Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 42
*Fjármál heimilannaÞað getur kostað sitt að reka bíl en að mati Brynhildar Pétursdóttur er bíll ekki nauðsynlegur Í síðustu pistlum frá Stofnun um fjármálalæsi hefur nokkuð verið fjallað um neysluvenjur Íslendinga og hefur veriðnotast við upplýsingar úr Meniga-hagkerfinu. Í dag er fjallað um fyrirbærið Meniga, hvað það er og hvernig þaðgetur hjálpað fólki að ná betri yfirsýn yfir heimilisfjármálin á einfaldan og skemmtilegan hátt. Meniga er heimilisfjármálahugbúnaður sem byggist á nýjustu netttækni og auðveldar fólki að stjórna heimilisfjár- málum sínum og í framhaldinu nýta peninga sína á sem bestan máta. Meniga flokkar sjálfkrafa allar færslur af banka- reikningum og greiðslukortum óháð viðskiptabönkum og jafnvel færslur frá mörgum bönkum. Þannig fær fólk góða yfirsýn yfir fjármálin sín á myndrænan og skýran hátt. Meniga aðstoðar notendur við gerð fjárhagsáætlana, en byggt á fjárhagssögu notenda eru gerðar sjálfkrafa áætlanir. Standi vilji til breytinga geta notendur á einfaldan hátt breytt þeim áætlunum og til dæmis sparað við sig í ákveðnum vöruflokkum. Þá er hægt að fá sendar reglulegar tilkynningar í tölvupósti um hvernig gengur að fara eftir áætlununum og fá þannig aðhald. Notendur geta borið sig saman við hópa annarra notenda, til dæmis við þá sem búa í sama póstnúmeri, eru á sama aldursbili eða tilheyra sömu fjölskyldustærð. Með því að læra af neyslumynstri annarra opnast ýmis tækifæri til breytinga á neysluvenjum sem dregið geta úr kostnaði og bætt fjárhag heimilisins. Einnig geta notendur tekið krossapróf með tölum úr eigin bókhaldi og þannig komist að því hversu vel þeir þekkja eigin fjárhag. Meniga fór fyrst í loftið árið 2009 og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Núna nota 21,3% íslenskra heimila Meniga til að stjórna 850.489.341.000 kr. Fyrirtækið er orðið leiðandi á sínu sviði í Evrópu og stefnir á að hugbúnaðurinn verði aðgengilegur um fjórum milljónum manna um allan heim á næsta ári. Gagnaöryggiskröfur og aðgangsstjórnun Meniga jafnast á við bankaöryggi. Ennfremur er aldrei unnið með per- sónugreinanleg gögn í tölfræðilegum samantektum. Meniga er ókeypis fyrir notendur og er í samstarfi við helstu við- skiptabanka og kortafyrirtæki. Hægt er að fá frekari upplýsingar um Meniga á www.meniga.is. Höfundur situr í ráð- gefandi stjórn Meniga. Aurar og krónur HVAÐ ER ÞETTA MENIGA? TÖLURNAR Á BAKVIÐ MENIGA 21,3% íslenskra heimila nota Meniga til að stjórna 850.519.189.000 kr. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs í ár verði 533.200.000.000kr. eða 63% af Meniga hagkerfinu og verg landsframleiðsla 2011 var áætluð 1.626.335.000.000 kr. BREKI KARLSSON B rynhildur Pétursdóttir og Guðmundur H. Sigurðarson á Akureyri höfðu velt því fyrir sér að prófa að vera bíllaus um tíma, en höfðu sig ekki í það á meðan enn þurfti að skutla börnunum reglulega á íþrótta- æfingar. Svo gafst óvænt tækifæri. Eftir að ekið var á bílinn vildi tryggingafélagið kaupa hann. „Krakkarnir eru orðnir 18 og 15 ára og engin vorkunn að ganga eða hjóla lengri vegalengdir og því ákváðum við að láta á þetta reyna,“ segir Brynhildur. Daginn sem hún skilaði bílnum var Brynhildur í hálfgerðu áfalli, „því maður er svo háður bílnum; mér fannst eins og verið væri að rífa af mér tvo fingur!