Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 koma, þar er ró og svo notalegt að vera, fjarri ys og þys bæjarins, þar sem allir eru í kapp við tím- ann. Hjónabandssæla, kleinur og heimabakað brauð tóku ávallt á móti manni er þreyttir ferðalang- ar komu að Steinstúni, því það var ekki í stöðunni að einhver færi svangur í rúmið á þínum bæ. Fjöruferðir ásamt Káti voru ótal margar þar sem við söfnuðum saman þeim steinum sem hafið hafði fært okkur. Oft voru vasarn- ir orðnir ansi þungir því margt heillaði augað. Þegar heim var komið, var steinabókin tekin úr hillunni og hún skoðuð í þaula því greina þurfti steinana sem fund- ust. Þú varst alltaf mikil steina- kona og áttir þá marga fallega. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá steinakörfuna í stofunni á Steinstúni því hún minnir mig svo mikið á þig. Á mínum yngri árum í smala- mennsku stóð ég ávallt þétt þér við hlið á Eyrarhálsinum. Þú sagðir mér til hvernig best væri að baða út öllum öngum svo kind- urnar létu að stjórn. Þegar kind- urnar voru komnar í réttina rann upp stundin sem allir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu. Þá var dregið fram nestið sem þú hafðir útbúið kvöldið áður. Hver kræs- ingin á fætur annarri var dregin út úr Steinstúnsbílnum því safna þurfti kröftum fyrir áframhald- andi átök. Þú mátt svo sannarlega vera stolt af lífsverki þínu, elsku amma mín. Eftir erfið veikindi ertu komin á betri stað og ég vona svo innilega að þér líði betur núna. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér. Ég er ofsalega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér og ég mun alltaf geyma minn- inguna um þig í hjarta mínu. Guð blessi þig, elsku amma. Bjartur dagurinn rís í austri sólin leikur við himin heiðan þú styður mig hendi traustri í gegnum lífsveginn breiðan. Í fjörunni gengum við saman ferfætlingur hljóp okkur við hlið hlátur, gleði og gaman er steinunum söfnuðum við. Minning þín í hjarta mér alla tíð vanga minn strauk höndin þín hlý Þitt bjarta bros í huga mér æ og síð elsku amma við hittumst brátt aftur á ný. (Sólveig Rún Samúelsdóttir). Þitt barnabarn, Sólveig Rún Samúelsdóttir. Í minning mætrar konu margt um huga fer eitt líf með gleði og vonum úr heimi horfið er. Ég bið að hana taki og geymi í faðmi sér sá er yfir vakir og heyrir allt og sér. Mín góða vinkona Selma Sam- úelsdóttir er látin eftir erfið veik- indi. Á þeirri vegferð hefur hún notið þrotlausrar umhyggju eig- inmanns síns og afkomenda sem horft hafa á hana hverfa smám saman úr þessu lífi. Það var árið 1961 sem við Selma kynntumst. Við vorum samferða á flóabátnum Guðrúnu til Hólmavíkur. Þar fengum við gistingu hjá góðu fólki og fórum með rútu daginn eftir, ég suður en hún norður í land í kaupa- vinnu. Selma fór á Húsmæðraskólann á Ísafirði, hún var að búa sig und- ir að taka við búi á Steinstúni með mannsefninu sínu, Ágústi Gísla- syni, bóndasyni á þeim bæ. Selma var hörkudugleg til allra verka, bæði utanhúss og innan. Það lék allt í höndunum á henni hvort sem voru bústörfin, heim- ilisstörfin eða handavinna. Hún sýndi mér oft handavinnuna sína og listaverkin sín úr gleri sem hún bræddi og bjó til fallega muni. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja þau á Steinstúni og fá hlaðborð af kræsingum, allt svo gott og fallega fram borið. Oft tók hún fram myndir af barnabörn- unum sínum að sýna mér gullin sín. Hún var stolt amma. Nú fyll- ist maður söknuði að horfa þang- að heim á mannlaust húsið. Selma var stálminnug og hafði gaman af að segja frá mönnum og málefnum. Hún var fróð um flesta hluti og ættfróð með afbrigðum. Spor Selmu lágu oft að Dröng- um en þar ólst hún upp frá unga aldri. Þau hjónin fóru þangað á hestum og líka gangandi á tveim jafnfljótum. Þegar Ágúst varð sextugur fóru þau til Reykja- fjarðar á Ströndum, þar var Selma með allar veitingar í af- mælisveisluna hans. Ekki má gleyma afmælisveisl- unni hans Gústa þegar hann varð sjötugur. Hún var haldin í sam- komuhúsinu í Árnesi við mikið fjölmenni og allt sem borið var fram var unnið á Steinstúnsheim- ilinu, meira að segja borðvínið. Það var hvítvín úr rabarbara og rauðvín úr krækiberjum. Árið 2008 fórum við nokkur saman til Kanaríeyja. Selma og Gústi höfðu ekki farið þangað áð- ur. Þar fékk ég að vita að vinkona mín væri orðin veik af þessum hræðilega sjúkdómi sem að lok- um dró hana til dauða. Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér ljóð eftir Tove Findal Bengtsson: Þú hvarfst þér sjálfri og okkur hvarfst inn í höfuð þitt Dyr eftir dyr lukust og gátu ei opnast á ný. Þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr. Bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður. Sál þín er frjáls líkami þinn var hlekkjaður við líf sem ekki var hægt að lifa. Þú horfðir framhjá mér tómum augum, engin fortíð, engin framtíð, engin nútíð. Við fengum aldrei að kveðjast. Kærum eiginmanni hennar og afkomendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi hún hvíla í friði. Svanhildur Guðmundsdóttir. Okkur er það ljúft að minnast með nokkrum orðum hennar Selmu á Steinstúni sem lést í síð- ustu viku eftir erfið veikindi. Við eigum bara góðar minningar um hana. Börnin hennar og Gústa föðurbróður okkar eru á sama reki og við og því var samgangur mikill á milli heimilanna. Túnið í kringum Steinstúnsbæinn var okkar leikvöllur og endalaus æv- intýraheimur og sóttum við mikið þangað. Sérstaklega á veturna þegar búið var að ólmast og grafa út allt gilið var ekki amalegt að koma inn í hlýjuna á Steinstúni og fá hressingu hjá Selmu sem alltaf tók okkur opnum örmum. Ekki er hægt að sleppa því að minnast jólaboðanna á Steinstúni sem voru fastur liður í jólahátíð- inni og mikil tilhlökkun sem fylgdi þeim og þvílíkar kræsingar sem hún reiddi þar fram. Selma var ákaflega góð og mik- il húsmóðir og stolt af bænum sín- um en sumir segja að Steinstún sé fegursta bæjarstæði á Íslandi Eftir að við vorum orðin full- orðin og búin að eignast okkar eigin börn þá faðmaði hún þau alltaf og kyssti þegar hún hitti þau og minnast þau hennar með hlýju. Við viljum þakka Selmu og þeim hjónum á Steinstúni fyrir hlutdeild í æsku okkar. Það voru forréttindi fyrir okkur systkinin að hafa aðgang að þessu heimili. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Selmu samfylgd- ina og sendum Gústa og ástvinum hennar öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Systkinin á Tanganum, Jón, Gíslína, Guðrún, Gísli og Álfheiður. ✝ Ester Guðjóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1934. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 2. des- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Haf- liðason útgerð- armaður og Halldóra Kristín Þórólfsdóttir hús- móðir. Ester ólst upp á Skafta- felli, Vestmannabraut 62. Hún var næstyngst í hópi 11 systkina. Ester gekk í hjónaband 1. október 1955. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Benedikt Frí- mannsson f. í Fljótum í Skaga- firði 27.7. 1930. Ester og Benedikt eignuðust 5 börn. Re- bekka, f. 21.1. 1957, drengur andvana fæddur 16.4. 1958 , Rakel, f. 4.11. 1959, Kristín, f. 19.6. 1962 og Lí- ney, f. 3.10. 1963. