Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 14
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, segist
þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að
kjósa um hin stóru mál í þjóðfélag-
inu. Nefnir hann í því sambandi
t.d. að slík kosning hefði átt að
fara fram um byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar og um umsókn að
ESB á sínum tíma. Jafnframt
nefndi hann að stjórn fiskveiða
ætti að ákvarða í slíkri atkvæða-
greiðslu.
Þessi sjónarmið Styrmis komu
fram á opnum fundi í Háskóla Ís-
lands í gær þar sem hann ræddi
bók sína um átök í Sjálfstæð-
isflokknum. Einnig ræddi Styrmir
hvort og þá hvaða lærdóm mætti
draga af átökum fyrri ára í stjórn-
málum.
Opna þarf flokkinn
„Ég hef tröllatrú á dómgreind
hins venjulega borgara. Ég fullyrði
að dómgreind hans sé betri og
traustari en dómgreind þeirra sem
sitja á Alþingi og í sveitarstjórnum
hverju sinni. Almenningur notar
sína heilbrigðu skynsemi, en kjörn-
ir fulltrúar verða fyrir miklum
þrýstingi úr öllum áttum sem
rugla þá í ríminu,“ sagði Styrmir,
fullviss um kosti beins lýðræðis.
Styrmi varð tíðrætt um bak-
tjaldamakk og óheilindi í stjórn-
málum í gegnum árin. Hann setti
m.a. fram þær skoðanir sínar að
galopna þyrfti stjórnmálin.
Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að
opna sig betur gagnvart hinum al-
menna flokksmanni. Hann telur
landsfund flokksins ekki heppileg-
an vettvang til að kjósa forystu og
móta stefnu flokksins. Hinn al-
menni flokksmaður eigi að kjósa
forystu flokksins og vera spurður
álits þegar kemur að stefnumótun
flokksins í almennri atkvæða-
greiðslu. Það sé betri leið til að
haga stefnumótun, með þeim hætti
megi útrýma baktjaldamakki sem
lýst er í bókinni.
Á fundinum sagðist Styrmir að
vissu leyti skilja viðbrögð ungra
fjölmiðlamanna við bókinni og
hvernig hann og félagar hans á
Morgunblaðinu hefðu ritstýrt
blaðinu á milli þess að vera á kafi í
innanflokksmálum. Hinsvegar
þurfi að skoða það tímabil í sam-
hengi við það sem var að gerast á
þeim tíma, aðskilnaður fjölmiðla og
stjórnmálaflokka hafi verið í gangi.
Þá hafi verið aðrir tímar og um þá
sé ekki hægt að dæma út frá sjón-
armiðum líðandi stundar.
Morgunblaðið/Ómar
Skoðun Styrmir Gunnarsson vill opna Sjálfstæðisflokkinn og hleypa hinum almenna flokksfélaga að borðinu þegar
kemur að kosningu á forystu og stefnumörkun. Þá vill hann auka vægi beins lýðræðis til muna.
Vill opna stjórnmálin
fyrir almenningi
Styrmir treystir dómgreind hins almenna borgara
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gær, að ekki yrðu send jóla-
kort innanlands í nafni ráðuneyt-
anna, þ.e. forsætisráðuneytisins,
fjármála- og efnahagsráðuneytis-
ins, velferðarráðuneytisins, at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins, umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins, innanríkisráðu-
neytisins, mennta- og menningar-
málaráðuneytisins og utanríkis-
ráðuneytisins.
Þess í stað verði 7,5 milljónir
króna veittar af ráðstöfunarfé
ríkisstjórnarinnar til tíu
góðgerðarsamtaka hér á landi.
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar,
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar,
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs,
Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og
Hjálpræðisherinn á Íslandi fá
650.000 krónur hver, samtals: 3.250
þúsund krónur, samkvæmt ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar.
Hjálparstarf kirkjunnar, Sam-
hjálp-félagasamtök, Rauði kross Ís-
lands, Fjölskylduhjálp Íslands og
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fá
850.000 þúsund krónur hver, sam-
tals 4.250 þúsund krónur.
7,5 milljónum úthlutað
til góðgerðarsamtaka
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur ákveðið að óvissustig
vegna jarðskjálftahrinu á Norður-
landi muni gilda enn um sinn.
Víðir Reynisson, deildarstjóri al-
mannavarnadeildar, segir að lík-
lega verði staðan endurskoðuð í
næstu viku.
Hann nefndi að í gær hefðu orðið
stakir jarðskjálftar fyrir norðan
þótt tæplega sé lengur hægt að tala
um jarðskjálftahrinu. „Okkur er
ekki vel við að taka þetta af meðan
enn eru skjálftar þarna,“ sagði
Víðir.
Óvissustigi almannavarna var
lýst yfir vegna jarðskjálftahrin-
unnar úti fyrir Norðurlandi þann
24. október síðastliðinn.
gudni@mbl.is
Óvissustig
gildir enn
um sinn
Styrmir segir bók sína að hluta til sögu um eigingirni, óheilindi og rýt-
ingsstungur í pólitík. Bókin fjallar að stórum hluta um tímabilið 1970-
1985 sem var tímabil mikilla átaka í Sjálfstæðisflokknum. Þá segir hann
raunveruleikann sem lýst er í bókinni að einhverju leyti ástæðu þess að
venjulegt fólk vilji ekki koma nálægt stjórnmálum, því þurfi að breyta. Á
fundinum sagði Styrmir t.a.m. dóttur sína hafa sagt bókina ljóta sögu
þegar hún fékk handritið í hendurnar í sumar.
Styrmir viðurkennir að hafa verið á bólakafi í baktjaldamakki innan
flokksins en segist hins vegar ekki vera í þeim hópi sem hafi fæðst inn í
Sjálfstæðisflokkinm. Hann hafi alltaf litið á sig sem hálfgerðan ut-
angarðsmann í flokknum með sínar sérviskulegu skoðanir, „aldrei þótt
neinn sjálfsagður innanbúðarmaður“. Frekar hafi tilviljun ráðið því að slík
varð raunin.
Harður veruleiki stjórnmála
UTANGARÐSMAÐUR MEÐ SÉRVISKULEGAR SKOÐANIR
www.forlagid.is
Loksins á
íslensku
Hún er orðin tvö hundruð ára en ennþá
jafnfögur og stjórnsöm og þegar sagan
um hana kom fyrst út árið 1815:
Vinsælasta bók Jane Austen ásamt
Hroka og hleypidómum.
Ný þýðing Sölku Guðmundsdóttur.
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavik
www.gam.is