Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Fríkirkjan í Reykjavík AÐVENTUKVÖLD sunnud. 9. desember kl. 20.00 Hugljúf jólastemmning. Ræðumaður er Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri miðborgar. Sigurður Guðmundsson úr hljómsveitinni Hjálmum flytur ljúf lög. Jazzhljómsveit Gunnars Gunnarssonar ásamt sönghópi Fríkirkjunnar auk blásarakvartetts. Sunnud. 16. Des. kl. 14.00. Jólatrésskemmtun. Aðfangadagskv. kl. 18.00. Aftansöngur fyrir alla fjölskylduna. Miðnætursamvera á jólanótt, kl. 23:30. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit með tónlistarfólki Fríkirkjunnar. Mætið tímanlega til að fá góð sæti! Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00 Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Gunnar Gunnarsson organist ásamt sönghópi Fríkirkjunnar. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Slökkviliðið í Reykjavík bjargaði manni af þriðju hæð fjölbýlishúss við Laugaveg 51 þegar eldur kom upp á annarri hæð hússins um há- degi í gær. Slökkviliðið þurfti að leggja stiga við húsvegg svo íbúinn kæmist út. Hann var fluttur á brott með sjúkrabíl og er talinn hafa fengið vott af reykeitrun. Jafnframt var konu fylgt af fjórðu hæð hússins en hún gat not- að stigaganginn eftir að hafa fengið sérstakan björgunarmaska. Íbúðirnar brunagildra Í húsinu eru fjölmörg rými sem nýtt hafa verið til útleigu, en þau standast ekki byggingarreglugerð að mati íbúa. Þeir hafa ítrekað kvartað undan þessu og bent á að brunavörnum sé ábótavant í húsinu. Þeir hafa margsinnis beðið borg- aryfirvöld að taka í taumana en upphaflega var þarna skrifstofuhús- næði, sem breytt var í leigu- herbergi. „Ég hef staðið í bréfaskriftum við byggingarfulltrúa og setið fjölda funda frá árinu 2005. Ég hef marg- sinnis bent á að þessar íbúðir eru brunagildra og í þeim eru engir neyðarútgangar. Þessi drengur komst naumlega lífs af og ég spyr hver hefði borið ábyrgð ef verr hefði farið. Er það ég sem eigandi í húsinu, er það Seðlabanki Íslands sem á þetta rými sem hann leigir eða eru það borgaryfirvöld,“ segir Friðrik Guðmundsson, formaður húsfélagsins á Laugavegi 51. Ekkert gert „Við höfum talað við borgarfull- trúa fyrir daufum eyrum og ekkert hefur verið gert í öll þessi ár. Við höfum bent þeim á að þau hafi heimild til að rýma húsnæðið en það hafa þau ekki gert,“ segir Frið- rik. „Það er algjör skandall að borg- aryfirvöld skuli ekki hafa séð sóma sinn í að bera fólk út sem þarna býr í skrifstofurýmum því engir neyðar- útgangar eru fyrir hendi. Við höf- um verið að berjast við yfirvöld í mörg ár,“ segir Bolli Kristinsson, sem á eign í húsinu. Í húsinu eru jafnframt verslanir og hætt er við að tjón hafi orðið vegna vatns og mikils reyks sem myndaðist í eldinum. Ítrekað verið bent á ónógar brunavarnir  Eldur kom upp á hádegi í fjölbýlishúsi við Laugaveg Morgunblaðið/Júlíus Bruni Hætta skapaðist í bruna á Laugavegi 51. Snör handtök slökkviliðsins leiddu til þess að manni var bjargað. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sértæk opinber gjöld á flugrekend- ur í innanlandsflugi munu hækka um 70-80 milljónir króna á næsta ári, segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar. Hann segir gjöldin þá hafa hækkað um nær 300 milljónir króna á rúmum þremur árum, eða frá 2009, þegar þau námu alls um 200 milljónum króna. Á fundi Isavia með flugrekstrar- aðilum 3. desember síðastliðinn kom fram að farþegaskattar frá Reykja- víkurflugvelli myndu hækka um 41% og lendingargjöld flugvéla um 33%. Leiðarflugsgjald, sem lagt var á um mitt ár 2010, verður hins veg- ar lækkað um tæpan helming og jafnar nokkurn veginn út hækkun lendingargjaldanna, að sögn Árna. Flugrekstraraðilar gagnrýna hækkunina harðlega og segja hana koma niður á rekstrarafkomu al- mennra flugsamgangna og stuðla að frekari fækkun flugfarþega. Samráð um fjárfestingar „Fyrsta apríl síðastliðinn hækk- uðu lendingargjöld um 70%, far- þegagjöld um 70% og flugleiðsögu- gjald um 22% og frá þeim tíma hefur farþegum fækkað. Þeim hafði fjölgað um 5% fyrstu þrjá mánuðina á þessu ári en frá þessum tíma í apríl hefur þeim fækkað aftur um 4-5%,“ segir Árni. