Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 Ég bað nemendur um það í haust að halda dagbók og skrifa hjá sérathugasemdir í léttum dúr um mál og stíl og veita meðal annarsathygli málfari í fjölmiðlum. Einn þeirra benti á fyrirsögn íblaði: „Laxveiðiár vonbrigða.“ Hún leynir á sér þessi. Hvers vegna? „Í þann mund mundi Mundi eftir mundi Mundu,“ sagði annar nemandi. Hér er sami hljómur í fimm orðanna en merking aldrei sú sama. Æfingar af þessu tagi eru sagðar efla heilastarfsemina. Þriðji nemandi: RAGGA GAGGAR. Hvað er sérstakt við þetta? Eða þetta: Á AGNES ENGA Á? Svar (ef menn eru í vafa): Það má lesa þetta bæði aftur á bak og áfram. Margir vita að FH og Haukar eru íþróttafélög í Hafnarfirði. Þess vegna vöktu þessi orð fréttarit- arans nokkra furðu fjórða nemandans: „Við erum stödd á leik Hauka og FH í Hafnarfirðinum og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.“ Annar íþróttafréttaritari var skáld- legur og sagði: „Fallegasta mark leiksins leit dagsins ljós þegar Jón Jóns- son skoraði með skalla.“ Fimmti nemandinn þekkir bandarískan lækni í Texas, sem á íslenska konu. Sá hefur það að tómstundagamni að þýða íslensk örnefni og heiti beint á ensku. Dæmi: Baby Bear Bay, Wrong River Parliament Easter, Screamrocks. Ég læt lesendum eftir að snúa þessu aftur á íslensku. Upp í hugann kemur smásaga Þórarins Eldjárns, Lúlli og leiðarhnoðað (úr bók- inni Ó fyrir framan, 1992). Faðir sögumannsins var með „þýðingadellu“: „Cliff Richard hét Pétur Ríkharðsson, John F. Kennedy hét Jón Kenjadýr og Spike Jones Broddi Jóhannesson.“ Námsmennirnir umræddu fengu það verkefni að ræða ný skáldverk í síð- ustu kennslustund fyrir jólapróf. Gyrðir Elíasson fékk sinn skerf af lofi fyr- ir skáldsöguna Suðurgluggann. Einkum varð fólkinu tíðrætt um húmorinn, þennan blýgráa Gyrðishúmor: „Þegar ég geng hér upp með húsinu þar sem ég sá manninn með keðjusögina um daginn, sé ég hvað hann var að gera. Hann hefur sagað niður alla veröndina. Hún er orðin verönd sem var“ (bls. 83). Man einhver eftir bók með svipuðu heiti? Gyrðir stríðir tiltekinni starfsstétt þegar hann lætur rithöfundinn segja: „„Harður og grimmur“, „miskunnarlaus“, „óvæginn“, „ágengur“. Mikið er ég orðinn þreyttur á svona bókmenntaumfjöllun. Hver vill hitta slíkt fyrir í lífinu, utan pappírsins? [….] Ég legg frá mér tímaritið sem ég er að lesa og lít til kamínunnar. Bókmenntagreinar loga alveg sæmilega, þær eru í það minnsta skrælþurrar“ (bls. 54). Málið El ín Es th er Sægröm mörgæs. Heimild: baggalutur.is Illugi er allur, drullar ei gulli! Mun amma Ragna raða ranga rammanum? Vá! Má merk skatan nota tonnatakskrem á máv? MÉR LEIÐAST SAMHVERFUR! „Verönd sem var“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Það er orðið tímabært að andstæðingar aðildar Ís-lands að Evrópusambandinu í öllum flokkum áAlþingi komi sér saman um hvernig þeir viljabinda enda á aðildarumsóknina og kanni jafn- framt hvort meirihluti geti verið fyrir því á Alþingi að komast að einhverri niðurstöðu í þeim efnum. Það sem hægt er að kalla tímabundnar skuldbindingar Vinstri grænna gagnvart Samfylkingunni er að renna út af þeirri einföldu ástæðu að kjörtímabilinu er að ljúka og þing- kosningar framundan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemur saman snemma á næsta ári og gera má ráð fyrir að þingmenn flokksins verði krafðir sagna um það á þeim fundi hvað þeir hafi