Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 börnin sem áttu greiða leið að heimilinu. Hún gekk litlum hestastelpum í ömmustað og hestafólkið í Höfðabrekku 13 og 14 var heldur betur kátt þegar hún fór að mæta í reiðhöllina í Saltvík til að fylgjast með sínu fólki. Að sjálfsögðu fékk hún Saltvíkurjakka og fór að mæta á hestamót með Saltvíkurliðinu. Þetta nýja áhugamál skapaði ótal skemmtilegar samverustundir hin síðari ár og það var gaman að fylgjast með því. Fjölskyldan þurfti að takast á við ýmsa erfiðleika og það var og er erfitt að horfa upp á vanmátt læknavísindanna gagnvart dótt- ur hennar og vinkonu okkar. Alltaf var þó stutt í gleðina og brosið og aldrei var kvartað, ekki heldur þegar erfitt veikindaferli stóð yfir í haust. Það verður tómlegt að koma í Höfðabrekkuna og sjá hana ekki sitja á pallinum á nr. 16, brosandi og veifandi til okkar. Við munum öll sakna yndislegrar konu sem átti svo stóran þátt í að móta um- hverfi æskuáranna á Húsavík. Að hafa átt þess kost að koma á æskuslóðirnar í öll þessi ár og njóta samvista við sömu ná- grannana og á æskuárum, það er ómetanlegt og er metið að verð- leikum. Ljós verða tendruð í Höfðabrekku 16 á jólahátíðinni, fjölskyldan mun koma þar saman og það er sannarlega í anda hús- móðurinnar sem vissi fátt betra en að fylla húsið af góðum gest- um. Elsku Halli, Þurý, Ingunn og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Anna Karólína og Þorbjörg Vilhjálmsdætur (Anna Lína og Obba). Mig langar með örfáum orðum að minnast elskulegrar Gunnu ömmu og þakka henni allt það yndislega sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég hef aldrei kynnst nokkurri manneskju sem hefur verið jafn boðin og búin að gera allt fyrir alla, eins og hún Gunna var. Ég mun aldrei gleyma okkur fyrstu kynnum en þau voru einmitt lýs- andi fyrir elskusemi Gunnu. Ég hafði farið með Laufeyju vinkonu minni í reiðtúr og á heimleiðinni þegar við nálguðumst Saltvík sá ég hjón sem ég kannaðist ekki við og spurði hverjir þetta væru. Laufey svaraði: Þetta eru engl- arnir mínir. Ég spáði ekki meira í það. En þar sem við erum að taka af hestunum og ganga frá spyr Laufey mig hvort við ættum ekki að skella okkur í reiðtúr aft- ur annað kvöld. Í ljósi þess að við fjölskyldan vorum nýlega flutt á Húsavík og þekktum ekki marga, sagðist ég þurfa að sjá til með það, það væri ekki víst að ég hefði nokkra barnapíu. Þá vatt þessi engill, sem Laufey talaði um, sér upp að mér og sagði: „Hvað, eru börnin þín eitthvað erfið? Ég get bara passað þau.“ Eftir þetta myndaðist mikill vin- skapur og hafa stelpurnar mínar kallað hana ömmu síðan. Við áttum í daglegum sam- skiptum við ömmu Gunnu, ann- aðhvort kom hún í heimsókn eða við heyrðum í henni í síma. Hún hafði einlægan áhuga á því sem við vorum að gera og ekki síst hvað varðaði stelpurnar og var ævinlega tilbúin að taka þátt í ýmsum viðburðum og samveru með okkur. Amma Gunna kom til að mynda alltaf með okkur á ár- legan verkstæðisdag grunnskól- ans sem haldinn er fyrir hver jól, það verður undarlegt að fara án hennar þetta árið. Þá minnist ég líka allra samverustundanna okkar í hestamennskunni sem voru mér og okkur öllum mjög mikils virði. Öll mótin sem hún fór með okkur á og bara stund- irnar í hesthúsinu þar sem hún var dugleg að hjálpa við allt, sama hvort það var sópurinn, skóflan, uppvaskið eða annað sem þurfti að gera. Það er ómetanlegt