Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 ✝ Selma JóhannaSamúelsdóttir fæddist í Bæ í Tré- kyllisvík, Árnes- hreppi, 20. janúar 1942. Hún lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, 29. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Anna Jak- obína Guðjóns- dóttir, f. 6.10. 1913 í Skjaldabjarnarvík, d. 4.10. 2006, og Samúel Samúelsson, f. 4.12. 1907 í Skjaldabjarnarvík, d. 20.2. 1942. Stjúpfaðir Selmu var Krist- inn Hallur Jónsson, f. 8.9. 1912 í Litlu-Ávík í Árneshreppi, d. 9.8. 2000. Systkini Selmu eru Þor- björg, f. 6.3. 1934, Ágústa Guð- rún, f. 23.4. 1935, Sigurvina Guð- munda, f. 1.8. 1937, Bjarnveig Sigurborg, f. 5.7. 1940, Jón, f. 19.12. 1944, Sveinn, f. 4.9. 1946, Sólveig Stefanía, f. 9.5. 1948, Arngrímur, f. 30.4. 1950, Elías Svavar, f. 8.5. 1951, Guðmundur Óli, f. 2.10. 1952, Guðjón Stefán, f. 4.10. 1954, Benjamín, f. 7.6. 1956, og Óskar, f. 20.3. 1958. Selma giftist 8. júní 1963 Lind, f. 1997. 4) Ingibjörg, f. 1.3. 1970, bókmenntafræðingur og lektor við HÍ, gift Má Einarssyni bókasafns- og upplýsingafræð- ingi, f. 1969. Börn þeirra eru: Davíð Ingi, f. 2004, Jóhanna, f. 2007. 5) Arnar Hallgrímur, f. 9.2. 1975, rekstrarfræðingur og framleiðslustjóri, kvæntur Stein- unni Ólöfu Benediktsdóttur markaðsfulltrúa, f. 1973. Synir þeirra eru: Kristinn Hallur (barnsmóðir Dagný Ása Stef- ánsdóttir), f. 2001, Ágúst Freyr, f. 2008. Selma var í Bæ til 2ja ára ald- urs, þá flutti hún á Seljanes, og svo að Dröngum þegar hún var 11 ára. Hún nam við Húsmæðra- skólann á Ísafirði á vorönn 1959, vann í fiski í Bolungarvík fyrri hluta árs 1961 og fór svo í kaupa- vinnu í Eyjafirði um sumarið. Hún fluttist að Steinstúni haustið 1961 og bjó þar þangað til vorið 2011 þegar þau hjónin fluttust á Akranes vegna veikinda Selmu. Selma stýrði heimilinu á Stein- stúni af miklum myndarskap og vann jafnframt við bústörf úti við. Hún starfaði lengi sem ritari Kvenfélags Árneshrepps og vann að ýmsum málum í sveitar- félaginu, var m.a. í barnavernd- arnefnd og sóknarnefnd og var um tíma formaður skólanefndar. Útför Selmu verður gerð frá Árneskirkju í Trékyllisvík í dag, 8. desember 2012, og hefst at- höfnin klukkan 14. Ágústi Gíslasyni, f. 15.7. 1934, bónda á Steinstúni í Árnes- hreppi. Foreldrar Ágústs voru Gísli Guðlaugsson, f. 2.2. 1899, d. 27.1. 1991, og Gíslína Vilborg Valgeirsdóttir, f. 28.4. 1898, d. 20.5. 1961. Börn Selmu og Ágústs eru: 1) Gísli, f. 26.12. 1962, stýrimaður og steinsmiður í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Kristínu Teitsdóttur, f. 1963. Dætur þeirra eru: Elsa Rut Jó- hönnudóttir, búfræðingur, f. 1989, Selma Margrét, f. 2000. 2) Samúel, f. 26.2. 1964, rafvirkja- meistari á Akranesi, kvæntur Önnu Berglindi Einarsdóttur tækniteiknara, f. 1963. Börn þeirra eru: Samúel Ágúst, raf- virki, f. 1986, Sólveig Rún, fram- haldsskólanemi, f. 1994, Stefán Logi, framhaldsskólanemi, f. 1996. 3) Guðlaugur Agnar, f. 11.02. 1965, vélfræðingur og bóndi á Steinstúni. Sambýlis- kona hans er Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir verslunarstjóri, f. 1970. Dóttir þeirra: Júlíana Elsku mamma. Ég hef lengi saknað þín en nú ertu farin frá okkur fyrir fullt og allt, alltof snemma. Þú veiktist af sjúkdómi sem er með eindæmum miskunn- arlaus og svipti þig öllu nema líf- inu, um stund, en svo tók hann það líka. Þú áttir svo margt eftir: að njóta lífsins á efri árum, ferðast og horfa á barnabörnin vaxa úr grasi, stolt af fjársjóðun- um þínum. Hve oft ég hef grátið þetta óréttlæti lífsins. Fallega, góða mamma, þú áttir þetta ekki