gert til þess að framfylgja samþykktum lands- fundar síðasta árs en þar sagði: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðild- arviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Vafalaust munu margir lands- fundarfulltrúar vilja vita hvað þingflokkur sjálfstæðismanna hef- ur gert til þess að fylgja þessari ályktun eftir. Með sama hætti má gera ráð fyrir að kjósendur VG gangi eftir því við þingmenn og aðra frambjóðendur þess flokks hvað þeir hafi gert til þess að fylgja eftir yfirlýstri stefnu flokks þeirra um and- stöðu við aðild. Það er orðið þeim mun brýnna að niðurstaða fáist í það, hvernig þessu umsóknarferli eða öllu heldur aðlög- unarferli verður lokið vegna þess að það er orðið alveg ljóst hvert Evrópusambandið er að stefna og það á mikl- um hraða. Í fyrradag, fimmtudag, skýrði brezka dagblaðið Daily Telegraph, sem í meira en eina og hálfa öld hefur verið eitt af leiðandi blöðum í Bretlandi, frá því að blaðamaður blaðsins hefði séð níu síðna minnisblað, sem Hermann Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB, hefur tekið sam- an um næstu skref í þróun Evrópusambandsins. Skjal þetta er eins konar vegvísir um það hvernig einstök aðild- arríki evrunnar verði svipt fjárhagslegu sjálfstæði sínu og missi réttinn til að setja eigin fjárlög. Í marz á næsta ári gerir Van Rompuy ráð fyrir því að Seðlabanki Evrópu hafi fengið í hendur eftirlit með öllum 6.000 bönkum, sem starfa á evrusvæðinu, þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi lagzt gegn því að bankaeftirlit SE nái til allra banka. Þeir vilja að það nái bara til stærstu banka. Í framhaldi af því verði svonefnt bankabandalag að veruleika en í því mundi felast sameiginlegur neyð- arsjóður fyrir banka og sameiginlegt innistæðutrygg- ingakerfi. Lokaskrefið verði svo tekið á árinu 2014, þegar bæði bankabandalag og ríkisfjármálabandalag verði orð- ið að veruleika og evrusamstarfið þar með fullkomnað. Í framhaldi af því verði hafizt handa um breytingar á sátt- málum. Í ofangreindum áformum felst í raun stofnun Banda- ríkja Evrópu, sem smátt og smátt munu gera meiri kröf- ur til þeirra aðildarríkja, sem enn standa utan evrusam- starfsins um að þau lagi sig að því og kröfum þess. Nú skal tekið fram að ég er ekki að býsnast yfir þess- um áformum. Það má vel vera að þetta sé eina leiðin fyrir þjóðirnar á meginlandi Evrópu til þess að leysa þann djúpstæða vanda sem þær standa frammi fyrir og blasa við öllum. Hitt er ljóst að þessi þróun hugnast ekki öllum aðildarríkjum ESB og það á ekki sízt við um Breta. Meiri líkur en minni eru á því að þeir gangi til þjóðaratkvæða- greiðslu um tengsl Bretlands við Evrópusambandið á árinu 2014 og alls ekki hægt að útiloka að þeir kjósi að standa ut- an við þessa þróun. Það segir sína sögu um það viðhorf sem ríkir til Breta um þessar mundir á meg- inlandinu að Christian Noyer, að- albankastjóri Seðlabanka Frakk- lands, kallaði Bretland „aflandseyju“ á dögunum en það orð er eins og við vitum notað um smáeyjar, sem skapa skattaskjól fyrir við- skiptajöfra með fjölbreytta fortíð. Viðhorfi margra Breta til ESB um þessar mundir má kannski lýsa með því að vitna til orða hins litríka borg- arstjóra Lundúna, Boris Johnson, nú í vikunni en hann hafði orð um að mörg verkefna stjórnvalda í Aþenu væru nú komin á borð Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands, og að svo ætti eftir að fara