Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræður áAlþingi eruoft fróðleg- ar og svo var um þá umræðu sem fram fór um vörugjöld í fyrrakvöld. Ríkis- stjórnin hefur lagt áherslu á að þær breytingar sem áformaðar séu á vörugjöldum lúti einkum að því að samræma vörugjöld og bæta heilsu landsmanna með nýjum sykurskatti. Þegar betur er að gáð – og ekki þarf að skyggnast mjög djúpt til að sjá þetta – snúast fyrirhugaðar breytingar á vöru- gjöldum fyrst og fremst um að hækka skatta á almenning. Rík- ið vildi ná í 800 milljónir króna og valdi að fara þá leið að setja skattahækkunina í þann búning að verið væri að samræma vöru- gjöld á einstakar vörur og auka hollustu. Málið er ekki mikið flóknara en þetta sem sést best á því að ef ríkisstjórnin hefði aðeins ætlað sér að samræma gjöld og auka hollustu þá væri ekki gert ráð fyrir 800 milljóna króna tekju- auka vegna breytinganna. Skattheimtan á síðustu árum er hins vegar orðin svo yf- irgengileg að nú er reynt eftir megni að setja hana í umbúðir svo að fólk átti sig síður á hvað um er að vera. Að vísu neita sumir enn að viðurkenna að skattar hafi hækkað mikið á síðustu árum og því miður er fjármálaráðherra í þeim hópi. Birgir Ármannsson benti á það í umræðunum að rík- isstjórnin hefði ekkert gert í vörugjaldsmálum síðan hún stóð fyrir hækkunum vörugjalda sumarið 2009, en þá hafi verið snúið við lækkunum fyrri rík- isstjórnar. Um þetta sagði Katrín Júl- íusdóttir fjármálaráðherra að rétt væri að gripið hefði verið til hækk- ana á ýmsum gjöld- um árið 2009 en að engin þeirra hafi verið úr neinu hófi. Og um skattahækk- anir ríkisstjórn- innar almennt sagði hún: „Við fórum mjög hóflega og varlega í gjalda- og skattahækk- anir.“ Já, „mjög hóflega og var- lega,“ var lýsingin á skatta- hækkununum á kjörtímabilinu. En það er ekki aðeins 800 milljóna tekjuaukinn sem stað- festir að skattahækkun er meg- intilgangurinn með vörugjalda- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Annað sem gefur þetta skýrt til kynna er hve litlar breyting- arnar eru. Guðlaugur Þór Þórðarson benti á það við umræðuna að einungis væri tekið á minni mál- um en þeim stóru sleppt. Hann nefndi sem dæmi að 40% af skóm og fötum landsmanna væru keypt í verslunum erlend- is. „Mér er vel við útlendinga, en ég vil frekar hafa verslunina hér á Laugaveginum,“ sagði Guð- laugur. Katrín gaf á hinn bóginn lítið fyrir það að vörugjöld á skó og föt hefðu áhrif í þá átt að Ís- lendingar keyptu þessa hluti er- lendis. Hún virtist hins vegar af- skaplega stolt af því að hafa unnið þann sigur að hafa tekist að „samræma“ upp á við gjöld á nuddbaðkerjum og þannig sett undir þann leiðinlega leka að nuddbaðker væru tiltölulega ódýr miðað við baðker sem ekki nudda. Einhver hefði valið þá leið að lækka frekar gjöldin á síðarnefndu baðkerin en að hækka þau á nuddbaðkerin, en sú leið fór því miður ekki saman við einbeittan og óþrjótandi vilja ríkisstjórnarinnar til skatta- hækkana. Nú er ætlunin að nudda upp verði á nuddbaðkerjum í stað þess að lækka þau sem ekki nudda} Skattahækkun sett í búning samræmingar Hagvaxtartölursem Hag- stofan birti í gær sýna að hagkerfið er nú að vaxa um 2%. Þetta er lægra en spár hafa gert ráð fyrir og miklu lægra en bú- ast hefði mátt við miðað við þau sjónarmið sem stjórnvöld hafa sett fram um stöðu efnahags- mála. Um leið má segja að þess- ar tölur staðfesti það að stjórn- völd hafa ekki rætt málin út frá staðreyndum heldur í þeim til- gangi að afvegaleiða umræðuna vegna komandi kosninga. Nú er það að vísu rétt sem til- teknir talsmenn ríkisstjórn- arinnar, innan og utan stjórn- arráðsins hafa bent á, að hagtölur sem þessar kunna að breytast. Vera kann að matið verði hækkað síðar og staðan sé því í raun ekki jafn slæm og tölurnar gefa til kynna. Ekkert bendir hins vegar til að svo sé og