Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Ég hafði aldrei náð að skjóta rjúpu þegar ég kom til Egilsstaða. En vandamálið var að þessir veiði- menn segja manni aldrei hvert best sé að fara. Ef maður spyr þá horfa þeir til hliðar án þess að svara. Eitt sinn rak ég augun í fræga veiðiskyttu í Kaupfélaginu. Ég læddist upp að hlið þessa gamla manns sem var að skoða hveiti og spurði hvort hann gæti gefið nýbyrj- anda góð ráð. Hann sagði að rjúpan ætti heima í skóginum en á veturna væri hún fyrir ofan skógröndina. Flestar rjúpur hefði hann einmitt skotið á Hallormsstaðahálsinum, langt fyrir ofan skóginn. Einn laugardagsmorgun ók ég einsamall upp á snæviþakinn Fagra- dal. Ég hafði frétt að kvöldið áður hefðu komið 30 byssur með fluginu frá Reykjavík. Enda þegar ég kom þarna uppeftir voru yf- irgefnir bílar um allt. Ég ákvað að leggja mínum bíl þar sem var mikill og þéttur birkiskógur. Með byssuna á öxl- inni arkaði ég upp kjarrvaxna hlíðina og uppgötvaði fljótt að ég þurfti að klofa snjóinn og skógurinn var býsna þéttur. Mitt plan var að berjast í gegnum skóginn og komast upp fyrir kjarrið þar sem landslagið var bert. Þar ætti að vera rjúpa samkvæmt leiðbeiningum skytt- unnar. En þetta var ekki auðvelt því allt var á kafi í snjó og greinarnar hlaðnar snjó. Sá eina snjóhengju á grein sem var í laginu eins og risa- vaxin rjúpa. Stilla var yfir og lands- lagið var eins og á jólakorti. Því ofar sem ég kom þéttist skóg- urinn. Ég klofaði snjó upp í hné og stundum hrundi ég niður í djúpa skorninga. Þetta virtist vonlaust. En þá sá ég ferla, far eftir þrjár klær sem mynda spor rjúpunnar. Ég ætl- aði að æða af stað og fylgja spor- unum en þá sat ég fastur í þéttum skóginum. Ég reyndi að rífa mig lausan, en þá hrundi snjór niður af greinunum og yfir mig allan. Það sem verra var: það kom snjór ofan í byssuhlaupið. Það mátti helst ekki gerast, því ef snjór var í hlaupinu gat verið hættulegt að skjóta, hlaup- ið getur sprungið í andlitið á manni. Ég stakk puttanum upp í hlaupið en þá bráðnaði snjórinn og það myndaðist tappi. Það var ekki gott. Þá fór ég úr vettlingum og stakk löngutöng upp í hlaupið, en puttinn festist. Það var verra. Ég vissi að ég átti ekki setja puttann upp í hlaupið og enn síður þegar byssan var hlað- in. Æ, æ, hvar átti ég að gera? Loks hrökk fingurinn úr hlaup- inu, eins og korktappi úr vínflösku. Puttinn var allur svartur. Reif grein af tré og með henni tókst mér að ná snjótappanum úr hlaupinu. Þegar ég hélt áfram göngunni rifu greinarnar af mér húfuna og svo var gripið í byssuólina og kippt í haglabyssuna. Ég barðist áfram en þá var eins og krækt væri undan mér fótunum svo ég datt um koll og hrundi ofan í djúpt gil á bólakaf í snjóskafl. Ég vissi þó að oft er það þannig að þegar manni gengur illa, þá kemur rétt á eft- ir það góða. Það næsta sem gerð- ist var að ég sá rjúpna- kúk mér til mikillar gleði, líktist fóð- urkögglum í hrúgu. Þar á eftir sá ég tvö bæli, smá snjóhús þar sem tvær rjúpur höfðu búið, hlið við hlið. Þegar ég var að rannsaka þetta þá flaug skyndilega upp rjúpa alveg við hliðina á mér, hvít og tignarleg, lét hún sig svífa á vængjunum yfir trjátoppana. Ég náði ekki að lyfta byssunni. Þá heyrði ég skothvelli lengra inn með hlíðinni. Þar voru grænklæddir veiðimenn með þjálfaða hunda. Hundarnir bentu þeim á rjúpuna og svo sóttu þeir bráðina. Ég kafaði áfram snjóinn og komst upp fyrir kjarrið. Allt í einu sá ég tvær rjúpur uppi á kolli beint fyrir framan mig. Þær horfðu