skilið. Mér finnst líka svo órétt- látt að börnin mín fái ekki að njóta þín lengur. Mamma, þið pabbi voruð alltaf til staðar, okkar stoð og stytta. Þú hvattir okkur systkinin áfram í öllu sem við kusum að gera. Aldr- ei dæmdir þú eða bannaðir: þú leyfðir okkur að læra af mistök- unum. Þú lagðir líka mikla áherslu á að við myndum mennta okkur. Hvað þú varst stolt þegar ég fékk doktorsgráðuna, svo fal- leg og glöð við útskriftina í fína upphlutnum þínum. Draumar þínir um að læra rættust í gegn- um okkur. Myndir af þér fljúga í gegnum hugann. Hlæjandi kona með sól í augunum stendur á tröppunum á Steinstúni og tekur á móti gest- um. Með bros á vör ræktaðir þú fallega garðinn þinn, allt dafnaði í höndunum á þér. Með snöggum og ákveðnum hreyfingum rakaðir þú hey úti á túni. Í eldhúsinu söngstu og dansaðir við lag sem hljómaði í útvarpinu. Í uppáhalds- stólnum þínum varstu löngum stundum að prjóna rósasokka. Eða með bók í hönd, því að þú elskaðir að lesa. Þegar heyskap- urinn stóð sem hæst kom ung snót inn með heylykt í hárinu og henni mætti yndislegur mat- arilmur og falleg kona í svuntu sem saumuð var í líflegum litum. Þegar setið var við sauma á dimmu vetrarkvöldi deildir þú með mér aðferðum og visku sem löng og mikil lífsreynsla hafði gef- ið þér. Þegar við sátum uppi í fjalli með stórar berjafötur og tín- ur og tíndum pínulitla bláa bolta og þú sagðir mér sögur af æsku þinni; þegar farið var á beitarhús- in úti á hlíð, þegar þú hoppaðir í þykkan og votan þarabunkann í Mjóavogi, þegar þú klifraðir í klettunum yfir grænfyssandi sjávarlöðrinu sem smástelpa og systur þínar björguðu þér úr gini dauðans, þegar þú dast í ána á leiðinni á ball og barst niður með straumnum og var naumlega bjargað. Þú hélst öllu í röð og reglu, frystikisturnar voru alltaf fullar af mat, húsið ilmaði af ný- bökuðu sætabrauði og hreinlæti, þú lagðir dúk á gólf og málaðir veggi, glugga og grindverk, þú hélst bókhald og gerðir skatta- skýrslur, þú last bækur og naust þess að hlusta á tónlist, þú kunnir að njóta lífsins, hlæja og dansa, segja sögur í góðra vina og ætt- ingja hópi. Þú varst líka kraftmik- il og ákveðin kona sem lét aldrei vaða ofan í sig. Og hugrökk varstu með eindæmum: þú óttað- ist ekkert, nema kannski það sem að endingu tók þig frá okkur. Mamma mín, þú varst svo fjöl- hæf, svo klár, svo góð, svo sterk manneskja. Þú varst okkur svo góð fyrirmynd og ég hefði ekki getað átt betri mömmu. Mér finnst erfitt að kveðja þig en minningarnar um alla þína elsku og visku munu hugga mig og ylja mér. Hvíl í friði, mín ástkæra mamma. Blessuð sé minning þín. Ingibjörg. Elsku mamma. Nú ertu komin heim norður á Strandir. Þú ert kannski að baka smákökurnar þínar fyrir jólin á Steinstúni eða að ríða á honum Skjóna þínum á beitarhúsin á Dröngum. Eða ert hjá englunum eins og Ágúst Freyr segir. Hvort heldur er þá ertu komin á góðan stað þar sem þú ert fullfrísk og hugurinn og höndin vinna saman. Þú varst besta mamma í heimi og besta amma í heimi. Strákarnir mínir, Kristinn Hallur og Ágúst Freyr, eiga eftir að sakna þín. Að fá að alast upp með þína styrku hönd við bakið á sér er ómetan- legt og að því bý ég alla ævi. Ef eitthvað bjátaði á þá áttir þú alltaf svör og lausnir við öllu, studdir í gleði og sorg. Að koma heim á Steinstún í frí eftir að ég fór alfar- ið að heiman, faðma þig og setjast svo niður með þér með mjólkur- glas í annarri og heimabakað brauð með rúllupylsu í hinni er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Tala um daginn og veg- inn við þig og finna hlýjuna sem alltaf