að eiga vini sem alltaf er hægt að treysta á, þannig var það með ömmu Gunnu. Ég er henni ólýsanlega þakklát fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig og stelpurnar, einkum í veikindum mínum, en þá bjuggu stelpurnar hjá henni og Halla í þrjár vikur. Hún hafði svo stórt hjarta. Það var gott að koma til Gunnu og Halla. Þau voru einstaklega samheldin hjón og hjón sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar, milli þeirra ríkti svo mikil virðing, traust og ást. En elsku Gunna, nú ertu kom- in á betri stað. Þar finnur þú ekki til og ert örugglega farin að hjálpa einhverjum og ég trúi að þú haldir áfram að vaka yfir okk- ur. Sigrún þín var á skíðum í vik- unni, hún fór efst upp í fjallið og sagðist hafa séð þig og sagði: „Amma Gunna var að prjóna, mamma, hún er jólaengillinn minn.“ Takk fyrir allt, elsku amma Gunna, hvíl þú í friði. Svanhildur. Elsku hjartans Gunna, eða amma „Gunna“ eins og Dagný Anna kallaði þig alltaf. Nú er jólaundirbúningur að hefjast heima og við stöndum frammi fyrir því að hafa enga Gunnu lengur. Í kringum þig voru jólin alltaf sérstaklega hátíðleg og einhvern vegin varstu alveg ómissandi í öllu brasinu. Þú hélst alltaf svo vel utan um allt. Eitt er víst að aðfangadagskvöld verður ekki eins þegar þú ert farin frá okkur. Það er líklega þannig sem þér verður best lýst, ómissandi. Það eru ekki allir svo heppnir að fá að kynnast jafn einstakri konu og þú varst og við getum ekki annað en verið þakklát fyrir þau ár sem við fengum að eiga með þér. Höfðabrekkan hefur alltaf verið okkur sérstaklega kær og þang- að höfum við alltaf verið velkom- in, meðal annars búið þar tíma- bundið meðan gömlu íbúðinni okkar var breytt. Þið Halli tókuð okkur öllum opnum örmum, jafn- vel kettinum Perlu sem fékk sinn samastað á neðstu hæð og líkaði vel. Jafnframt höfum við fengið að nota húsið undir fermingar og afmælisveislur og alltaf hefur allt lukkast með eindæmum vel. Það skipti ekki máli hvað var um að vera eða hvert þurfti að fara, alltaf varst þú boðin og búin að gera allt og vera okkur til halds og trausts. Öll ferðalögin sem við fengum að eiga með þér, allar skólaskemmtanir, hestamót og verkstæðisdagar sem þú nenntir að koma á voru ómetanleg. Það gerði þig svo sannarlega ein- staka hvað þú hafðir marga góða eiginleika til að bera sem erfitt er að finna í öðru fólki. Duglegri eða meira drífandi konu höfum við ekki kynnst og gjafmildari gæti eflaust enginn verið. Mér er eitt kvöld sérstaklega sterkt í minningunni þegar við sátum öll heima og vorum að spila Fimmu. Ég tók fljótlega eftir því að þú varst með virki- lega fallegan rauðan hring og hrósaði þér fyrir hann. Þú tókst hann samstundis af þér og réttir mér hann til eignar. Eins ákveð- in og þú varst var ekki viðlit að fá þig til að skipta um skoðun og hringurinn var minn. Þeir eru svo ótalmargir hlutirnir sem þú hefur gefið okkur systkinunum, þú þurftir ekki annað en að frétta af einhverju sem átti eftir að kaupa eða okkur fannst vanta og þú varst stokkin til að redda málunum. Í síðasta skiptið sem ég hitti þig varstu með fallega nælu frá Krabbameinsfélaginu. Hún fór þér vel og ég hafði orð á því að hún væri falleg. Þú varst söm við þig sem áður og bauðst mér samstundis að eiga hana. En þó okkur þyki undur vænt um alla þá veraldlegu hluti sem þú hefur gefið okkur er allt hitt mik- ið dýrmætara. Allur sá tími sem þú gafst okkur, ásamt ást þinni og þolinmæði, verður ekki mæld- ur og munum við aldrei gleyma því sem og öllum þeim góðu gild- um sem þú kenndir okkur að hafa að leiðarljósi. Umfram allt að halda alltaf ótrauð áfram, vera jákvæð og góð við allt og alla. . Ég veit að við munum öll reyna að gera þig sem stoltasta, elsku Gunna, og lifa samkvæmt þínum heilræðum. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en við vitum þú verður þarna uppi að fylgjast með okkur. Takk fyrir allt. Thelma Björk, Andri Dan og Dagný Anna. Elsku Gunna. Nú þegar það er komið að kveðjustund langar mig að segja nokkur orð. Fyrir utan það að vera alltaf jákvæð og höfðingi heim að sækja fyrir okkur öll í fjölskyld- unni, langar mig að þakka sér í lagi fyrir börnin mín. Ég kom í fjölskylduna fyrir rúmum áratug með eina prins- essu með mér. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að koma reglu- lega í heimsókn til Húsavíkur, og höfum reynt að hafa það fastan punkt hjá okkur að heimsækja ykkur Halla helst bæði sumar og vetur. Einnig hafa Bríet og Benjamín fengið að vera hjá ykk- ur löngum stundum á sumrin. Það er ómetanlegt fyrir borgar- börnin að fá að dvelja í frelsinu og náttúrunni og tala ekki um hjá svo ástríku og góðu fólki sem gefur sér tíma fyrir litla fólkið. Ég veit ekki hversu oft það hefur verið sagt við mig „Það má hjá Gunnu“ eða „Gunna sagði það“.Þau máttu búa hjá þér með hveiti, kakó og sykri . Og skildu svo ekkert í því hvað móðir þeirra var spör á þurrvörurnar. Þau höfðu oft orð á því að þegar það kom kaffihús í garðinum í Höfðabrekkunni nenntu Gunna og Halli alltaf að vera að drekka kaffi hjá þeim og jafnvel að kaupa kökur nokkrum sinnum á dag. „Gunna nennir alltaf að vera með okkur,“ sögðu þau. Það voru reglur sem þurfti að fara eftir, klára af disknum og taka til eftir sig en þeim mun meiri gleði og umhyggja. Og það sækja börnin í. Það er mér minnisstætt að fyrir tveimur árum var Bríet að fara til New York og Benjamín var frekar vængbrotinn. Þá var stungið upp á því að hann yrði lánaður til Völsungs í eina viku og fengi að vera á Húsavík. Hann tók gleði sína á ný og var mjög sáttur við að vera hjá Gunnu og fannst það algjörlega sambæri- legt við New York borg og fékk meira að segja að framlengja samninginn um aðra viku. Ég gæti endalaust talið upp skiptin sem þú hefur hjálpað okkur Rafnari með börnin, eins og þegar þau fluttu til okkar í tæpa viku fyrir tveimur árum þegar við fórum til útlanda. Þú labbaðir með Steinar Rafn í leik- skólann og varst til staðar fyrir þau eldri. Fyrir alla þessa aðstoð í gegnum árin erum við Rafnar þér ævinlega þakklát. Við munum minnast þín reglu- lega því mín börn borða reglu- lega „Gunnu-skyr “. Það virðist nægja að segja að það verði Gunnu-skyr, þá verður það mun betra á bragðið og allir borða með bestu lyst. Í sumar áttum við Bríet og þú yndislega stund í Ostakarinu. Það var komið yfir miðnætti og strákarnir sofnaðir. Við vorum að rabba um lífið og tilveruna og þú lagðir Bríeti lífsreglurnar. Það sem var svo skemmtilegt við þetta var að þú ræddir við hana á svo miklum jafningjagrundvelli að það var ekki hægt að finnast að rúm 60 ár væru á milli ykkar. Það er skrítið til þess að hugsa hvað það er stutt síðan, eða í ágúst, að við áttum góðan tíma hjá ykkur á Mærudögun. Við fór- um í Ásbyrgi og þú ætlaðir að koma í sumarbústaðinn til okkar en varst eitthvað slöpp. Síðan er kominn vetur og þú ert farin. Um leið og við kveðjum þig með mikilli sorg ætlum við að halda uppi minningu um konu sem okkur þótti mjög vænt um og um konu sem okkur þótti vera tákn alls hins góða og jákvæða í lífinu. Hvíli þú í friði. Thelma, Rafnar, Bríet, Benjamín og Steinar Rafn. Elsku amma Gunna. