Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Fasteignamat á íbúðarhúsnæði á Vest- fjörðum fyrir 2012 er aðeins um 1/3 af fast- eignamati í Reykjavík. Það er einnig sama hlutfall af bygging- arkostnaði þar sem fasteignamatið á höf- uðborgarsvæðinu um þessar mundir er nokkurn veginn jafnt byggingarkostnaði, en það var um- talsvert hærra á árunum fyrir bankahrun. Athyglisvert er að árið 1990 var matið tvöfalt hærra á Vest- fjörðum eða um 2/3 hlutar af fast- eignamatinu í Reykjavík. Á fáum ár- um, frá 1998 til 2004, hrundi fasteignamatið um helming. Lækk- unin er um 33 milljarðar króna. At- huga ber að þetta er meðaltalið fyrir Vestfirði, verðhrunið varð minna á Ísafirði en meira annars staðar í fjórðungnum. Er þetta verðhrun á Vestfjörðum verulega umfram lækk- un fasteignaverðs á höfuðborg- arsvæðinu frá 2008. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Iðnaðarráðuneytisins frá nóvember 2005 sem fjallar um mis- munandi þróun fasteignaverðs eftir kjördæmum landsins frá 1990 til 2004 og ber heitið Landfræðilegt lit- róf íslenska fasteignamarkaðarins. Á tímabilinu varð raunhækkun á íbúðarhúsnæði víðast hvar á landinu, allt frá 24% á Austurlandi upp í 63% á Vesturlandi. Tvö svæði skáru sig úr í þessari þróun. Á vesturhluta Norðurlands varð raunhækkun íbúðarhúsnæðisins aðeins 1% á tíma- bilinu. Hitt svæðið eru Vestfirðir. Þar varð þróunin hrikaleg, raun- verðið lækkaði um 28%. Frá 1990 var nokkurt jafnvægi en árið 1998 verða vatnaskil og verðið féll fram til 2004 á vest- anverðu Norðurlandi og á Vestfjörðum. Eftir það hefur verðþróunin verið svipuð um landið og er fasteignaverðið 2011 í öllum lands- hlutum svipað hlutfall af verðinu á höfuðborg- arsvæðinu og það var árið 2004. En verð- hrunið sem varð á ár- unum 1998-2004 hefur ekki unnist til baka. Þriðja svæðið sem varð fyrir verðlækkun 1998 var Austurland, en svo virðist að virkj- unar- og álversframkvæmdirnar hafi stöðvað verðlækkunina og árið 2004 hafði verðið hækkað umtalsvert aft- ur. Segja má að stóriðjan hafi bjarg- að Austfirðingum frá örlögum Vest- firðinga og Norðurlands vestra. Í skýrslunni eru reifaðar hugs- anlegar ástæður þróunarinnar og er það fróðleg lesning sem hollt væri fyrir flesta, sérstaklega stjórnvöld, að rifja upp. En niðurstaðan er sú að íbúar á tveimur svæðum landsins fóru á mis við eignaaukningu sem varð annars staðar á landinu. Þar skipta nokkrar ástæður miklu, en hæst ber auðvitað breytingar og samdrátt í sjávarútvegi og landbún- aði. Vestfirðingar muna það að ein- mitt á þessum árum fóru óprúttnir aðilar burt með stóran hluta kvóta Vestfirðinga. Þar voru að verki Sam- herji, Brim og Þorbjörninn sem fóru með kvóta frá Ísafirði og Bol- ungavík. Norðlendingar muna líka hvernig sjávarútvegurinn skrapp saman og safnaðist á fárra hendur. Staðreyndin um þróun fast- eignaverðsins er sönnun þess að al- menningur borgaði fyrir hagræð- inguna í sjávarútveginum. Ávinningur eins var kostnaður ann- ars. Það er eðlileg og sanngjörn krafa að kostnaðurinn verði bættur og greiddur með ávinningnum. Hlutskipti Vestfirðinga er því miður allra verst. Ekki aðeins urðu þeir ásamt íbúum Norðurlands vestra af eignaaukningu vegna hækkunar fasteignaverðs, heldur beinlínis lækkaði íbúðarhúsnæðið að raungildi um hvorki meira né minna en 28%. Skuldir vegna íbúðar- húsnæðis voru allar verðtryggðar á þessum árum og því rýrnaði skuld- laus eignarhlutur fjölskyldnanna. Samkvæmt gögnum frá embætti Ríkisskattstjóra námu skuldir á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum í árs- lok 2004 5.582 mkr. Það hefði þurft að lækka þær um 28% til þess að þróun skuldanna hefði haldist í hendur við lækkun fasteignaverðs- ins. Ef þess hefði verið gætt hefðu þær þá verið um 1,5 milljörðum króna lægri. Það jafngildir um 2,5 milljörðum króna á verðlagi í dag. Það lætur nærri að vera um 2 millj- ónir króna hjá hverri af þeim 1400 fjölskyldum sem árið 2004 töldu fram skuldir vegna íbúðakaupa í fjórðungnum. Stjórnvöld geta ekki vikið sér undan ábyrgð á þessari eignaupp- töku. Hún er bein afleiðing