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin einnig 14. Ester og Bene- dikt hófu sinn bú- skap í Vest- mannaeyjum. Þau fluttu til Reykjavíkur 1964. Árið 1971 hófu þau búskap að Stór- holti í Dölum og bjuggu þar til ársins 1990. Þau byggðu sér hús í Stykkishólmi og bjuggu í Hólm- inum síðustu árin. Útför Esterar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 8. des- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Sunnudaginn 2. desember sl. breyttist allt í lífi okkar systr- anna. Mamma lést í svefni eftir langa og erfiða baráttu. Missir- inn er mikill og margs er að minnast. Þegar við systurnar settumst niður og fórum að rifja upp komu fljótt upp á yfirborðið minningar sem tengdust mömmu frá okkar stærstu stundum í líf- inu, þegar við eignuðumst börnin okkar. Mamma mætti á staðinn, tók við heimilinu, sá um mat, bakaði, saumaði, sá reyndar um allt sem þurfti að gera fyrir börnin sem fyrir voru og var al- veg ómetanleg. Hún hafði ekki mörg orð yfir hlutina en sýndi í verki umhyggju og ástúð. Mamma var falleg kona bæði ytra og ekki síður hið innra, hún var hógvær og nægjusöm. Við systurnar ólumst upp við öryggi og ástúð, alls staðar var hand- bragð mömmu. Hún saumaði á okkur fötin, prjónaði, eldaði og bakaði, sá reyndar um heimilið sem var svo snyrtilegt. Mamma lagði mikla áherslu á að við stelp- urnar hjálpuðum pabba við bú- störfin, frekar en að hjálpa henni inni við heimilisstörfin. Mamma var aðeins 12 ára þegar hún veiktist af berklum, sem í þá daga var landlægur sjúkdómur. 16 ára gömul fór hún inn á Vífils- staðahælið sem var sjúkrastofn- un fyrir berklasjúklinga. Á þess- um tíma hafði hún kynnst pabba og stóð hann eins og klettur við hlið hennar alla tíð. Mamma var á fimmta ár í þessum veikindum sem settu mark sitt á hana allt hennar líf. Mamma og pabbi gift- ust 1. október 1955 og var hjóna- band þeirra ofið ást, virðingu, samheldni og umhyggju. Og í þannig andrúmslofti ólumst við upp, aldrei heyrðum við systurn- ar styggðaryrði falla á milli þeirra. Það er svo ómetanlegt fyrir okkur að eiga þessa minn- ingar um mömmu. Líf hennar einkenndist af hreinleika bæði ytra sem innra. Hún talaði aldrei misjafnlega um annað fólk, þó gat hún haft sínar skoðanir sem hún lét ekki í ljósi. Mamma hafði yndi af blómarækt og hvar sem hún bjó, og hafði aðstöðu til, ræktaði hún mjög fallega garða. Þrátt fyrir heilsuleysi annaðist hún heimilið með myndarbrag og vann stundum utan heimilis. Hún gladdist svo innilega með okkur systrunum þegar gekk vel hjá okkur og börnum okkar. Sem dæmi þá vildi hún alltaf fá að vita hvernig börnunum okkar hafði gengið í prófum þegar þau voru í skóla og í símtölunum sem fór okkur á milli, skrifaði hún upp einkunnirnar þeirra. Þetta geymdi hún vel og vandlega. Síð- ustu mánuðina dvaldi mamma á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og naut mjög góðrar umönnunar starfsfólksins þar og viljum við þakka því ágæta fólki innilega fyrir.Minning um mæta konu lif- ir, yndislega móður, ömmu og langömmu. Biðjum góðan Guð að styrkja pabba okkar, hann hefur misst svo mikið. Þú vænasta móðir er barst okkur börnin, í bernsku og róstri varst okkur vörnin, gegn vályndum boðum á vegunum grýttum. Vinsemd frá hjarta og virðingu nýttum, sem velvild mun byggja og ríklega skarta, til framtíðar sáðir með brjóstvitið bjarta. Þó töfrarnir dofni og tíminn vill tifa, munu tengslin við móður ævilangt lifa. (Reynir Arngrímsson) Þínar dætur, Rebekka, Rakel, Kristín og Líney. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt ég sagði í hljóði: Sofðu rótt þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn mín hljóða sorg og hlátur þinn sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr). Það er sárt að kveðja ástvin. Stingandi sársaukinn í hjartanu og tíminn sem stendur í stað á ólíkum augnablikum lífsins. Minningabrotin þjóta um hug- ann. Amma með vangann sinn þétt upp við minn. Þéttingsfast faðmlag. Faðmlag svo hlýtt og svo ekta. Faðmlag sem ávallt var til staðar. Alveg eins og Ester amma. Svo hlý og svo ekta og alltaf til staðar. Amma að skapa allan heiminn með höndunum sínum. Amma og ég að færa afa nesti út á tún í miðjum heyskap. Amma í garðinum, ég hugfangin af henni. Amma og ég að vinna í garðinum, hún í sínum stóra og ég í litla beðinu mínu. Amma að vinna á saumastofunni og ég að vefja garn í hnykla. Amma að gefa mér molarestina úr kaffi- bollanum sínum. Amma að snyrta á mér neglurnar. Amma og ég að skoða garðyrkjublöðin hennar. Amma og ég að spjalla í símann. Amma og ég að brjóta saman rúmföt. Amma að senda mér póstkort. Amma að kenna mér að búa til uppstúf. Við að borða nammi saman. Við að borða pizzu saman. Við að brjóta heilann yfir krossgátu. Við að horfa á íþróttir saman. Við að hlæja saman. Amma að rétta mér hjálparhönd. Styðja við mig. Sama hvað. Ég að hringja í ömmu. Ég að styðja við ömmu. Ég að liggja uppi í rúmi hjá henni. Ég að halda í hönd henn- ar. Laga koddann hennar. Ég að fá símtalið. Samverustundirnar með elsku Ester ömmu verða ekki fleiri í bili. Amma sem var mér svo miklu meira en amma. Þráin eftir fleiri stundum er svo sterk og söknuðurinn er mikill eftir hlýjum orðum, hvellum hlátrinum og lyktinni hennar ömmu. Ég er elsku ömmu svo inni- lega þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar, allt sem hún kenndi mér og allar minningarnar sem við skópum saman, þær geymi ég í hjarta mínu. Amma hefur alltaf fært mér birtu og minningin um hana mun gera það alla tíð. Sofðu rótt, elsku amma. Þín, Ester Helga. Sunnudaginn 2. desember er óhætt að segja að ég og við í fjöl- skyldu þinni, elsku amma, höfum orðið mun fátækari en áður. Ég var nývöknuð þennan eftirminni- lega dag sem breytti öllu, þegar mamma kom til að flytja mér þær fréttir að hún ástkær amma mín hefði fallið frá þá um morg- uninn. Fyrstu minningarnar mínar um ömmu í Stórholti eru bros- mild og góð kona sem tók alltaf vel á móti okkur, sama hve marg- ir voru á heimilinu. Í Stórholti var alltaf margt um manninn, sérstaklega í sauðburði eða í hey- skapnum enda fjölskyldan stór og margir sem vildu koma og að- stoða við allskyns bústörf sem þurfti. En aldrei fundum við fyrir því, hún amma sá alltaf fyrir því að nóg væri til fyrir alla og nóg pláss handa öllum. Svona var þetta líka eftir að þau afi fluttu úr sveitinni. Gamli kaffitíminn var alltaf á sínum stað, þar sem sérstaklega heimilisfriðurinn hennar ömmu og hjónabandssæl- an voru borðuð upp til agna. Eft- ir að hún amma veiktist fluttu þau afi aftur í Stykkishólm sem gaf mér tækifæri á að kynnast henni enn betur. Ég fór margar bókasafnsferðir fyrir hana þegar lesturinn var orðinn það eina sem stytt gat stundir hennar í veikindunum og finnst mér svo gott að hafa getað gert eitthvað fyrir hana á síðustu árunum sem skipti hana svona miklu máli, eft- ir allt sem hún hefur verið fyrir mig. Síðustu jól kom hún mér svo mjög á óvart og gaf mér jólagjöf fyrir hjálpina, en það voru nokkrir mjög fallegir hlutir sem hún hafði gert sjálf, enda snill- ingur í höndunum. En í minni fjölskyldu tíðkaðist það að við fermingaraldur hætt- um við að fá jólagjafir innan fjöl- skyldunnar, enda eiga þau 14 barnabörn og 14 barnabarna- börn. Ég var svo ánægð með