um framhaldið eru enn meiri blikur á lofti. Spár fyrir næsta ár eru allt of lágar en byggjast samt sem áður á forsendum sem því miður eru að öllum líkindum of bjartsýnar. Full ástæða er þess vegna til að óttast að þessar nýjustu tölur séu fyrirboði um versnandi tíð í efnahagsmálum. Ef að líkum lætur mun ríkisstjórnin að vísu ekki túlka þær þannig, sem er sjálfstætt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin mun spinna nýju hagtöl- urnar í stað þess að viðurkenna vandann} Neikvæðar hagtölur A ðeins eru nokkrir dagar til jóla og ég á eftir að gera allt. Reyndar er flest á áætlun á heimilinu, en það sem ég á að sjá um er sem sagt allt eftir. Það þykja að vísu ekki fréttir í fjölskyldunni og enginn farinn að örvænta (því góðir hlutir gerast hægt, eins og ég tek gjarnan til orða). En ég er afbragðs víti til varnaðar og rétt að upplýsa þjóð mína um stöðu mála. Konan mín er búin að skreyta og baka og gott ef ekki kaupa flestar jólagjafirnar og oft búin að minna mig á að ég sjái einn um jóla- kortin að þessu sinni. „Mundu það!“ Í haust ákváðum við að á aðventunni skyld- um við hafa það huggulegt; sitja síðkvöldin löng við kertaljós og spjalla við dæturnar, lesa góða bók, fá okkur te eða kakó og bragða á undragóðum smákökum, bæði hér í kotinu og í fjölda heim- sókna til vina og vandamanna. Fara svo á jólatónleika og jólahlaðborð og labba í bænum í logni og nýfallinni mjöll. Njóta þess að vera til, heitir það á mannamáli. Allt yrði bú- ið. Svo ruddist aðventan skyndilega inn í líf mitt enn einn ganginn án þess að gera boð á undan sér. Konan mín seg- ist að vísu hafa nefnt það, en ég var víst í símanum og tók ekki eftir því. Enn hef ég varla gefið mér tíma til að fá mér tesopa, hvað þá að glugga í bók eða fara í heimsókn. Talaði að vísu við dæturnar um daginn, sem var yndislegt, og stalst í smákökubaukinn, en það má helst ekki fréttast. Árið er eins og vikan; hefst að manni finnst ofan í djúpum dal, smám saman vinnur maður sig upp brekku, er á toppnum í glampandi sól um mitt sumar, en síðan hallar á ný undan fæti. Oft er myrkur og kuldi neðst í dalnum. Að þessu sinni náðum við reyndar fyrr en áður í jólin niður í bílskúr og því hef ég ekki þurft að kvarta. Bros eiginkonunnar og dætranna er að vísu óvenju fallegt og lýsir upp tilveru mína alla daga ársins – og þess vegna heiti ég því á hverj- um föstudegi, að taka mig á í næstu viku. En svo er hún búin áður en ég veit af og ég strengi mitt vikulega heit á ný. Hvað um það. Nú heiti ég því að byrja að skrifa jólabréfið strax um eða eftir helgi, þessa eða næstu, að íhuga hvaða mynd af stelpunum ég hafi í kortinu þessi jól, líta í kringum mig eftir jólagjöf handa þeim öll- um og finna jafnvel eina handa sjálfum mér frá Stekkjarstaur. Nú skal njóta lífsins fram að hátíðinni. Vinna bara frá níu til fimm og ekki um helgar, elda öll kvöld, ryksuga, skúra og skreyta jólatréð sem ég hegg sjálfur úti í skógi og ber á bakinu alla leið heim. Sko mig! Þetta er allt að koma. En ég er að hugsa um að fresta því að gera efri skápana í eldhúsinu hreina þar til að ári. Enginn í fjölskyldunni nær hvort sem er nógu hátt upp til að komast að því hvort þar er ryk. Ég biðst í lokin afsökunar. Pistillinn hefur nefnilega birst áður, nánast orðréttur. Endurnýting er samt leyfi- leg því ekkert hefur breyst … skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Ha, eru að koma jól? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet áformar að leggjanýja 220 kV háspennulínufrá Kröflustöð í Mývatns-sveit að Fljótsdalsstöð Kárahnúkavirkjunar. Lagning lín- unnar sem nefnd er Kröflulína 3 er liður í styrkingu byggðalínuhringsins sem Landsnet vinnur að. Flutningskerfið á Norður- og Austurlandi grundvallast á löngum 132 kV línum sem eru hluti af byggðalínunni. Flutningsgeta þess- ara lína er talin of lítil. Í kerfisáætlun Landsnets kemur fram að fyrr eða síðar verður þörf á að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið. Á sumum hlutum leiðarinnar verður hugsanlega nægilegt að gera endurbætur og breytingar á núver- andi línum en annars staðar mun þurfa að byggja nýjar línur samhliða þeim eldri. Áformað er að reka meginflutn- ingskerfið í landinu með 220 kV spennu enda hafa kerfisathuganir Landsnets sýnt að núverandi bygg- ðalína þolir illa truflanir og ákveðnir hlutar hennar eru að verða takmark- andi fyrir orkuflutning og þar með uppbyggingu atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Áhættumat vegna flugvallar Fyrsti áfanginn í undirbúningi styrkingar byggðalínunnar er mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Áform um lagningu nýrrar línu um Skaga- fjörð og Eyjafjörð hafa mætt mikilli andstöðu landeigenda. Matsskýrsla Landsnets vegna framkvæmdarinnar er til athugunar hjá Skipulags- stofnun. Línuleiðin frá Akureyri til Kröfluvirkjunar, eða öllu heldur að fyrirhuguðu tengivirki á Hólasandi, er í skipulagsferli. Áformað er að leggja hana samsíða Kröflulínu 1 nema hvað vikið er frá núverandi línustæði til beggja enda. Þannig fer línan fjær byggðinni á Akureyri og flugvellinum. Verið er að gera áhættumat vegna nálægðar hennar við flugvöllinn. Þá mun hún enda á Hólasandi en ekki í Kröfluvirkjun, og tengjast þar háspennulínum frá væntanlegum virkjunum á Þeista- reykjum. Þriðji áfanginn, sem nú er kom- inn á skrið, er lagning Kröflulínu 3 frá Kröfluvirkjun að Fljótsdalsstöð, um 120 km leið. Hún verður, eins og aðr- ar áformaðar styrkingar byggðalín- unnar, með 220 kV spennu og því mun öflugri en núverandi byggðalína sem er 132 kV og möstur hennar verða mun hærri en þau gömlu. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja stöðugleika raf- orkukerfisins á Norður- og Austur- landi með betri samtengingu lands- hlutanna. Þannig á að auka öryggi raforkuafhendingar. Nýja línan mun að mestu liggja samsíða núverandi Kröflulínu 2. Metnir verða tveir valkostir. Í aðal- valkosti Landsnets er vikið nokkuð frá núverandi byggðalínu næst Kröflu. Það er heldur styttri leið og betri, að mati Landsnets. Til sam- anburðar verður metinn valkostur B þar sem línurnar verða samhliða alla leið. Gerð hefur verið fyrsta tillaga að matsáætlun. Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir til 19. desem- ber næstkomandi. Þegar styrkingu byggðalínunnar um Norðurland er lokið verður hugað að framhaldinu. Komið hefur fram að Landsnet vill kanna tengingu yfir há- lendið, frá Norðurlandi til virkjana á Suðurlandi. Ef ekki fæst leyfi til þess þarf að halda áfram að styrkja hring- inn, frá Fljótsdalsstöð með Suður- ströndinni og að Sigöldu og frá Blönduvirkjun í Hvalfjörð. Byggðalínan styrkt á öllu Norðurlandi Morgunblaðið/Einar Falur Möstur Nýju háspennulínurnar eru byggðar fyrir hærri spennu en gamla byggðalínan. Möstrin verður því meiri mannvirki en þau gömlu. Hringtenging » Byggðalínan er hringtenging raforkukerfis landsins. Hún er 1057 kílómetra löng. » Framvæmdir við fyrsta hluta byggðalínunnar hófust 1972. RARIK annaðist verkefnið í upphafi, síðan tók Lands- virkjun við og loks Landsnet við stofnun árið 2005. » Nýjasti hluti byggðalínunnar er Suðurlína frá Hornafirði til Sigölduvirkjunar sem tekin var í notkun 1984. Þar með voru öll raforkukerfi landsins orðin samtengd. » Byggðalínan frá Blöndu í Fljótsdal er um 300 km. End- urnýjun gæti kostað 15-20 milljarða. » Flutningskerfi Landsnets til- heyra ríflega 3.000 km af há- spennulínum og um 70 tengi- virki og spennustöðvar. » Meginhluti flutningskerf- isins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um há- spennujarðstrengi. » Stærsti hluti flutningsvirkja er á spennu frá 30 til 220 kV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.