var til staðar hjá þér. Þú varst vitur, skynsöm, hagsýn, hlý, harðdugleg, alúðleg við alla og höfðingi heim að sækja. Ég dáist að ykkur pabba fyrir að hafa kom- ið okkur systkinum öllum til manns og mennta, stutt okkur öll á mismunandi hátt. Ég man vel þegar Steinunn kom með mér heim um jólin 2006 til ykkar pabba og þú hringdir í mig þó- nokkru áður og spurðir mig hvort ég héldi ekki að Steinunni myndi líka stjörnusokkarnir þínir. Þú hafðir aldrei hitt hana en hugs- aðir strax um hvað þú gætir gefið henni í jólagjöf. Borðin svignuðu af kræsingum og þú fórst á kost- um í myndarskap sem áður. Eftir það fór að halla undan fæti og 2008 greindist þú með Alzheimer. Þvílík ósanngirni, kona sem átti bara eftir að fá að njóta efri ár- anna eftir annasama ævi. En það er ekki spurt um slíkt þegar sjúk- dómar banka á dyrnar. Þú barðist af þeim krafti sem þú áttir til en það er erfitt að berjast við sjúk- dóm sem engin lækning hefur fundist við. Þú sagðir alltaf að það eina sem þú ættir, skildir eftir þig og skipti máli í lífinu væru börnin þín og barnabörnin. Þú varst svo stolt af hópnum þínum og sagðist lánsöm að eiga þennan fjársjóð. Þetta sagðir þú við mig allt þar til sjúkdómurinn var búinn að ná heljartökum á þér. Við Steinunn munum reyna af fremsta megni að koma visku þinni og því sem þú stóðst fyrir til strákanna okkar því betri fyrirmynd er ekki til. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku mamma, en ég veit að þér líður vel núna og að við sjáumst aftur um síðir. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir). Þinn sonur, Arnar Hallgrímur. Elsku besta tengdamamma mín, Selma Jóhanna, er fallin frá. Hjartað mitt grætur yfir órétt- lætinu. Af hverju þarf fólk að ganga í gegnum þennan hræði- lega sjúkdóm og til hvers? Sjúk- dómurinn var löngu búinn að ræna Selmu frá mér og öðrum ættingjum sem umgengust hana. Ég kom inn í þessa fjölskyldu seint árið 1991. Eins og allar tengdadætur þá beið ég spennt eftir að hitta og kynnast tilvon- andi tengdaforeldrum sem bjuggu á Steinstúni í Árnes- hreppi. Ég var kvíðin en samt svo spennt, vissi ekkert um sveit eða hvað var gert í sveitum. Gústi tengdapabbi sótti okkur unga piltinn sem ég var svo skotin í út á flugvöll, fararskjótinn var ekkert slor, gamall Land Rover og mér fannst ég vera komin í alvöru sveit. Þegar við loks komum heim á Steinstún mætti mér svo falleg kona. „Sæl Edda mín, ég heiti Selma.“ Hún teymdi mig upp í eldhús, þarna svignuðu borð und- an kræsingunum. Selma var glað- lynd, hláturmild og hafði alltaf nóg um að tala og segja frá. Ég fann strax hvað ég var velkomin og fann væntumþykju í minn garð strax þarna, þennan dag. Eftir þessi fyrstu jól mín á Steinstúni vildi ég hvergi annarstaðar vera á hátíðum, ég var búin að eignast svo hjartahlýja tengdaforeldra sem ég leit oft á sem mína eigin foreldra, svo vænt þykir mér um þau. Árið 2003 fluttum við Gulli og Júlíana Lind norður í Árnes- hrepp. Mér fannst og finnst þetta gaman, bæði að vera húsmóðir og ekki síður að vera innan um dýrin. Ég átti mér draum þegar ég var yngri að verða ljósmóðir, en vegna áhugaleysis á námi og af fjölskylduástæðum gafst ég upp. En viti menn, með hjálp Selmu og Gústa er ég orðin ljósmóðir sauð- kindarinnar, ég er glöð og þakk- lát. Ég kynntist Selmu fyrst fyrir alvöru þegar við flytjum norður. Hún kenndi mér að prjóna og baka og hugsa um náttúruna. Hún fór með mig upp í fjall og fræddi mig um jurtir og bara allt sem á vegi okkar varð. Þarna tíndum við lyng og mosa, fórum heim og þurrkuðum, og að lokum kenndi hún