Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 47
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 það er best að spara yfirlýsing- arnar. Það eru mörg sterk lið eft- ir í keppninni.“ Þorbjörn ber ábyrgð á liðsval- inu. „Pálína Magnúsdóttir, sem þá var bæjarbókavörður, hafði sam- band við mig í fyrra og bað mig að setja saman lið. Ég varð við þeirri beiðni og hugsaði strax til systkina minna. Það var óþarfi að flækja málið,“ segir hann. Anna Kristín samþykkti strax að vera með enda þaulreynd í keppnum af þessu tagi, tók meðal annars þátt í Hvað heldurðu?, geysivinsælum spurningaþætti Ómars Ragnarssonar í sjónvarpinu um árið og var spurningahöfundur í Gettu betur! Þá stóð valið á milli Sigurðar Þórs og Rebekku. Þegar á reyndi kom það í hennar hlut enda var Sigurður Þór, sem er fiskifræðingur, á sjó þegar fyrsta keppnin fór fram. „Eigi ég að vera alveg hrein- skilin var ég ekkert alltof spennt fyrir þessu til að byrja með,“ út- skýrir Rebekka, „en fyrst Siggi var úr leik gat ég ekki sagt nei. Þá hefði ég eyðilagt allt.“ Hún segir það mikið öryggi að vera með systkini sín til beggja handa meðan á keppninni stendur. „Ég gæti aldrei gert þetta með öðrum,“ segir Rebekka og bætir við að það geti komið sér vel að þekkjast svo náið, ekki síst í hin- um leikna hluta þáttarins, þar sem einn keppandi rís úr sæti og leikur orð á blaði fyrir hina kepp- endurna. Framhleypni eða athyglissýki? Ekki hefur verið hróflað við liðinu síðan í fyrsta þættinum en syst- kinin útiloka þó ekki að þjóðin eigi eftir að sjá Sigurð í sjón- varpssal þegar fram líða stundir. „Annars er hann ekki eins athygl- issjúkur og sumir,“ segir Anna Kristín brosandi. „Ég biðst undan því að vera sagður athyglissjúkur,“ flýtir Þor- björn sér að segja, glottandi. „Æ, já, þetta var ekki nægilega vel valið orð hjá mér, ætlaði að segja framhleypinn,“ leiðréttir Anna Kristín sig. Það þykir bróður hennar skárra. Þess má geta að Sigurður er símavinur systkina sinna í þætt- inum, að því gefnu að hann sé í landi. Um daginn var hann úti í rannsóknarleiðangri og þá hljóp sonur hans, Jón, í skarðið. Systkinin segjast ekki búa sig sérstaklega undir Útsvarið, þau reyni þó að fylgjast með sem flestum þáttum til að fá tilfinningu fyrir spurningahöfundinum og kenjum hans. „Mér finnst kepp- endur upp til hópa vera alveg ótrúlega vel að sér,“ segir Anna Kristín. „Ég dáist líka að hug- myndaauðgi spurningahöfundarins sem hefur verið þarna árum sam- an.“ Það spillir ekki heldur fyrir undirbúningi að þegar stór- fjölskyldan kemur saman um jól er alltaf spiluð Sparðatínsla (e. Trivial Pursuit). „Það fara ekki alltaf allir sáttir frá þeim leik,“ fullyrðir Anna Kristín. „Aðallega þær,“ bætir Þorbjörn við og nikkar til systra sinna. Oftast er skipt í lið eftir kynj- um, nú eða rétthentir á móti örv- hentum en svo óvenjulega vill til að helmingur stórfjölskyldunnar er örvhentur. Slógu hvergi af gegn börnunum Hvorir skyldu vera snjallari? „Örvhentir,“ svarar Rebekka undir eins. „Hún má alveg segja það,“ heyrist í Þorbirni. Ennfremur kemur á daginn að móðir þeirra svarar – fyrir bæði lið. Er hún þó sjaldnast formlegur keppandi í spilinu. „Eftirminnilegur þótti mér leik- urinn þegar við eldri systkinin vorum á móti börnunum okkar og Rebekka var með börnunum,“ seg- ir Anna Kristín. „Við slógum hvergi af og unnum góðan sigur.“ Systir hennar andvarpar. Fleiri eru um svörin, til að mynda sonur Þorbjarnar, Gettu betur-meistarinn úr MR, Jón Ás- kell. Þorbjörn kveðst einnig hafa gaman af þeirri keppni enda þótt uppleggið og nálgunin sé gjörólík. Andrúmsloftið sé afslappaðra í Út- svarinu. „Auðvitað förum við í þetta til að vinna,“ segir Anna Kristín, „en það er heldur enginn heimsendir þótt við töpum.“ „Við hljótum samt að stefna að því að gera betur en í fyrra,“ seg- ir Rebekka. Systkinin eru augljóslega býsna vel að sér, ætli það sé partur af uppeldinu. „Fánýtur fróðleikur?“ spyr Þor- björn glottandi á móti. Anna Kristín segir þau öll hafa lesið mikið í æsku og mesta furða sé hvað þau muni. Hvorki með hatt né sólgleraugu Útsvar er með vinsælustu sjón- Morgunblaðið/Golli SPURT OG SVARAÐ Óhugsandi var að sleppa liði Seltjarnarness í Útsvari án þess að leggja fyrir það tíu spurningar. Réttsvör:1.PaulaBroadwell,2.SveinnRúnarSigurðsson,3.Sigurður RagnarEyjólfsson,4.Ölfusá,5.Litháen,6.Handbókhrekkjalómsins,7. GeorgeEntwistle,8.EiríkurBjörnBjörgvinsso,9.CharlieWatts, 10.ValgerðurBjarnadóttir. Niðurstaða: 6½ stig af 10 mögulegum. 8 1/2Hvað heitir bæjarstjórinn á Akureyri? 1 David Petraeus, forstjóri bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, sagði óvænt af sér á dögunum eftir að hann varð uppvís að framhjáhaldi. Hvað heitir konan sem hann hélt við? 2 Einn og sami höfundurinn á þrjú af lögunum tólf sem berjast munu um að keppa fyrir Íslands hönd í næstu Evróvisjónkeppni. Hvað heitir hann? 3 Hvað heitir landsliðsþjálfari kvenna íknattspyrnu? 5 Flugfélagið WOW Air hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Frá hvaða landi er flugfélagið sem WOW leigir vélar af? 7 Útvarpsstjóri BBC sagði af sér um liðna helgi.Hvað heitir hann? 10 Mikið hefur mætt á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að undanförnu. Hver er formaður nefndarinnar? 4 Hver er vatnsmesta á Íslands? 6 Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson hefur sent frá sér sína fyrstu bók. Hvað heitir hún? 9 Hljómsveitin síunga The Rolling Stones sendi í vikunni frá sér nýja breiðskífu. Hver af núverandi meðlimum sveitarinnar er elstur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.