Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 49
var 12 ára, keppti í öllum yngri
flokkum félagsins og lék 14 meist-
araflokksleiki en snéri sér þá alfarið
að handboltanum.
Hann byrjaði að æfa handbolta
með Víkingi er hann var 14 ára, lék
með yngri flokkunum og síðan með
meistaraflokki Víkings í handbolta á
árunum 1957-78, yfir 300 leiki, og
var fyrirliði liðsins um skeið.
Rósmundur varð Íslandsmeistari í
handbolta með Víkingi í fyrsta sinn
er liðið hreppti þann titil, árið 1975.
Rósmundur lék með fyrsta ung-
lingalandsliði Íslands í handbolta og
fór með liðinu á Norðuralandamót,
árið 1962. Hann lék sinn fyrsta A-
landsleik á Spáni sem útileikmaður,
1963, og tólf árum síðar var hann
markmaður í tveimur landsleikjum.
Rósmundur þjálfaði yngri flokka
Víkings í handbolta um nokkurt
skeið og síðan meistaraflokk félags-
ins í eitt ár. Hann sat í stjórn hand-
knattleiksdeildar Víkings 1957-80 og
var formaður deildarinnar í eitt ár.
Hann sat í stjórn HSÍ á árunum
1978-81 og aftur á árunum 1984-87
og var m.a. formaður dóm-
aranefndar HSÍ og varaformaður
HSÍ um skeið.
Úr handbolta í golfíþróttina
Rósmundur hóf að leika golf sér
til óblandinnar ánægju um 1980 og
stundar enn golf af fullum krafti.
Hann lék með landsliði öldunga í
golfi árið 2003.
Rósmundur er félagi í Golfklúbbi
Reykjavíkur, sat í stjórn klúbbsins
um árabil, var gjaldkeri hans og
unglingaleiðtogi og sat í stjórn Golf-
sambands Íslands um fimm ára
skeið. Hann var golfdómari og
dæmdi þá m.a. á fjórum Íslands-
mótum, einu Evrópumóti og einu
Norðurlandamóti. Þá sat Rósmund-
ur í kappleikjanefnd Golfsambands
Evrópu í fjögur ár.
Rósmundur byggði sér sum-
arbústað í Öndverðarnesi í Gríms-
nesinu árið 2006, er þar langdvölum
á sumrin og oft um helgar yfir vetr-
artímann.
Fjölskylda
Eiginkona Rósmundar er Kolbrún
Sigurðardóttir, f. 17.7. 1954, hjúkr-
unardeildarstjóri á Hrafnistu. Hún
er dóttir Sigurðar Björnssonar
klæðskera og Sigurlaugar Eðvalds-
dóttur kaupmanns.
Börn Rósmundar eru Þórlaug
Rósmundsdóttir, f. 1965, sölumaður,
búsett í Reykjavík, og Jón Þór Rós-
mundsson, f. 1970, öryggisfulltrúi,
búsettur í Reykjavík en kona hans
er Stefanía Guðný Rafnsdóttir við-
skiptafræðingur.
Börn Kolbrúnar og stjúpbörn
Rósmundar eru Sigurður Freyr
Guðlaugsson, f. 1979, starfsmaður
hjá Líflandi, búsettur í Kópavogi, og
Ásthildur Guðlaugsdóttir, f. 1982,
sjúkraliði og nemi í hjúkrunarfræði,
búsett í Kópavogi.
Systkini Rósmundar: Guðríður
Guðrún Jónsdóttir, f. 1944, nú látin,
var starfsmaður IBM í Flórída í
Bandaríkjunum; Garðar Jónsson, f.
1946, húsasmiður í Mosfellsbæ; Þor-
björn Jónsson, f. 1949, húsasmiður í
Kópavogi.
Foreldrar Rósmundar Jón Salvar
Rósmundsson, f. 3.9. 1914, d. 14.3.
2004, borgargjaldkeri hjá Reykja-
víkurborg, og Steinunn Þorbjörns-
dóttir, f. 1.12. 1917, d. 23.11. 1985,
húsfreyja.