hefði ekki verið framtíðarsýn Grikkja árið 1944. Hér vísar Boris Johnson til hernáms Þjóðverja í Grikklandi í heimsstyrjöldinni síðari en talið er að um 100 þúsund grískir borgarar hafi dáið úr hungri veturinn 1941-1942 og meirihluti Gyðinga í Grikklandi var fluttur í útrýmingarbúðir nazista. Þetta er andrúmsloftið í samskiptum aðildarríkja Evr- ópusambandsins um þessar mundir. Það liggur í augum uppi að við Íslendingar eigum ekkert erindi inn í þessa veröld en hljótum að vona að jákvæðari viðhorf verði ríkjandi í samskiptum þessara þjóða í framtíðinni. En fyrir utan tóninn í samskiptum þessara ríkja er auðvitað ljóst að 320 þúsund eyjaskeggjar norður í höf- um, sem sviptir hafa verið öllu fjárhagslegu sjálfstæði eins og að framan er lýst og bráðum ellefu hundruð ára Alþingi svipt fjárveitingavaldi sínu, mundu á innan við öld hverfa í þetta mannhaf 500 milljóna Bandaríkja Evrópu. Mér er til efs að allir þeir þingmenn, sem greiddu at- kvæði með aðildarumsókninni á Alþingi sumarið 2009 hafi séð fyrir sér þá framtíð innan ESB sem nú er að birt- ast. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er æskilegt og nauðsynlegt að binda enda á umsóknarferlið. Sú skylda hvílir á þeim þingmönnum, sem andvígir eru aðild að hafa forystu um það. Tímabært að binda enda á umsóknarferlið Er Bretland „aflandseyja“? Það segir seðlabankastjóri Frakklands! Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Mér varð hugsað til margrasagna um ættarmetnað og ættardramb, þegar ég las nýlega fróðlega bók Guðmundar Magn- ússonar sagnfræðings um Íslensku ættarveldin. Frá Oddaverjum til Engeyinga. Ein sagan er af forn- gríska skósmiðssyninum Ifíkrat- esi, sem gerðist herforingi og lést 348 f. Kr. Þegar ættstór maður, afkomandi hetjunnar Harmodíos- ar, hæddist að honum fyrir smátt ætterni, svaraði Ifíkrates: „Ætt- arsaga mín hefst með mér, en þinni lýkur á þér.“ Einn marskálkur Napóleons keisara, Nicolas-Jean de Dieu So- ult, sem uppi var 1769 til 1851, fékk hertoganafnbót og á að hafa svarað spurningu háaðalsmanns af gömlum og tignum ættum, Mat- hieus J.F. de Montmorencys her- toga, um ættfeður sína: „C’est no- us qui sommes des ancêtres“, það erum við, sem erum ættfeðurnir. Oft hefur líka verið vitnað til vísu norska skáldsins Henriks Ib- sens, sem Matthías Jochumsson þýddi: Það gefur ei dvergnum gildi manns, þótt Golíat sé afi hans. Þorsteinn Sölvason kennari frá Gafli í Svínadal orti um einn dótt- urson Bólu-Hjálmars, sem honum þótti ekki standa undir ætterninu: Sé ég nú, að satt er það, sem að forðum skáldið kvað. Það gefur ei dvergnum gildi manns, þótt Golíat sé afi hans. Ég hef þegar sagt frá orðaskipt- um Magnúsar Torfasonar sýslu- manns og Jóns Þorlákssonar for- sætisráðherra, sem báðir voru afkomendur Finns biskups Jóns- sonar. Magnús stærði sig af því að vera kominn af Finni í beinan karllegg, „og minn er göfugri“. Jón var kominn af Finni í kven- legg og svaraði: „En minn er viss- ari.“ Fræg eru líka ummæli Jóns Jacobsons landsbókavarðar, sem uppi var 1860 til 1925 og taldi sjálfan sig ættstóran: „Það er ekki nema einn Íslendingur ættgöfugri en ég. Það er Helga, dóttir mín, því hún er af ætt konunnar minn- ar líka.“ Móðir Helgu og kona Jóns, Kristín Pálsdóttir, var af Ví- dalínsætt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ættarmetnaður og ættardramb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.