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar er talað um gjöldin sem landsbyggðarskatt og gagnrýnt að framlög til rekstrar flugvalla skuli hafa verið skorin stórlega niður á sama tíma og fram- lög til annarra almenningssam- gangna hafa verið aukin. Árni segir eina forsendu hækkan- anna þá að fjárfesta þurfi í kerfinu, s.s. flugbrautum, en hann segir eðli- legt að flugrekendur eigi hlut að ákvörðunum um slíkar fjárfesting- ar. „Við teljum að ef þessir peningar eiga að koma frá okkur ættum við að hafa eitthvað um það að segja hvernig þeim er eytt. Og forgangs- röðun verkefna verði þá á faglegum forsendum en ekki pólitískum,“ seg- ir Árni. Skattar og gjöld í innanlands- flugi hækka enn  70-80 milljóna hækkun á næsta ári Morgunblaðið/Ernir Flug Árni segir líkur á að farþegum muni enn fækka í kjölfar hækkana. Norðurál undirritaði í gær verk- samning við ÍAV um byggingu 1.600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Um er að ræða fyrsta áfanga í fimm ára fjárfesting- arverkefni Norðuráls þar sem mark- miðið er að auka framleiðni og rekstraröryggi og framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári. Landsnet flytur rafmagn til ál- versins með þremur háspennulínum. Fyrirtækið stendur nú í fram- kvæmdum á Grundartangasvæði sem munu auka flutningsgetu um u.þ.b. 70MW eða um nærri 10 pró- sent. Heildarkostnaður við verkefnið verður á annan tug milljarða ís- lenskra króna en kostnaður við fyrsta áfangann nemur um þremur milljörðum. vidar@mbl.is ÍAV sér um stækk- un á Grundartanga  50 þúsund tonna framleiðsluaukning Morgunblaðið/RAX Grundartangi Framkvæmdir hefj- ast brátt við stækkun álversins. Magnús Sædal Sævarsson starf- ar fyrir skipulags- og bygging- arsvið Reykjavíkurborgar í sér- verkefnum en hann var byggingarfulltrúi í rúm 17 ár en lét af starfi árið 2011. Hann þekkir vel til erinda íbúa hússins á Laugavegi 51. „Þetta fór saman við há- marksannatíma hjá bygging- arfulltrúa fyrir og eftir hrun,“ segir Magnús og bendir á að ekki hafi gefist stund til að sinna málinu. „Byggingarfulltrúi hefði vissulega mátt sinna þessu máli betur,“ segir Magnús. Að sögn hans getur verið erf- itt að framfylgja lögum í slíkum tilfellum. „Þótt verið sé að fremja lögbrot er ekki öllum málum fylgt eftir,“ segir Magn- ús. Ekki hegnt fyrir lögbrot FV. BYGGINGARFULLTRÚI Embætti landlæknis telur að frum- varp til laga um breytingar á lögum um vörugjald á matvælum gæti aukið neyslu á sælgæti. Í umsögn landlæknis segir að ekki verði séð að það markmið að hækka vöru- gjöld til að hafa áhrif á manneld- issjónarmið náist með þessum breytingum. Samkvæmt frumvarp- inu hækka vörugjöld á sykri úr 60 í 210 kr./kg og taka vörugjöld af öðrum vörum mið af hlutfalli við- bætts sykurs og sætuefna í viðkom- andi vöru. „Þetta leiðir til þess að afnumið verður vörugjald af kolsýrðu vatni og hreinum ávaxtasafa og er það mjög jákvætt skref í rétta átt. Hins vegar mun vörugjald á gosdrykki einungis hækka lítillega, eða um 5 krónur á lítra eða 2,5 krónur á hálf- an lítra, en vörugjald á súkkulaði kemur til með að lækka um 16 krónur á kíló, einnig á ýmsu öðru sælgæti og kexi,“ segir m.a. í um- sögn landlæknis. Þetta eru þær vörutegundir sem vega hvað þyngst í sykurneyslu landsmanna. Breytt vörugjald gæti aukið sælgætisneyslu Eldri kona varð fyrir strætisvagni í Kópavogi í gærmorgun og slasaðist alvarlega. Slysið varð á Nýbýlavegi, á milli Túnbrekku og Þverbrekku, og var konan fótgangandi á leið yfir götuna þegar hún varð fyrir vagn- inum. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir vitnum að slys- inu. Fjórtán ára piltur varð fyrir bif- reið austarlega á Nýbýlavegi í Kópa- vogi um klukkan 14 í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Pilturinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi. Varð fyrir strætisvagni í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.