forviða á mig, ég horfði á þær. Varlega tók ég byssuna af öxlinni. En þær flugu sína leið áður en ég gat tekið örygg- ið af. Þá gerði ég mér grein fyrir því að á rjúpnaveiðum þýðir ekkert að hafa byssuna á öxlinni og það gengur ekki að hafa öryggið á. Maður verð- ur að hafa byssuna í fanginu, alltaf tilbúinn með puttann á gikknum. Ég barðist áfram. Og nú var landslagið bert. En ég var renn- blautur af svita og uppgefinn. Ég var örmagna og komst ekki lengra. Settist á stein og tók upp nestið. Ég gerði mér grein fyrir því að senni- lega var þetta ekkert fyrir mig, maður þyrfti að vera í mun betri þjálfun til að komast yfir allt þetta labb. Lengra færi ég ekki þann dag- inn; vonlaus rjúpnaskytta. Næst þegar ég færi í vínbúðina myndi stelpan spyrja, nei engin rjúpa yrði svarið. Þá kom sólin fram og ég horfði niður í dalinn og nú skildi ég hvers- vegna hann var kallaður Fagridalur. Allt var snjóhvítt. Lengst niðri var þokuslæðingur að læðast. Magnað útsýni. Þegar ég var búinn með nestið setti ég öryggið á og ætlaði að labba beint í bílinn. Togstreita var þó um það hvort ég ætti að setja byssuna á öxlina eða ekki. Þá datt ég á bólakaf ofan í skafl og annar fóturinn sökk djúpt svo ég sat gjörsamlega fastur, byssuhlaupið fylltist aftur af snjó og fínu veiðivettlingarnir, svo mér varð hroðalega kalt á úlnliðunum. Blótandi reyndi ég að tæma vett- lingana, skríða upp úr holunni, en fóturinn sat pikkpastur eins og hann væri í gifsi. Gagnslaust var að kalla á hjálp þarna uppi á bláheiði. Mitt í þessu sá ég rjúpnahóp á hól beint fyrir framan mig. Fimm rjúp- ur kúrðu sig saman við stein, alhvít- ar og sætar. Ólmur barðist ég við fótinn og einhvern veginn tókst mér að velta mér upp úr holunni. Skreið á fjórum fótum í átt að rjúpunum. Þær hreyfðust ekki. Hægt og var- lega lyfti ég byssunni og tók öryggið af, sem sagði klikk. Ég miðaði vel og vandlega. Loks skaut ég. Rjúpurnar flugu upp en ein þeirra sat eftir og hristi sig, eins og hún væri að reyna hrista af sér höglin. Svo hóstaði hún. Þá kom blóðdropi út úr fiðrinu. Svo lagði hún höfuðið á hvítan snjóinn og deplaði augunum. Ég kom að henni og þarna lá hún. Hún var snjóhvít og hrein, al- gjörlega samlit snjónum. Hún lá á grúfu með vængina aðeins út- breidda, og sneri öðrum vanga að mér. Augun voru enn opinn. Blóð- blettur á hvítu fiðrinu. Svakalega falleg sjón. Hægt lokaði hún augunum eins og hún væri að sofna. Eldrautt blóðið skar sig úr, fæturnir voru hvítloðnir. Mér var brugðið. Þetta var eins og engill og ég var skítugur jólasveinn. Ég var glaður yfir því að koma ekki tómhentur heim, og nú gat ég sagt stelpunni í vínbúðinni frá. Ég var orðinn alvöru rjúpnaveiðimaður. En ég held ég hafi skotið engil. Ég held ég hafi skotið engil Eftir Ásgeir Hvítaskáld »Hægt lokaði hún augunum eins og hún væri að sofna. Eldrautt blóðið skar sig úr, fæturnir voru hvít- loðnir. Mér var brugðið. Þetta var eins og engill og ég var skítugur jólasveinn. Ásgeir Hvítaskáld Höfundur er rithöfundur. Ekki er hægt að láta ósvarað þeim rang- færslum sem fram komu í grein Erlings Ásgeirssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem birtist í Morgunblaðinu þann 5. desember 2012. Þar reynir oddvitinn að gera lítið úr sjón- armiðum sem fram hafa komið jafnt hjá lærðum sem leikum, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lagn- ingu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Erling segir hinn nýja veg verða „mjóa ræmu“ í Gálgahrauni. Slíkt er að vonum hjákátlegt enda ljóst