Úr frændgarði Rósmundar Jónssonar
Rósmundur
Jónsson
Guðbjörg Þorkelsdóttir
húsfr.
Jón Jónsson
frá Haukatungu á Snæfellsnesi
Guðríður Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorbjörn Guðmundsson
netagerðarm. í Rvík
Steinunn Þorbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík
Sigríður Þorleifsdóttir
húsfr.
Guðmundur Gottskálksson
frá Tröð á Snæfellsnesi
Elínóra Kristjana Pétursdóttir
húsfr. í Tungu
Oddur Tyrfingsson
b. í Tungu í Skutulsfirði
Rannveig Ágústína Oddsdóttir
húsfr. í Tungu
Rósmundur Jónsson
b. í Tungu í Skutulsfirði
Jón Salvar Rósmundsson
borgargjaldkeri Reykjavíkurborgar
Sólveig Bjarnadóttir
húsfr. í Kollafjarðarnesi
Jón Magnússon
b. í Kollafjarðarnesi í Strandahreppi
Feðgar Rósmundur og faðir hans.
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Guðlaugur Guðmundsson al-þingismaður fæddist í Ás-garði í Grímsnesi 8.12. 1856.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Ólafsson, f. um 1799, d. 27. maí 1872,
bóndi í Ásgarði, og Þórdís Magn-
úsdóttir, f. 21. ágúst 1835, d. 20. jan.
1891. Kona Guðlaugs var Oliva
Maria húsfreyja, f. á Toreskov á
Skáni í Svíþjóð 21.3. 1858, d. 22.3.
1937, dóttir Olavs Suensons, klæð-
skerameistara í Toreskov, og Marie
Suenson, fædd Ohlson. Börn þeirra
voru Þórdís María, Karólína Amalía,
Guðlaug Valgerður Oktavía, Ásdís
Charlotta, Guðmundur Þorkell,
Margrét Ólöf, Ólafur Jóhannes,
Soffía Fransiska og Kristín Guðný.
Guðlaugur varð stúdent 1876 og
tók lögfræðipróf frá Hafnarháskóla
1882. Hann var árið 1882 settur
sýslumaður í Dalasýslu og gegndi
því embætti í rúmt ár, og sat á Stað-
arfelli. Hann fluttist þá til Reykja-
víkur og stundaði þar málflutning og
önnur störf. Hann var málflutnings-
maður við landsyfirréttinn 1886-
1891. Guðlaugur var sýslumaður í
Skaftafellssýslu 1891-1904 og sat á
Kirkjubæjarklaustri. varð amtsráðs-
maður fyrir Vestur-Skaftafellssýslu
1892-1904 og sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ak-
ureyri frá 1904 til æviloka. Jafn-
framt var hann formaður amtsráðs
Norðuramtsins til 1907, er amts-
ráðin féllu niður. Hann var alþing-
ismaður 1892-1908 og 1911-1913.
Guðlaugur var einn af stofnendum
Stórstúku Íslands 1886 og formaður
hennar 1888-1891, enn fremur var
hann ritstjóri tímaritsins Íslenski
good-templar. Í formannstíð Guð-
laugs samþykktu góðtemplarar að
hefja baráttu fyrir áfengisbanni. Af-
staða Guðlaugs kom vel í ljós í ræðu
sem hann hélt á Alþingi 1895. „Ætti
maður […] nokkurn greinarmun að
gjöra á hóflegum og hneykslan-
legum drykkjuskap frá sjónarmiði
bindindismanna, þá verður maður að
segja, að hófdrykkjan er skaðlegri,
að því leyti sem hún er eptirdæmi,
en ofdrykkjan viðvörun“.
Guðlaugur lést 5.8. 1913.