þess sem til var ætlast með kvótakerfinu og niðurskurði á veiðiheimildum. Það var að þessu stefnt og það gekk eftir. Fjölskyldurnar til sjávar og sveita víða um landið sem hafa borið kostn- aðinn af stefnu stjórnvalda eiga rétt- mæta kröfu um bætur og úrbætur. Nú þegar farið er að innheimta gjald sem munar um fyrir nýtingu fiski- miðanna er komið að skuldadög- unum. Nú viljum við fá okkar tap bætt. Verðhrunið 1998-2004 – 50% lækkun íbúðarverðs Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson » Stjórnvöld geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Eignaupptakan er afleiðing þess sem til var ætlast með kvóta- kerfinu. Ávinningur eins er kostnaður annars. Höfundur er fyrrv. alþingismaður. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Um þessar mundir standa Heimili og skóli – Landssamök foreldra að endurútgáfu For- eldrasáttmálans, en hann hefur verið afar vinsæll allt frá því hann var fyrst gefinn út af samtökunum. For- eldrasáttmálinn kemur út í mismunandi út- gáfum fyrir hvert stig grunnskólans og er honum ætlað að vekja uppalendur til vitundar um mikilvægi þess að sýna uppvexti og skólagöngu barna sinna og unglinga áhuga og setja þeim skýr mörk. Samráð sem forvörn Náið samráð foreldra er afar áhrifarík leið til þess að sporna við ýmsum hættum sem steðja að þroska, velferð og vellíðan barna og unglinga auk þess sem ómetanlegur stuðningur við skólastarfið felst í því að foreldrar fylgist vel með náms- framvindu og félagslífi barna sinna. Sáttmálinn byggist á þeirri hugmynd að foreldrar og forráðamenn komi saman og ræði um æskilegar reglur og uppeldisleg viðmið sem þeir geti sameinast um og staðfesti vilja sinn með undirskrift. Í sáttmálanum, sem hengdur er upp í skólanum eða í bekkjarstofu, er að finna ellefu liði um mikilvæg uppeldisviðmið og fylgja leiðbeiningar um framkvæmd auk þess sem foreldrar fá ítarefni með heim. Eitt af því sem foreldrar sameinast um er að vera vakandi fyr- ir og taka höndum saman gegn einelti með því láta skóla eða foreldra taf- arlaust vita ef þeir telja barn vera geranda eða þolanda eineltis. Það er í boði að segja stopp Áhrifamáttur samstöðu og sam- ráðs getur ráðið úrslitum í baráttunni gegn einelti og átt sinn þátt í að kæfa slík mál í fæðingu. Þegar ég starfaði sem umsjónarkennari fimm ára stúlkna í Barnaskóla Hjallastefn- unnar í Reykjavík, sömdum við í sam- einingu og skrifuðum undir okkar eigin sáttmála sem við nefndum „Vinkonu- reglur“ og innihélt hann viðmið á borð við „Við bjóðum með í leik“ og „Það má ekki skilja útundan“. Hópurinn var fjörugur og ekki var óalgengt að þær væru að gantast hver í ann- arri, grínast og ærslast en næmi og þolmörk barna fyrir slíku eru æði misjöfn; það sem einni þótti gaman var annarri til ar- mæðu. Til að bregðast við þessu ákváðum við að bæta við nýrri reglu sem tók af allan vafa um hvernig bregðast ætti við ef einhverjum þætti nóg um og hljóðaði hún svo: „Það er í boði að segja stopp við vinkonur og vini.“ Beint fyrir neðan stóð: „Þá er í boði að stoppa.“ Áhrifamáttur sátt- málans okkar var ótvíræður. Í hvert skipti sem einhver gekk yfir mörk bekkjarsystur sinnar var hægð- arleikur að minna viðkomandi vin- samlega á að við værum öll búin að sameinast um að stoppa þegar ein- hver segði stopp. Við það stoppuðu þær strax, undantekningarlaust. For- eldrasáttmálinn tekur á sama hátt af allan vafa um hvernig foreldrir eigi að bregðast við ef grunur vaknar um einelti í hópi barna og unglinga og samstaða og samræming er eitt af þeim tækjum sem duga best. Ég hvet því foreldra grunnskólabarna til að kynna sér Foreldrasáttmálann betur á heimasíðu okkar www.heimiliog- skoli.is og leggja hann fyrir sitt for- eldrasamfélag. Sáttmáli um betra uppeldi Eftir Björn Rúnar Egilsson »Heimili og skóli standa að útgáfu Foreldrasáttmálans, en honum er ætlað að vekja uppalendur til vitundar um mikilvægi virks for- eldrastarfs í skólum. Björn Rúnar Egilsson Höfundur er verkefnastjóri hjá Heim- ili og skóla – Landssamtökum foreldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.