að ef veg- urinn á að uppfylla nú- tímakröfur um greið- færni og öryggi þá mun hann setja veigamikil spor í hraunið til allrar framtíðar. Áætlaður vegur er hann- aður sem fjögurra akreina hraðbraut með mjög umfangsmiklum mis- lægum gatnamótum. Tveggja ak- reina braut yrði 28 metrar að breidd og fjögurra akreina braut á bilinu 40- 50 metrar. Menningar- og jarðfræðileg verðmæti Fyrir um átta þúsund árum varð eldgos í Búrfelli norðan við Helgafell og rann þaðan hraun til sjávar í Hafnarfirði og Skerjafirði. Garða- hraun og Gálgahraun í Garðabæ eru hlutar þessa hrauns og mun hug- myndin að merki Garðabæjar ein- mitt sótt í landslag við gíginn Búrfell og hrauntröðina Búrfellsgjá. Úfið hraunið er eitt helsta sérkenni lands- lags í landi Garðabæjar og ekki nema eðlilegt að fræðimönnum og íbúum landsins bregði við áform um lagn- ingu vegar um hraunið. Gálgahraun er ríkt að sögu- og menning- arminjum. Fógetastígurinn sem liggur um Gálgahraunið var alfara- leið á öldum áður og er mikil menn- ingarsaga tengd þeim stíg. Þar riðu höfðingjar á leið sinni til Bessastaða og sakamenn voru leiddir eftir Fóg- etastígnum að Gálgakletti til aftöku. Á síðari tímum hafa landsmenn notið Gálgahrauns sem útivistarperlu og þar hafa listamenn leitað innblást- urs, bæði skáld og málarar. Glíma Kjarvals við svonefndan Kjarvals- klett í hrauninu er einstök í íslenskri myndlistarsögu og kletturinn órækt minnismerki um þá glímu, minn- ismerki sem ekki aðeins Garðbæing- um heldur þjóðinni allri ber að varð- veita. Áform um veglagninguna eru því í hreinni andstöðu við vakningu á heimsvísu fyrir varðveislu slíkra um- hverfis- og menning- arsögulegra verð- mæta enda má án efa flokka Gálgahraun meðal svæða þar sem arfleifð íslenskrar þjóðar liggur. Sjálf- stæðismenn í bæj- arstjórn Garðabæjar verða að gera sér grein fyrir því að með- ferð þeirra á Gálga- hrauni varðar lands- menn alla og nauðsynlegt er að sýna auðmýkt og hlusta eftir fjöl- breyttum sjónar- miðum þegar taka á ákvarðanir sem varða slík sameiginleg verð- mæti þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn vilja ekki skoða heildstæð áhrif veglagningarinnar Staðhæfing Erlings um að engir raunhæfir kostir hafi verið settir fram í umræðu um veginn er röng og undirstrikar vilja- skort oddvitans til að hlusta á um- ræðuna. Nokkrir slíkir kostir hafa verið nefndir og ljóst er að svokölluð „núlllausn“ hefur alltaf verið til stað- ar, þ.e. að endurbæta núverandi veg u.þ.b. á sama stað með tvennt að leið- arljósi: (1) Að gera veginn að öruggri og greiðfærri samgönguleið. (2) Að finna leið sem ekki er íþyngjandi fyrir íbúa í hinu nýja Prýðahverfi í Garðabæ. Skipulagsyfirvöld bæjarins eru því miður, samkvæmt greinaskrifum oddvitans, ekki tilbúin til að leggja í endurskoðun á framkvæmdinni, þrátt fyrir að svo mikið sé í húfi eins og rakið hefur verið hér að framan. Nýlega var haldinn borgarafundur þar sem fræðimenn fjölluðu um jarð- fræði og skipulag hraunsins auk þess sem fjallað var um sögu þess og menningargildi. Oddvitinn sá ekki ástæðu til þess að mæta og kynna sér þessi sjónarmið. Í grein sinni heldur hann því fram að umræðan sé á villigötum og að hún byggist ekki á réttum upplýsingum. Hið rétta er auðvitað að oddvitinn er sjálfur á villigötum enda hefur hann ekki kynnt sér öll sjónarmið til hlítar. Flokkur Fólksins - í bænum hefur í bæjarstjórn verið rödd þess að finna betri lausn á legu Álftanesveg- ar sem allir geta verið sáttir við. Til þess þarf viljann einn og