Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Stúlknakórinn Graduale Nobili held-
ur tónleika í Langholtskirkju annað
kvöld kl. 20. Flutt verða verkin
Dancing Day eftir John Rutter og
Ceremony of Carols eftir Benjamin
Britten. „Diskur kórsins með verk-
unum var meðal jóladiska sem BBC
Magazine valdi sem þá áhugaverð-
ustu fyrir þessi jól og gefa kórnum
fjórar stjörnur fyrir flutning og
fimm fyrir upptöku.
Kristaltær söngur og flæðandi
laglínur einkenna söng kórsins, og
búa til fallegan, ef til vill örlítið of ag-
aðan flutning á Ceremony of Carols.
Dancing Day eftir Rutter passar vel
við Britten og bæði verkin njóta
góðs af einstökum og mjúkum
hörpuleik Elísabetar Waage. Fram-
úrskarandi hljóðupptaka eykur enn
á gæði frábærs disks,“ segir m.a. í
tilkynningu frá skipuleggjendum
tónleikanna.
Auk ofangreindra verka verða
fluttar nokkrar íslenskar jólaperlur,
þeirra á meðal „Hátíð fer að höndum
ein“, „Nóttin var sú ágæt ein“ og
„Jólasöngur“ Huga Guðmunds-
sonar. Stjórnandi tónleikanna er Jón
Stefánsson og Elísabet Waage leik-
ur á hörpu. Allur ágóði tónleikanna
rennur til félags langveikra barna.
Eftir tónleikana er boðið upp á
heimabakaðar eðalsmákökur.
Stúlkakórinn Graduale nobili syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar.
Jólatónleikar
Graduale Nobili
Ágóði fer til félags langveikra barna
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
heimskort 110x65 cm
Verð 9,900-
rúllustandar - frábær verð
Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is
bolaprentun
gluggamerkingar
prentun
skilti
strigaprentun
Ert þú sannur Liverpool aðdáandi
signa.is
*veggskreytingar í miklu úrvali
límfilma á vegg 17x115cm
Verð 5,000-