256 eins og í eldri gerðinni, og er að auki næmari á þrýsting. Þeir sem eiga fyrstu Note-gerðina og nota pennann mikið fá því mikið út úr því að fá sér nýjan síma. Ýmsar þægilegar skipanir bætast líka við og sitthvað endurbætt í forritum sem styða hann. Samsung Note II er fyrir- tak fyrir þá sem eru með stóra vasa, eða í leit að einhverju sem brúar bilið á milli spjaldtölvu og farsíma; ekki of stór fyrir símtöl og nógu stór fyrir flest annað. Ekki er hægt að frýja Samsung-stjórum dirfsku, eins og sannaðist áSamsung Galaxy Note-símanum sem kom á markað fyrir rétt rúmuári. Sá sími skar sig nefnilega úr fyrir það hvað hann var stór, skjárinn 5,3" og síminn allur 14,6 x 8,3 x 0,9 sm að stærð og 178 g að þyngd. Til samanburðar var Samsung Galaxy S II, sem þá var söluhæsti sími Samsung, 12,5 x 6,6 x 0,8 sm að stærð. Fjölmargir kunnu þó að meta svo stóran síma sem sannast best á sölutölum: Ríflega tíu milljón eintök hafa selst af Sam- sung Galaxy Note. Flest bend- ir svo til þess að ný gerð símans, Samsung Galaxy Note II, muni selj- ast ámóta vel ef ekki betur en þess má geta að frá því hann kom á markað í lok sept- ember hafa selst af honum þrjár milljónir eintaka. Nýi Note-inn er hærri en fyrirrennarinn, 15,1 sm, aðeins mjórri og aðeins þynnri og fimm grömm- um þyngri. Ég er kannski ekki ýkja hand- nettur, en mér finnst síminn fara merkilega STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI NÝR FARSÍMI FRÁ SAMSUNG, GALAXY NOTE II, ER STÆRRI UM SIG EN GENGUR OG GERIST. ÞAÐ EYKUR EÐLILEGA NOTAGILDIÐ OG KEMUR EKKI Á ÓVART AÐ HONUM HEFUR VERIÐ EINKAR VEL TEKIÐ. Græja vikunnar * Skjárinn á nýja Note-inumer 5,55" HD Super AMOLED með upplausnina 720 x 1280 díla. Myndavélarnar eru tvær, sú á bak- inu 8 MP með sjálfvirkum og snertifókus, LED-flassi og hristi- vörn. Á framhliðinni er hún 1,9 MP. Hægt er að taka HD-mynd- skeið og ljósmyndir samtímis. * Það er varla að þurfi aðtaka það fram að síminn styður allar gerðir GSM-kerfa og líka 3G og 4G, 800, 900, 1800 og 2600 MHz. (Nova hefur verið með til- raunaleyfi fyrir 4G á 1800 MHz, en Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út 800 MHz og 1800 MHz tíðnisvið á næstunni.) ÁRNI MATTHÍASSON * Síminn er verulega spræk-ur, enda með 1,6 GHz fjögurra kjarna örgjörva. Hann er með innbyggt útvarp, GPS og tilheyr- andi. Hann spilar öll helstu víd- eósnið og er með sjónvarps- útgang um sérstakt HDMI-- millistykki, sem fylgir ekki. Rafhlaðan dugir allt að 35 tíma í tali og 980 í bið. „líkað“ við síðu fyrirtækisins á Fa- cebook. Á sama tíma var breytt algóritma sem stjórnar því hvernig stöðufærslur fyrirtækja birtast. Margir eru ósáttir við þessa nýju gjaldheimtu Facebook. Fyrirtæki sem hafa lagt í talsverðan kostnað við að kynna Facebook-síðu sína og safna þar vinum, telja að verið sé að koma aftan að þeim með því að leggja nú gjald á að koma skila- boðum til þessa hóps. Einn þeirra F acebook mun alltaf verða frítt“ var staðhæft í stöðu- færslu á Facebook-síðu fyr- irtækisins í fyrra til að kveða niður þrálátan orðróm um að það hygðist byrja að rukka not- endur fyrir afnot af vefnum. En vegurinn til heljar er varðaður góð- um áformum. Í haust hóf Facebook að taka gjald fyrir að tryggja að stöðufærslur fyrirtækja sæjust á síðum sem flestra þeirra sem höfðu sem hafa gagnrýnt Facebook harð- lega fyrir þessa breytingu er net- frömuðurinn vellauðugi, Mark Cub- an sem meðal annars á liðið Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Cuban sagði á Twitter að Facebook væri „að klúðra þessu“ og að hann myndi leggja mun meiri áherslu á notkun annarra samfélagsmiðla í markaðs- setningu Dallas Mavericks, líkt og Twitter og nýja útgáfu MySpace. Facebook hefur aftur á móti haldið því fram að þessum breytingum sé fyrst og fremst ætlað að bæta reynslu notenda og minnka magn „ruslpósts“ frá fyrirtækjum og gera gæðaefni hærra undir höfði. Fa- cebook hefur átt í erfiðleikum með að réttlæta þær væntingar sem gerðar voru til fyrirtækisins þegar það var skráð á markað fyrr á árinu. Cuban og fleiri gagnrýnendur telja að Facebook sé fyrst og fremst að reyna að auka tekju- Facebook til frambúðar? FACEBOOK SÆTIR GAGNRÝNI FYRIR EINHÆFT TEKJUMÓDEL, EN GOOGLE+ VIRÐIST AFTUR Á MÓTI VERA AÐ SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com *Það er hætt viðað ef Facebookreynir að auka vægi auglýsinga í upp- lifun notenda snúi þeir fljótt baki við vefnum. Græjur og tækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.