mér að búa til aðven- tukrans. Á sumrin var hún hvað glöðust í garðinum sínum, þefandi af blómunum, strauk þeim, bogr- aði við að reyta arfa og já, blótaði honum. Já, Selma kunni alveg að blóta og þá ekki síst sjálfri sér fyrir einhvern klaufaskap. Júl- íana Lind dóttir mín er rík að hafa fengið það tækifæri að alast upp í návist við ömmu og afa. Koma að sulla í Giljapartinum eða að byggja snjóhús. Rennblaut og köld var hún klædd í þurrt og gef- ið heitt kakó og heimabakað brauð. Án vafa held ég að Selmu og Gústa hafi þótt vænt um að fá okkur öll í sveitina, til þess bæði að taka við ævistarfi þeirra og vera í meiri návist við okkur. Við erum allavega þakklát og glöð að hafa tekið þessa ákvörðun og fengið með þeim átta ár í sveitinni eða þar til þau þurftu að flytja vegna veikinda Selmu. Það var svo sárt að horfa á eftir þeim og mikil eftirsjá. En nú er þinni hörðu baráttu lokið, Selma mín, og ég veit að þar sem þú ert núna, ertu umvafin litríkum blómum. Elsku Gústi minn og við öll sem eigum um sárt að binda, Guð gefi okkur styrk og hann mikinn, en ég sé um knúsið. Þín tengdadóttir, Edda. Í dag er kveðjustundin runnin upp, elsku amma mín. Að fá að kynnast manneskju eins og þér er gulls ígildi og orð fá því ekki lýst hvað mér þykir vænt um þig. Þú varst einstaklega hjartahlý kona og væntumþykjan skein úr björtu brosinu. Þú varst alltaf til staðar þegar svo bar til að þurrka þurfti tárin burt og talaðir í mann kjark á ný. Þú varst mjög flink í hönd- unum og þegar tækifæri gafst varst þú þegar sest niður að prjóna eða sauma. Vettlingar og sokkar með átta blaða rós, dúkku- föt, brúður, bútasaumsteppi, töskur, veski og svo margt fleira sem þú bjóst til er ómetanlegt. Dugnaður og vandvirkni ein- kenndi svo sannarlega verklag þitt. Þegar hugsað er til baka koma margar skemmtilegar minningar upp í kollinn. Hjólböruprófið fræga sem ég tók í fjárhúsunum hjá ykkur afa er mér mjög minn- isstætt enda sjást yfirburðir mín- ir í hjólböruakstri langar leiðir. Í sveitina er alltaf gott að Selma Jóhanna Samúelsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, BENEDIKT GUÐMUNDSSON, Rjúpnasölum 10, Kópavogi, lést sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. desember kl. 15.00. Bergdís Ottósdóttir, Helga Jóna Benediktsdóttir, Guðmundur B. Helgason, Margrét Benediktsdóttir, Benedikt Haukur Guðmundsson, Jóhannes Hrafn Guðmundsson, Hjalti Stefánsson, Einar Guðmundsson, Guðrún Árnadóttir, Birgir Guðmundsson. ✝ Okkar ástkæra móðir, amma og langamma, UNNUR ÞÓRA ÞORGILSDÓTTIR ljósmóðir, síðast til heimilis að Hrafnistu, Laugarási, áður búsett í Sandgerði og Kópavogi, lést sunnudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.00. Starfsfólki hjúkrunardeildar A-4 á Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Hrafnistu eða önnur líknarfélög. Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir, Sigurbjörg Baldursdóttir, Ásgeir Beinteinsson, Hallur Andrés Baldursson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Sigurður Baldursson, Borghildur Sigurbergsdóttir, ömmu- og langömmubörnin. ✝ Elskulegur unnusti, sonur okkar og bróðir, RAGNAR FREYR OLSEN, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 27. nóvember. Við þökkum samhug og vináttu við andlát og útför. Martha Sif Jónsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir, Freyr Jónsson, Tanja Rún Freysdóttir, Karl Hinrik Olsen. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓR HAGALÍN, lést fimmtudaginn 6. desember. Sigríður Óskarsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.