Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Jólasvipur er kominn á Gömlu höfnina í Reykjavík, bátana í höfn- inni og næsta nágrenni. Í dag, laug- ardag, kl. 11-18 verður efnt til jólahátíðar. Smáhýsunum við Slipp- inn verður breytt í jólamarkað, þar sem selt verður margs konar hand- verk og jólavörur. Margir veitinga- staðanna bjóða upp á jólamat og drykki, sem og lifandi tónlist. Fyr- irtækin verða einnig með uppá- komur, s.s. sögustund um jólavætt- ina – líka Rauðhöfða, jólaföndur, og sýna jólalest. Ýmislegt fleira verð- ur til gamans gert fyrir jafnt unga sem aldna. Sjá nánar á Facebook - Gamla höfnin í Reykjavík. Jólahátíð við Gömlu höfnina í Reykjavík Margt verður um að vera í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal um helgina. Félagar í Kynjaköttum, Kattaræktarfélagi Íslands verða m.a. með kynningu á köttum sunnudaginn 9. desember frá klukkan 13 til 16. Á kynning- unni geta gestir kosið Jólaköttinn 2012 en þeir sem ekki eiga heim- angengt geta tekið þátt í kosning- unni á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Eigendur Jóla- kattarins hljóta verðlaun. Ungt tón- listarfólk úr Skólahljómsveit Aust- urbæjar spilar víða í jóladalnum og gleður gesti með jólatónum frá klukkan 14 til 16 laugardaginn 8. desember. Gestir velja Jóla- köttinn 2012 Tvöfalt kjördæmisþing framsókn- armanna í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, verður haldið sunnu- daginn 8. desember í hátíðarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Á þinginu verður kosið um fram- bjóðendur í efstu sæti framboðs- lista flokksins til alþingiskosninga í vor. Kosið verður í hvert sæti fyrir sig. Þingið hefst kl. 10 stundvíslega. Á kjördæmisþingi framsókn- armanna 3. nóvember sl. var ákveð- ið að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing við val á framboðslista flokksins. 643 félagsmenn eiga seturétt á tvö- földu kjördæmisþinginu. Alls hafa sjö einstaklingar gefið kost á sér til setu í efstu sætum listans. Þau eru: Eygló Þóra Harð- ardóttir alþingismaður í fyrsta sæti, Willum Þór Þórsson, fram- halds- og háskólakennari, í fyrsta sæti, Una María Óskarsdóttir, upp- eldis- og menntunarfræðingur, í fyrsta til annað sæti, Þorsteinn Sæ- mundsson rekstrarhagfræðingur í annað sæti, Ólöf Pálína Úlfars- dóttir, náms- og starfsráðgjafi, í annað til fjórða sæti, Sigurjón Jóns- son markaðsfræðingur í þriðja sæti og Sigurjón N. Kjærnested véla- verkfræðingur í fjórða til sjötta sæti. Framsóknarmenn velja frambjóðendur í efstu sætin í Kraganum Mývatnssveit Birkir Fanndal Dyngjan heitir félag handverks- kvenna í Mývatnssveit. Þær ágætu konur tóku það upp af myndarskap sínum fyrir meira en 10 árum að bjóða til opins húss með kennslu í laufabrauðsgerð einn dag fyrir jólin. Framtaki þeirra var þá strax vel tek- ið og síðan hafa þær haldið þessu áfram fyrir hver jól. Margir hafa notfært sér leiðsögn þeirra til að ná betri tökum á þessum þjóðlega sið, sem er eldri og sérstak- ari en flest annað sem haldist hefur úr fortíðinni hér um slóðir. Þetta árið var laufabrauðsdag- urinn, sem oftar haldinn á Hótel Reykjahlíð með velvilja nýrra hús- ráðenda þess gamalgróna hótels. Þónokkrir notfærðu sér hið góða boð kvennanna og náðu með því betri tökum á laufabrauðsgerðinni. Hnoða upp í deig, fletja deigið út og ekki síst að skera kökurnar og loks að steikja þær i sjóðandi feiti. Öll þessi fram- kvæmd krefst, ef vel á að fara, mik- illar verkkunnáttu, reynslu og smekkvísi, auk þess sem laufaskurð- urinn verður að listhandverki hjá þeim sem mestri fullkomnun ná við útskurðinn. Laufabrauð er gert á flestum heim- ilum hér um slóðir og kökurnar skipta víða hundruðum.Misjafnt er hvort skorið er með mynsturhjóli eða nett- um hníf en glæsilegustu kökurnar eru helst skornar með litlum vasahníf. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Laufabrauðsgerð Þær sjá um að útbúa deigið og fletja út kökurnar: Þórunn Einarsdóttir Baldursheimi, Sigríður Guðmundsdóttir Hraunteigi og Hjördís Albertsdóttir í Hólmum. Síðan tekur við útskurður gestanna. Kennslustund í laufabrauðsgerð Knattspyrnufélagið Fram, Íbúasamtök Grafarvogs og Íbúasamtök Úlfarsárdals krefjast þess í ályktun að yfirvöld í Reykjavíkurborg standi við gildandi skipu- lag og geri skurk í upp- byggingu hverfis í Úlfars- árdal. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vik- unni. Í tilefni af ályktuninni leggur borgarráð til að sviðsstjórar umhverfis- og skipulagssviðs, ÍTR, SFS, MOF og skrif- stofustjóri SEA tilnefni fulltrúa í teymi sem annast muni undirbúning og samráð í aðdraganda hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunn- skóla í Úlfarsárdal, almenningslaug og íþróttahús í Úlfarsárdal. Var þessi tilhögun samþykkt á fundinum. Morgunblaðið/Sverrir Borgin geri átak í Úlfarsárdal www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu „Vínlandsdagbók bregður upp forvitnilegri og persónulegri mynd af Kristjáni Eldjárn.“ EINAR FALUR INGÓLFSSON / MORGUNBLAÐIÐ „Kristján var afar góður stílisti, með næma athyglisgáfu og texti hans er grípandi og svo skemmtilega persónulegur.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðisflokkurinn Jólaball í Valhöll Hátíðleikinn verður ríkjandi í Valhöll við Háaleitisbraut annan í aðventu. Þingflokksformaðurinn Illugi Gunnarsson spilar undir á píanóið meðan dansað er í kringum jólatréð. Hurðaskellir mætir færandi hendi og boðið verður upp á heitt kakó og léttar veitingar. Gleðjumst saman á aðventunni. Allir velkomnir! Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Aðgangseyrir er 500 kr. og rennur til Mæðrastyrksnefndar. Sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 til 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.