þessa jólagjöf og er hún mér enn tákn- rænni og mikilvægari í dag þar sem þetta voru líka síðustu jólin sem hún amma lifði. Með þakkir fyrir allt og allar stundirnar okk- ar saman, kveð ég þig, elsku amma, með söknuði og hinstu kveðju. Mynd af þér brosandi að taka á móti okkur á tröppunum í Stór- holti mun ávallt lifa í hjarta mér og fylgja mér alla ævi. Takk fyrir allt, elsku amma, og megi Guð gefa þér góða ferð heim. Þín, Jóhanna Ó. Afar náið samband hefur alla tíð verið á milli tveggja yngstu systkinanna frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum. Hafliði, yngst- ur ellefu systkina, og Ester næstyngst. Fljótlega eftir að þau festu ráð sitt hófst sambúð þess- ara ungu fjölskyldna. Fyrst að Beggastöðum í Vestmannaeyjum en þar deildu foreldrar mínir íbúð með Ester og Benna. Næst bjuggu fjölskyldurnar saman í Miðtúni 32 í Reykjavík, hvor á sinni hæðinni þó, og þegar við fluttumst vestur í Dali, varð bú- skapurinn aftur náinn. Þó að líkami Esterar bæri merki berklaveikinnar, varð maður aldrei var við að það hefði áhrif á líf hennar og störf, því hún mætti lífsins stóru verkefn- um með vinnusemi, dugnaði og glaðværð. Það var einatt glatt á hjalla í Stórholti og mikilli vinnu og löngum dögum mætt með bjart- sýni og uppbrettum ermum. Mamma og Ester unnu saman að móður- og húsmóðurstörfum á stóru búi. Allir voru vinnumenn, háir sem lágir. Matmálstímar náðu oft saman hjá þeim sem unnu í eldhúsinu og það var reglusemi á matmálstímum, nema þá einna helst í leitum á haustin. Í þeim minningum skip- ar kraftmikil kjötsúpan stóran sess. Í heyskapnum komu hús- mæðurnar stundum með bakk- elsi, mjólk og kaffi út á tún. Þetta voru sælar stundir. Þegar Arnbjörg systir var lík- lega þriggja ára, fór mamma í söngferðalag til Norðurlanda með kór Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, sem fjórmenningarnir Ester og Benni og foreldrar mín- ir höfðu sungið í árum saman. Þetta margra daga brotthvarf mömmu var í góðu lagi því „hin mamman“ var til staðar. Ester tók að sér ungviðið og okkur bræðurna sem þurftum næringu og það vel útilátna. Við, sem höf- um átt Ester að í lífinu, höfum svo mikið að þakka fyrir. Ester heimtaði aldrei athygli en var á sinn hógværa hátt einskonar fót- festa og grunnur í lífi sinna nán- ustu. Hjónaband Esterar og Benna hefur í mínum huga alltaf verið eins og gegnheill klettur og nöfn þeirra oftar nefnd saman en hvort í sínu lagi. Samhent upp- fylltu þau hvort annað með skýrri verkaskiptingu sem var aldrei rædd, svo ég viti. Nú eru systkinin frá Skafta- felli í Vestmannaeyjum þrjú eftir af ellefu. Þessi hávaxni og tígu- legi systkinahópur lærði það við móðurkné að bænin og náið sam- band við frelsarann er haldreipi sem maður sleppir ekki hvað sem á dynur. Ég er þakklátur fyrir ástina og væntumþykjuna sem ég og systkini mín höfum alla tíð fundið fyrir frá Ester og Benna. Benni minn, fjölskyldur okkar sameinast enn og aftur. Nú í söknuði og fögrum minningum um hana elsku Ester. Nú er henni að nýju léttur andardrátt- urinn eftir langvarandi heilsu- brest. Nú baðar hún sig í birt- unni frá frelsaranum og upplifir fyllingu þessa magnaða fyrir- heits sem við öll eigum í trúnni á Jesú. Elsku Benni, Rebekka, Rakel, Kristín, Líney og fjölskyldur. Þið eigið okkur alltaf að og hjarta okkar, hugur okkar og ást okkar er hjá ykkur. Foreldrar mínir, Gyða og Hafliði, ásamt Ómari, Arnbjörgu og fjölskyldum okkar taka undir þessa kveðju. Ykkar elskandi frændi, Guðjón Hafliðason. Meira: mbl.is/minningar Ester Guðjónsdóttir 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.