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þegar við fluttum á Húsavík vor- um við svo heppnar að að kynn- ast þér og þú varst alltaf amma Gunna. Þegar við komum til þín varst þú mjög oft að prjóna og prjónaðir á okkur ýmislegt eins og vesti, vettlinga, húfur, bönd og fleira. Elsku amma. Takk fyrir allar gistinæturnar. Takk fyrir kexið og djúsinn sem við fengum hjá þér á kvöld- in. Takk fyrir öll skiptin í hest- húsinu með okkur. Takk fyrir að koma á allar skólaskemmtanirnar og tón- leikana. Takk fyrir að vera alltaf tilbú- in að passa okkur þegar við vor- um veikar. Takk fyrir að leyfa okkur að búa hjá þér þegar mamma var lasin í bakinu og var á spítala. Takk fyrir að vera alltaf tilbú- in að spila við okkur ólsen og fimmu. Takk fyrir öll knúsin. Takk fyrir að hafa elskað okk- ur svona mikið. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þess að geta ekki komið til þín. En nú ert þú orðin engill sem passar okkur frá öðrum stað. Við lofum að passa hann Halla þinn. Við elskum þig. Þínar, Thelma Dögg og Sigrún Högna Tómasdætur. Kveðjuorð. Það var gæfuspor fyrir mig að sækja um inngöngu til Uppeldis- skóla Sumargjafar (Fósturskóli). Ég var sannarlega í góðri skrif- Valborg Sigurðardóttir ✝ Valborg Sig-urðardóttir fæddist 1. febrúar 1922 í Ráðagerði á Seltjarnarnesi en ólst upp á Ásvalla- götu 28 í Reykjavík. Hún lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 25. nóvember 2012. Útför Valborgar fór fram frá Nes- kirkju 30. nóvember 2012. stofuvinnu hjá vin- gjarnlegu fólki en þetta nám var eitt- hvað nýtt, eitthvað að keppa að og kynnast. Valborg Sigurðar- dóttir reyndist okkur nýliðunum sérstakur leiðbeinandi og kennari og ráðagóð að finna lausnir fyrstu ár skólans, við fengum frábæra kennara, frábæra kennslu, kenn- ara með alhliða kennslu. Þetta er aldrei fullþakkað. Ég sendi mínar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Valborgar Sigurð- ardóttur. Elín Torfadóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍU GARÐARSDÓTTUR, Hjallalundi 20, Akureyri. Garðar Lárusson, Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir, Karl Óli Lárusson, Þórdís Þorkelsdóttir, Þráinn Lárusson, Þurý Bára Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæru KRISTÍNAR STEINARSDÓTTUR kennara, Bleikjukvísl 11, Reykjavík. Þökkum ómetanlega vináttu, umhyggju og stuðning í veikindum hennar með bænum ykkar og nærveru, Sigurbjörn Magnússon, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir, Elsa Pétursdóttir, Steinarr Guðjónsson, Björg Steinarsdóttir, Gísli V. Guðlaugsson, Rakel Steinarsdóttir, Bryndís Steinarsdóttir, Hermann Hermannsson. ✝ Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÁLÍNU KARLSDÓTTUR frá Látrum í Aðalvík. Óli Örn Andreassen, Annette T. Andreassen, Inga Lovísa Andreassen, Matthías Viktorsson, Karl Andreassen, Elma Vagnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR, Garðsenda 9, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Skjóli laugardaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jóhanna Sigmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.