Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Uppboð
á listaverkasafni
Gallerí Fold 1992–2012
sunnudaginn 9. desember kl. 16
og mánudaginn 10. desember kl. 18
Sérstakt uppboð á listaverkum úr búi
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður
haldið í Gallerí Fold.
Verkin verða sýnd
laugardag 11–17, sunnudag 12–15 og mánudag 10–17.
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Silfur- og speglauppboð
1. – 12. desember
Myndlistaruppboð
8. – 17. desember
Jóhannes
S.Kjarval
Opnun laugardag 8. desember kl. 15
Allir velkomnir
Sýning í Forsalnum
Elísabet Ásberg
8. – 23. desember
Jón
Stefánsson
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
B
jallan hringir þegar
dyrnar eru opnaðar hjá
Spilavinum við Lang-
holtsveg. Það er reyt-
ingur af fólki þrátt fyr-
ir að klukkan sé aðeins rétt rúmlega
tíu. „Við opnum ekki fyrr en klukk-
an ellefu en við segjum ekki nei við
fólk ef við erum mætt,“ segir eig-
andi verslunarinnar. Viðmælandinn,
Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson,
leiðbeinir áhugasömum kaupanda.
Tommi og Jenni sem eru búsettir á
bol Sigursteins hjálpa gestum að
hverfa aftur til ánægjustunda æsk-
unnar. Sigursteinn hefur frá barns-
aldri haft mikinn áhuga á hvers
kyns spilum. „Við fjölskyldan spil-
uðum alltaf jólaspil, það var púkk í
jólaboðum og svo vorum við systk-
inin að spila allt árið um kring. Ég
datt líka inn í tölvuleiki og leiklist-
arleiki. Þannig að allir leikir hafa
verið mér hugleiknir. Ég var í leik-
list í MH en mamma mín kennir
leiklist þar. Það var samt bara mjög
gaman að vera í tímum hjá mömmu
enda er hún bráðskemmtileg. Ætli
ég fái ekki leikháhugann frá
mömmu og skriftaráhugann frá
pabba en hann er rithöfundur. For-
eldrar mínir sameinast í mér,“ segir
Sigursteinn og dregur fram brúnan
kassa sem inniheldur útskrift-
arverkefnið hans úr Háskólanum.
Árið 2011 fengu Sigursteinn og vin-
ur hans styrk frá Evrópu unga
fólksins til að halda uppi Borðs-
pilamiðstöð til kynna fólk fyrir fjöl-
breytileika og ævintýraheimi borðs-
pilanna. „Við héldum
spilahönnunarvinnustofu þar sem
við vorum með fyrirlestra og við
vorum með spilakvöld reglulega í
meira en ár til að reyna að efla spila-
menningu í landinu.“
Reykjavík bjargað
Sigursteinn er einn af fáum
sem útskrifast með BA-gráðu í rit-
list úr Háskólanum en það nám hef-
ur nú verið fært á meistarastig. Út-
skriftaverkefni hans var nokkuð
sérstakt en kannski ekki ef tekið er
tillit til áhugasviðs hans. Hann útbjó
borðspilið Valborg undir dyggri leið-
sögn leiðbeinanda síns Rúnars Þórs
Þórarinssonar og hlaut ágætis ein-
kunn fyrir. „Þetta varð aðeins viða-
meira en ég bjóst við í upphafi og
síðustu tíu dagana fyrir skil var lítið
sofið. Ég var svo heppinn að finna
Rúnar Þór en hann gerði á sínum
tíma spilin Askur Yggdrasils og Æv-
intýralandið. Það var því frábært að
fá mann sem er búinn að vera leikja-
hönnuður í 20 ár og er auk þess bók-
menntafræðimenntaður,“ segir Sig-
ursteinn og opnar brúna kassann.
