Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar saga sem lesandinn tekur þátt í og er kannski svolítið einstakt af því að það eru ekki til mörg spil með þessu formi. Allir fá sína persónu og hverri persónu fylgir baksaga og einn kostur og einn galli sem hefur áhrif í spilinu,“ segir Sigursteinn og blaðamaður kemst ekki hjá því að hugsa að þetta lítur út eins og tölvu- leikur í borðspilaformi. „Þetta er spil sem byggist á samvinnu og leik- menn þurfa að hjálpast að við að leysa söguna. Það er svolítil mys- tería í þessu og maður þarf að kom- ast að því hvernig sé hægt að bjarga Reykjavík. Það eru náttúrlega til tölvuleikir sem ganga svolítið út á þetta þar sem maður þarf að velja hvað maður gerir og það hefur áhrif á söguna,“ segir Sigursteinn og staðfestir þar með tilfinningu blaða- manns. Annað spil verður til Eins og gjarnan vill verða þeg- ar hugurinn er virkur þá neitar hann að einbeita sér að því verkefni sem honum ætti að vera skylt að vinna að, þráast við og kemur fyrir nýjum hugmyndum sem enginn tími er til að einbeita sér að. Það gerðist í tilfelli Sigursteins en þegar hann var að leggja lokahönd á BA-ritgerð sína laust niður í kollinn á honum nýrri hugmynd að spili. „Það spil heitir Mósaík og er hraðaleikur. Það tekur bara örfáar mínútur að spila hann og hann er mjög skemmti- legur. Það hafa allir sem ég spila við mjög gaman af honum og ég á örugglega eftir að gefa það spil út á næsta ári,“ segir Sigursteinn um leið og hann dregur upp Mósaík spilastokkinn og skorar á blaða- mann. Það er tekið í spil og barnsleg gleðin læðist um líkamann. Viðtal og vinna gleymast þar til blaðamaður tapar fyrir leikjahöfundinum. Sigursteinn hefur í einu og öllu fylgt á eftir áhuga sínum, bæði í vinnu og námi en hann hefur und- anfarið unnið í spilabúðinni Spilavin- ir á Langholtsvegi og fer stór hluti af vinnu hans í að kenna börnum og foreldrum ný spil á bekkjar- kvöldum. „Foreldrar þurfa að átta sig á því að spil þurfa ekki að taka þrjá tíma. Það er til fullt af skemmtilegum spilum sem taka bara fimm til tíu mínútur. Ég spilaði sjálfur mikið Labyrnith (Völund- arhúsið) þegar ég var krakki og það er enn mjög vinsælt. Í menntaskóla kynntist ég svo stærri strategískum spilum sem ég spila mikið núna. Þá áttaði ég mig á því að spil eru svo miklu meira en Monopoly eða spurningaspil. Mér finnst samt ís- lensk spilamennska vera í raun tutt- ugu árum á eftir því sem er í öðrum löndum, en við erum alltaf að bæta okkur og ég er bjartsýnn varðandi spilamenningu Íslendinga,“ segir Sigursteinn. … við vorum með spila- kvöld reglulega í meira en ár til að reyna að efla spilamenningu í landinu. Spilahönnun Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson hannaði borðspil sem var lokaritgerð hans í Háskólanum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. Quality, Design and Innovation SÉRVERÐ Nr. litur Hæð Stærð í ltr. Orkufl. Sérverð CUsl 3503 grár 181,7 cm K 232 F 91 A+ 174.700,- CPesf 3523 stál 181,7 cm K 230 F 91 A++ 199.995,- CP 3523 hvítur 181,7 cm K 230 F 91 A++ 180.995,- Ces 4023 stál 201,1 cm K 281 F 91 A+ 194.995,- C 4023 hvítur 201,1 cm K 281 F 91 A+ 156.995,- vil bo rg a@ ce nt ru m .is Splunkuný verslun með fantaflottum gleraugum og fylgihlutum Álfabakka 14a | Sími 527 1515 Erum í göngugötunni Aðventuhelgarnar eru kjörinn tími til að hafa það notalegt heima fyrir. Föndra, borða smákökur og drekka heitt súkkulaði. Á vefsíðunni the- ornamentgirl.com má finna leiðarvísi um hvernig megi búa til jólakúlur. Fal- legt skraut sem hengja má á jólatréð eða skreyta með jólapakkana. Vefsíðan www.theornamentgirl.com Jólakúlur Þessar eru dálítið óvenjulegar á litinn en fallegar þó. Heimatilbúnar jólakúlur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Jólasýning í Húsinu á Eyrarbakka verður opnuð sunnudaginn 9. desem- ber og sama dag leggja rithöfundar undir sig stássstofuna og færa gesti inn í skáldsagnaheim. Eyrún Inga- dóttir les úr bók sinni Ljósmóðirin sem fjallar um ævi hinnar stórmerku Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka, Einar Kárason færir okk- ur á sinn einstaka hátt inn í heima fornu hetjanna með bók sinni Skáld og eftir kaffi kemur Bjarni Harðarson með upplestur úr sögulegri skáld- sögu sinni Mensalder og Gerður Kristný endar skáldastundina með ljóðum sínum úr bókinni Strandir. Sýningin verður opnuð kl. 13.00 og skáldastund hefst kl. 16.00, allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Jólasýning og rithöfundar í Húsinu Jólalegt Ljós í glugga í Húsinu. Rithöfundar í stássstofunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.