Merkir Íslendingar
Guðlaugur Guðmundsson
Laugardagur
95 ára
Guðrún Ágústsdóttir
Ingveldur Haraldsdóttir
80 ára
Páll Viggó Jónsson
75 ára
Jóhanna Auður Árnadóttir
Lúðvík Ágústsson
Vilhelm Guðmundsson
Þórir Gíslason
70 ára
Inga Rósa
Sigursteinsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Jakobína Úlfsdóttir
Jón Þór Jónsson
Margrét Örnólfsdóttir
60 ára
Ásdís Jóhannsdóttir
Björn Jóhannsson
Guðrún Bára Gunnarsdóttir
Helgi Haraldsson
Inga María Henningsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Stefán Stephensen
Þorsteinn Magnússon
50 ára
Halldór Már Reynisson
Helga Óskarsdóttir
Hulda Jónsdóttir
Jóna Kristín Sigmarsdóttir
Karl Óskar Svendsen
Kristinn Guðni Ragnarsson
Kristín Þórmundsdóttir
40 ára
Alma Jenny Sigurðardóttir
Guðlaug Hauksdóttir
Viðar Þórðarson
30 ára
Birgir Guðjónsson
David Mitchell
Emil Friðriksson
Ingvar Barkarson
Matthea Kristjánsdóttir
Rúnar Örn Ólafsson
Stefán Kristjánsson
Sunnudagur
80 ára
Fjóla Rafnkelsdóttir
Hanna Sigurðardóttir
75 ára
Hreinn Benediktsson
Ingólfur Jón Sveinsson
Marinó Jónsson
70 ára
Ari Viðar Jónsson
Erlendur Jónsson
Kristín Briem
60 ára
Bryndís Einarsdóttir
Gísli B. Kvaran
Guðrún Jóhannsdóttir
Gunnlaugur Pétursson
Óskar Pálsson
50 ára
Gunnhildur Stefánsdóttir
Jósep Hálfdán Gíslason
Lína Björk Ingólfsdóttir
40 ára
Eyþór Helgason
Henryk Maria Hamerski
Jónína Guðjónsdóttir
Magnús Magnússon
30 ára
Ásgeir Ríkarð Guðjónsson
Garðar Hauksson
Hildur Una Óðinsdóttir
Hulda Sigrún Haraldsdóttir
Jónína Guðbjörg Aradóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Trausti ólst upp á
Langsstöðum en er bóndi
í Austurhlíð II í Bisk-
upstungum.
Maki: Kristín Sigríður
Magnúsdóttir, f. 1983,
bóndi og húsfreyja.
Börn: Sigríður M. Sigurð-
ard., f. 2005, og Magnús
R. Traustas., f. 2009.
Foreldrar: Hjálmar
Ágústsson, f. 1948, bóndi
á Langsstöðum, og Ingi-
björg Einarsdóttir, f. 1955,
bóndi.
Trausti
Hjálmarsson
50 ára Sigríður ólst upp í
Hafnarfirði, lauk hár-
greiðsluprófi og er sölu-
maður.
Maki: Rúnar Gíslason, f.
1960, viðskiptafræðingur.
Börn: Bergþóra, f. 1982,
en sonur hennar, Breki
Rúnar, f. 2010,
og Gísli Már, f. 1984.
Foreldrar: Bergþóra Val-
geirsdóttir, f. 1938, hús-
freyja, og Ellert Svav-
arsson, f. 1932, d. 2011,
járnsmiður.
Sigríður
Ellertsdóttir
30 ára Erla ólst upp í
Garðabænum. Hún lauk
BA-prófi í mannfræði við
Háskóla Íslands vorið
2012 og er nú starfs-
maður hjá Húsasmiðj-
unni.
Maki: Pascale Skúladótt-
ir, f. 1980, tamningakona.
Foreldrar: Ágústa Hjartar
Ástráðsdóttir, f. 1963,
starfsmaður hjá MP
Banka, og Grétar S.
Sveinsson, f. 1960, starfs-
maður hjá Vodafone.
Erla M. Hjartar
Grétarsdóttir
Vantar þig heimasíðu?
Snjallvefir sem aðlaga sig að öllum skjástærðum.
Verð frá 14.900 kr. + vsk
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Sími 553 0401
www.tonaflod.is