Upp úr honum tekur hann stórt
spjald með korti af Reykjavík, og
leggur á borðið ásamt fjölmörgum
spilum í ótal flokkum. Hann tekur
líka upp þykka bók sem inniheldur
ritgerðina sjálfa. „Ég hef alltaf haft
mjög mikinn áhuga á spilum og
þetta verkefni tengist beint inn á
það áhugasvið. Svo hef ég líka haft
áhuga á leikjahönnun og geri ráð
fyrir að ég fari út í hana í framtíð-
inni. Mig langaði þess vegna að loka-
verkefnið mitt væri eitthvað meira
en bara saga. Þetta er í rauninni
Bjó til borðspil og
útskrifaðist úr HÍ
Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson útskrifaðist nýverið úr ritlist frá Háskóla Ís-
lands. Lokaverkefni hans hefur vakið eftirtekt en það var afar óvenjulegt borðspil
sem byggist á samvinnu og því mikilvæga verkefni að bjarga Reykjavík.
Valborg Spil Sigursteins snýst um að bjarga Reykjavík.
Mósaík Spilið sem varð til á meðan vinna við lokaritgerðina stóð sem hæst.
Árleg aðventuhátíð Bergmáls, líknar-
og vinafélags, verður haldin í Háteigs-
kirkju sunnudaginn 9. desember kl.
16.00. Þar mun Guðmundur Þórhalls-
son, kennslustjóri í Borgarholtsskóla,
halda hugvekju. En auk þess verður á
dagskrá einsöngur tveggja nemenda
úr Söngskóla Sigurðar Demetz, kór-
söngur og almennur söngur jólasálm.
Veitingar verða í boði Bergmáls í safn-
aðarsal að lokinni samveru í kirkjunni
og eru allir hjartanlega velkomnir.
Endilega…
Bergmál Góður hópur í sumarferð í Kerlingafjöll síðastliðið sumar.
…sækið aðventuhátíð Bergmáls
Rúmlega 20 skógræktarfélög um land
allt bjóða fólki að koma í skóginn á að-
ventunni og höggva eigið jólatré gegn
vægu gjaldi. Þetta er um þriðjungur
allra skógræktarfélaga á landinu og
hefur þeim fjölgað nokkuð frá síðasta
ári þegar ein 15 félög buðu upp á
þessa þjónustu. Þessi siður nýtur æ
meiri vinsælda hér á landi og er orðinn
ómissandi liður í jólaundirbúningi
margra fjölskyldna. Börn sem full-
orðnir njóta þess að halda saman út í
skóg til að leita að draumatrénu fjarri
amstri og streitu hversdagsins. Fáein
skógræktarfélög spara tímabundnu
fólki þó ómakið og bjóða upp á söguð
tré af ýmsum stærðum og gerðum. Þá
er sums staðar einnig hægt að kaupa
tré í pottum, tröpputré, eldivið, grein-
ar og aðrar viðarafurðir. Útivist-
arskógar skógræktarfélaganna eru öll-
um opnir og í flestum þeirra hafa verið
lagðir stígar, komið upp áning-
arstöðum og annarri aðstöðu. Ágóði
af jólatrjáasölu skógræktarfélaganna
rennur allur til ræktunar og umhirðu
þessara skóga og uppbyggingar að-
stöðu í þeim. Almenningur nýtur því
góðs af jólatrjáasölu skógræktarfélag-
anna en fyrir hvert jólatré sem selt er
má reikna með að hægt verði að gróð-
ursetja 30-40 ný tré. Sérstök athygli
er vakin á því að mismunandi er milli
skógræktarfélaga hvenær jólaskóg-
arnir eru opnir og því gott að kynna
sér það áður en lagt er af stað á vef-
slóðinni www.skog.is.
Jólatrjáasala styrkir útivistarskóga
Jólaleg fjölskyldustund
Morgunblaðið/Kristinn
Fengur Það er gaman að skunda heim með jólatré sem maður heggur sjálfur.
Morgunblaðið/Golli
Jólatré Mörg tré finnast í skógum
landsins og margir höggva eigið tré.