viðurkenn- ingu á mikilvægi þess að horfa til framtíðar og huga að hagsmunum heildarinnar. Fólkið - í bænum kallar eftir stuðningi alþingismanna í þessu mik- ilvæga máli. Á að leyfa sjálfstæð- ismönnum í Garða- bæ að eyðileggja Gálgahraunið? Eftir Ragný Þóru Guðjohnsen » Áform um Álftanesveg eru í hreinni and- stöðu við vakn- ingu á heimsvísu fyrir verndun á umhverfis- og menningarsögu- legum verð- mætum. Ragný Þóra Guðjohnsen Ragný Þóra situr í bæjarstjórn fyrir hönd Fólksins - í bænum. Oddfellowskálin 2012–2013 Fyrsta umferð í keppni um Odd- fellow-skálina var spiluð mánudags- kvöldið 26. nóvember. Markmiðið er að koma saman og styrkja fé- lagsauðinn. Spilað verður fjórum sinnum og gilda þrjú bestu skorin til verðlauna. Til leiks mættu 12 pör úr flestum stúkum höfuðborgarsvæðisins. Hæsta skor: Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 143 Hallgr. G. Friðrikss. – Skúli Sigurðss. 132 Stefán R. Jónss. – Helgi G. Jónss. 121 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 120 Páll Hjaltason – Hjalti Pálsson 119 Skor Þorsteins og Rafns er nokk- uð gott, 65% en meðalskor er 110 stig. Spilastjóri er Sigurpáll Ingi- bergsson. Næst verður spilað mánu- daginn 11. febrúar á nýju ári í hús- næði Bridssambandsins. Skráning sem fyrr hjá Birni Guð- björnss. í síma 896–8368. Félag eldri borgara Reykjavík Fimmtudaginn 6. desember var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Spilað var á 13 borð- um. Meðalskor 312 stig. Efstir í N/S: Björn Svavarsson – Óli Gíslason 361 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 346 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 331 Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 326 A /V Kristín Guðmundsd. – Kristján Guðmss. 380 Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrímss. 379 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 373 Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 369 Fimmtán borð í Gullsmára Spilað var á 15 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 6. desember. Úrslit í N/S: Örn Einarsson – Óskar Ólason 304 Ragnh.Gunnarsd. – Sveinn Sigurjónss. 294 Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 290 Katarínus Jónsson – Jón Bjarnar 288 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 322 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 311 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 308 Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 290 Og eftir 3 skipti í Guðmundar- mótinu (af 4) er staða efstu para: Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 1002 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 984 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 963 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 876 Björn hafði það af Aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs lauk sl. fimmtudag en þá var spiluð ellefta og síðasta umferðin í þessu bráðskemmtilega móti. Tvær efstu sveitirnar unnu góðan sigur og héldu þrjár efstu sveitir sínum sæt- um en sveit Erlu náði fjórða sætinu af Sveini Símonar. BK þakkar öllum sem þátt tóku fyrir skemmtilegt 12 sveita mót og vonar að mæting verði álíka áfram því þannig er þetta mun skemmtilegra. Lokastaða efstu sveita: Björn Halldórsson 215 Guðlaugur Bessason 203 Þórður Jörundsson 188 Erla Sigurjónsdóttir 177 Sveinn Símonarson 174 Næst veður eins kvölds tvímenn- ingur og síðan jólatvímenningur með viðeigandi verðlaunum fimmtudag- inn 20. des. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.