Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Miklar opinberar framkvæmdur eru í Mosfellsbæ. Nú sér fyrir endann á þeim stærstu. Stjórnendur Mosfells- bæjar vonast til að afsláttur af lóða- verði á tveimur atvinnusvæðum og fyrirgreiðsla bæjarins verði til þess að uppbygging hefjist á vegum einkafyrirtækja. Unnið er að fjórum umfangsmikl- um byggingarframkvæmdum í Mos- fellsbæ. Bærinn er að byggja 30 rýma hjúkrunarheimili við Langa- tanga, samkvæmt samningum við ríkið sem fjármagnar uppbyggingu og rekstur. Heimilið verður tekið í notkun á næsta ári. Í tengslum við byggingu hjúkrunarheimilisins er verið að innrétta þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Eirhamra. Áætlað er að aðstaðan verði tilbúin snemma á árinu 2014. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að með þjónustumiðstöðinni verði mikil framför í þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ. Framhaldsskóli í nýtt húsnæði Unnið er af krafti við byggingu framhaldsskóla við Háholt, FMOS. Framkvæmdin er samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélags. Áætlað er að skólinn verði tilbúinn snemma árs 2014. Í þessum fyrsta áfanga er um 4.000 fermetra bygging sem rúma á 400 til 500 nemendur. Jafnframt er gert ráð fyrir möguleika til stækk- unar í framtíðinni. Framhaldsskólinn tók til starfa haustið 2009 og er til bráðabirgða í elsta skólahúsnæði Mosfellsbæjar, Brúarlandi. Fjórða verkefnið sem Mosfells- bær stendur fyrir er bygging nýs íþróttasalar við Íþróttamiðstöðina á Varmá. Í salnum verður aðstaða fyr- ir fimleika og bardagaíþróttir. Framkvæmdin er í útboðsferli og munu framkvæmdir hefjast af full- um krafti eftir áramótin. „Við höfum haldið uppi fram- kvæmdum. Ekki er óeðlilegt að hið opinbera sýni lit þegar kreppa geng- ur yfir. Við vonumst til að nú fari í hönd betri tímar og meiri eftirspurn verði eftir lóðum,“ segir Haraldur. Bærinn hefur kynnt lækkun lóða- verðs á atvinnulóðum á tveimur ólík- um atvinnusvæðum. Gatnagerðar- gjöld hafa verið lækkuð og byggingarréttargjald fellt niður. Þá er þeim sem kaupa lóðirnar boðið að greiða þær með skuldabréfi til tíu ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Haraldur segir nauðsynlegt að koma hreyfingu á þennan markað og hvetja til uppbyggingar. „Við bjóðum upp á góðan kost fyrir fyr- irtæki að byggja sig upp. Með því eflum við atvinnulíf í Mosfellsbæ og eflum íbúaþróun og tekjugrundvöll okkar,“ segir Haraldur. Tvö ólík atvinnusvæði Lóðirnar eru við Sunnukrika og Desjamýri. Bæði atvinnusvæðin eru tilbúin til uppbyggingar. Sunnukriki er nýtt svæði fyrir at- vinnustarfsemi, það er við Vestur- landsveg og er í hjarta Mosfellsbæj- ar. Þar eru fjórar stórar lóðir sem boðnar eru undir verslun, þjónustu eða hreinlegan iðnað sem myndi sóma sér vel í nágrenni miðbæjar- ins. Desjamýri er athafnasvæði í út- jaðri bæjarins, næst Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttari iðn- aðar- og atvinnustarfsemi. Boðið er upp á minni lóðir og meiri sveigj- anleika. Byggt fyrir unga og aldna í miðbæ  Miklar fram- kvæmdir á vegum ríkis og bæjar í Mosfellsbæ Morgunblaðið/RAX Framtíð Byggingarkrana ber við himin í miðbæ Mosfellsbæjar. Allt er á fullu við byggingu húss framhaldsskólans. Framkvæmdir » Unnið er að byggingu hjúkr- unarheimilis, framhaldsskóla, þjónustumiðstöðvar og nýs íþróttahúss í Mosfellsbæ. » Mannvirkin eru samtals ríf- lega 8 þúsund fermetrar og er áætlaður kostnaður við þau um 2,5 milljarðar króna. » Mosfellsbær hefur lækkað mikið lóðaverð á tveimur at- vinnusvæðum og býður greiðslukjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.