Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Haifaa Al Mansour er merkileg kona fyrir margra hluta sakir. Hún er fyrsti kvenkyns kvikmyndagerð- armaður Sádí-Arabíu, hvorki meira né minna, og auk þess varð hún fyrst allra þarlendra kvikmyndagerð- armanna til þess að taka upp kvik- mynd í heimalandi sínu, kvikmynd- ina Wadjda. Þá mynd frumsýndi Bíó Paradís í fyrradag og verður Ísland fyrst allra landa til þess að taka hana í almennar sýningar, skv. tilkynn- ingu frá kvikmyndahúsinu. Myndin hefur áður verið sýnd á kvik- myndahátíðum, m.a. í Feneyjum og hlotið lof gagnrýnenda. Mansour er bæði virt og umdeild í heimalandi sínu þar sem hún hefur með verkum sínum vakið athygli á bágu hlutskipti kvenna í landinu og afar takmörkuðu frelsi þeirra til at- hafna. Mannréttindasamtök hafa lengi gagnrýnt yfirvöld í Sádí- Arabíu og sakað þau um að brjóta mannréttindi á borð við tjáning- arfrelsi og réttindi kvenna. Mansour lauk BA-gráðu í bók- menntafræði við bandarískan há- skóla í Kaíró í Egyptalandi og meist- aragráðu í leikstjórn og kvikmyndafræðum við Háskólann í Sydney í Ástralíu. Hún hefur áður gert þrjár stuttmyndir og heimild- armynd hennar, Women Without Shadows, eða Konur án skugga, frá árinu 2005, hafði mikil áhrif á kvik- myndagerðarmenn í Sádí-Arabíu og vakti umræðu um hvort ekki væri rétt að leyfa kvikmyndahús en þau eru bönnuð í landinu. Mansour bjó í Sádí-Arabíu fram til ársins 2008. Þá giftist hún og fluttist til útlanda með eiginmanni sínum sem er diplómati. Þau hafa búið víða, m.a. í Bandaríkj- unum og Ástralíu en búa nú í Barein, úti fyrir ströndum Sádí-Arabíu, með börnum sínum. Mansour er handritshöfundur Wadjda sem og leikstjóri. Myndin segir af tíu ára stúlku, Wadjda, sem dreymir um að eignast reiðhjól. Hún fær þau svör að slíkt sé ekki í boði fyrir stúlkur en sættir sig ekki við það. Móðir hennar bíður hins vegar milli vonar og ótta eftir því að eig- inmaður hennar ákveði hvort hann eigi að taka sér aðra konu. Geri hann það blasir við að hann yfirgefi mæðgurnar að stóru leyti. Eins og sjá má af efni myndarinnar varpar hún ljósi á hlutskipti kvenna í Sádí- Arabíu í dag. Erfitt reyndist að finna stúlku í hlutverk stúlkunnar Wadjda því foreldrar voru margir hverjir á móti því dætur þeirra kæmu fram í kvikmynd. Sú sem varð fyrir valinu, Waad Mohammad, er 12 ára og fædd og uppalin í borginni Ryadh þar sem myndin var tekin. Snúið að taka upp utandyra Blaðamaður ræddi við Mansour í fyrradag og sneri fyrsta spurninga að því hvort ekki hefði verið snúið að fá að taka upp kvikmynd í hinu strangtrúaða múslimaríki. Mansour segir það ekki hafa verið svo snúið þar sem heilmikið efni fyrir sjónvarp sé tekið upp í landinu og hún hafi notið liðsinnis sjónvarpsframleið- anda við tökurnar og hann hafi verið öllum hnútum kunnugur. Hins vegar hafi á köflum verið erfitt að taka upp utandyra þar sem lög landsins leggi blátt bann við því að konur starfi á götum úti. „Stundum komu lög- reglumenn til að athuga hvað við værum að gera og þá þurftum við að sýna þeim að við hefðum öll tilskilin leyfi. Þá létu þeir sig hverfa,“ segir Mansour. – Mér skilst að myndin sé býsna gagnrýnin á hlutskipti kvenna í Sádí-Arabíu... „Kannski er hún það en ég reyndi að segja hvetjandi og upplífgandi sögu. Ég var ekki að reyna að messa yfir fólki eða þröngva upp á það mín- um skoðunum,“ segir Mansour. Myndin eigi að vekja fólk til um- hugsunar. En hvernig leggst það í hana að vera fyrsta sádí-arabíska konan í starfi kvikmyndagerð- armanns? „Ég geri kvikmyndir af því ég hef ástríðu til þess,“ svarar Mansour. Hún sé þó stolt af sínu hlutskipti í kvikmyndasögunni. Virt Haifaa Al Mansour er áhrifamikill