“ Hjónin vildu spara en jafnframt temja sér hverfisvænni lífsstíl. „Ak- ureyringar keyra ótrúlega mikið þrátt fyrir stuttar vegalengdir. Við litum á þetta sem tækifæri til að „afbílast“ og þegar við síðan kaup- um nýjan bíl munum við vonandi nota hann skynsamlegar.“ Brynhildi reiknast svo til að fjöl- skyldan spari 40 þúsund krónur á mánuði að minnsta kosti, þegar gert er ráð fyrir rekstrarkostnaði. Það er tæp hálf milljón á ári. Sjá má tölur frá FÍB varðandi meðaldýran bíl á grafinu til hliðar. „Þetta er miklu auðveldara en ég hefði trúað. Þegar fólk þurfti að skipta um dekk eða moka bílana úr skafli gekk maður bara af stað í vinnuna! Við búum á góðum stað, það er stutt í allt á Akureyri og svo er frítt í strætó. Það er helst að börnin séu stundum óhress, finnist það kjánalegt að eiga ekki bíl og finnist við pínu lúserar!“ Þau áttu Skoda Octavia 2004. „Það er góður bíll sem við vorum ákveðin í að keyra út. Við hjónin er- um blessunarlega laus við bíla- snobb; bíllinn má gjarnan vera traustur og þarf að koma mér á milli staða. Annað er það ekki.“ Hún nefnir að bíll standi líklega á einhverju bílastæðinu í 23 og hálfan klukkustund á sólarhring að jafnaði. „Þetta er sennilega annar dýrasti hlutur sem fólk kaupir sér; ég vil því frekar eyða peningunum í ferða- lög eða að klára húsið. Svo skal ég viðurkenna að ég snobba fyrir fal- legum húsgögnum og væri miklu frekar til í að kaupa mér dýra tösku en dýran bíl!“ Brynhildur segist oft fá boð um að sitja í hjá vinum og kunningjum. „Ég er hins vegar meðvituð um að ég er ekki að spara peninga til að leggjast upp á aðra. Ég þigg stund- um far og ef mér finnst einhver vera farinn að hafa of mikið fyrir mér læt ég fólk hafa bensínpening. Það má líka fara margar leigubíla- ferðir á ári og spara samt, og svo er frítt í strætó á Akureyri.“ SPARA AÐ MINNSTA KOSTI 40 ÞÚSUND Á MÁNUÐI Ekkert mál að vera bíllaus FJÖLSKYLDA Á AKUREYRI ÁKVAÐ AÐ VERA ÁN BÍLS Í VETUR. ÞAÐ GENGUR BETUR EN NOKKUR ÞORÐI AÐ VONA. Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Grafík: Elín Esther Magnúsdóttir ee@mbl.is Brynhildur Pétursdóttir arkar til vinnu í snjónum á Akureyri. Hún er ekki lengi á leiðinni úr Víðimýri niður í miðbæ. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvað kostar að eiga bíl í eitt ár? • Ný bifreið • Verð: 3.500.000 kr. • Eignarár : 5 • 1.250 kg • 150 CO2/km • 9 l/100 km •Tryggingaflokkur 2 • Akstur á ári: 15.000 km. Bensín1): 351.000 kr. Viðhald og viðgerðir: 132.000 kr. Hjólbarðar: 53.000 kr. 1) m.v. 260 kr./l Tryggingar, skattar og skoðun: 214.300 kr. Bílastæði og þrif: 34.000 kr. Verðrýrnun: 455.000 kr. Fjármagnskostnaður: 141.750 kr. Samtals: 1.381.050 kr. á ári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.