kvikmyndagerðarmaður í Sádí-Arabíu og varð fyrst allra þarlendra leik- stjóra til að taka upp kvikmynd í landinu. Verk hennar hafa vakið mikið umtal í fjölmiðlum þar í landi. Til varnar systrum sínum  Kvikmynd tekin upp í Sádí-Arabíu sýnd í Bíó Paradís  Sádí-arabísk kona leikstýrði henni  Fyrsti kvenkyns kvikmyndagerðarmaður landsins Aðalleikkonan Waad Mohammad. Frekari fróðleik um myndina, sýn- ingartíma, stiklu og myndskeið með viðtali við Mansour má finna á vef Bíós Paradísar, bioparadis.is. Jólalegt er nú orðið um að litast á Gljúfrasteini. Búið að dekka borð í borðstof- unni og draga fram jólakortin. Á morgun, sunnudag, munu rithöfundarnir Auður Jóns- dóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Eiríkur Örn Norð- dahl og Þórarinn Eldjárn koma við á Gljúfrasteini og lesa úr nýút- komnum verkum sínum. Upplestr- arnir hefjast stundvíslega klukkan 16 og er aðgangur ókeypis. Upplestur á Gljúfrasteini Auður Jónsdóttir Gunni og Felix skemmta gestum Þjóðminjasafns Íslands ásamt Grýlu og Leppalúða á morgun kl. 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Samkvæmt upplýs- ingum frá safninu hafa allar jóla- sýningar safnsins nú verið opnaðar auk þess sem jólaratleikurinn, Hvar er jólakötturinn? er í boði á fimm tungumálum. Á Torginu er sýn- ingin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Á 3. hæð safnsins eru sýnd gömul jólatré en einnig jólasveinar eftir systurnar Helgu og Þórunni Eg- ilsson. Morgunblaðið/Golli Grallarar Gunni og Felix skemmta í Þjóðminjasafninu á morgun. Mæta með Grýlu og Leppalúða LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Hádegisleiðsagnir Alla föstudaga kl. 12:05 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Leiðsögn sunnud. 9.des. kl. 14.00 Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Laugardagur 8. desember kl. 13: Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flytur fyrirlestur um jólasiði Sunnudagur 9. desember kl. 14: Jólaskemmtun með Grýlu og Leppalúða, Gunna og Felix Jólasýningar og jólaratleikir Fjölbreyttar sýningar, safnbúð og kaffihús. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. - 31.12. 2012 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 HÆTTUMÖRK; Rúrí 19.5. – 31.12. 2012 VETRARLEG SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 9. DES. KL. 14 UM ALLAR SÝNINGAR SAFNSINS í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings SAFNBÚÐ JÓLAGJAFIR LISTUNNANDANS - Allt að 70% afsláttur af eldri útgáfum safnsins KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 2914. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16. NJÓTIÐ AÐVENTUNNAR OG VERIÐ VELKOMIN Í LISTASAFNI ÍSLANDS! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ dagl. kl. 11-17, lokað mán. www.listasafn.is Jóladagatal Norræna hússins 2012 Jóladagatal Norræna hússins fer nú fram í fimmta sinn og er svo sannarlega orðin ómissandi hefð á jólunum. Jóladagatalið er gjöf Norræna hússins til gesta sinna og er ókeypis á allar uppákomurnar. Úr einu í annað Þórey Eyþórsdóttir sýnir vefnað og textílverk í anddyri Norræna hússins undir yfirskriftinni "Úr einu í annað". Titill sýningarinnar vísar í að verkin eru unnin yfir langt tímabil og með ólíkri tækni. GIERDU Samísk listasýning GIERDU sýnir verk frá RiddoDuottarMuseat-safninu í Karasjok í Noregi. Safnið á eitt af áhugaverðustu söfnunum af samískri samtímalist á Norðurlöndunum. Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Athugasemdir: Hildigunnur Birgisdóttir Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar Örn Næst síðasta sýningarhelgi ársins Safnið er lokað 17. des.-17. jan. Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.