Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Jólasvipur er kominn á Gömlu
höfnina í Reykjavík, bátana í höfn-
inni og næsta nágrenni. Í dag, laug-
ardag, kl. 11-18 verður efnt til
jólahátíðar. Smáhýsunum við Slipp-
inn verður breytt í jólamarkað, þar
sem selt verður margs konar hand-
verk og jólavörur. Margir veitinga-
staðanna bjóða upp á jólamat og
drykki, sem og lifandi tónlist. Fyr-
irtækin verða einnig með uppá-
komur, s.s. sögustund um jólavætt-
ina – líka Rauðhöfða, jólaföndur, og
sýna jólalest. Ýmislegt fleira verð-
ur til gamans gert fyrir jafnt unga
sem aldna. Sjá nánar á Facebook -
Gamla höfnin í Reykjavík.
Jólahátíð við Gömlu
höfnina í Reykjavík
Margt verður um að vera í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal um helgina. Félagar í
Kynjaköttum, Kattaræktarfélagi
Íslands verða m.a. með kynningu á
köttum sunnudaginn 9. desember
frá klukkan 13 til 16. Á kynning-
unni geta gestir kosið Jólaköttinn
2012 en þeir sem ekki eiga heim-
angengt geta tekið þátt í kosning-
unni á Facebook-síðu Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins. Eigendur Jóla-
kattarins hljóta verðlaun. Ungt tón-
listarfólk úr Skólahljómsveit Aust-
urbæjar spilar víða í jóladalnum og
gleður gesti með jólatónum frá
klukkan 14 til 16 laugardaginn 8.
desember.
Gestir velja Jóla-
köttinn 2012
Tvöfalt kjördæmisþing framsókn-
armanna í Suðvesturkjördæmi,
Kraganum, verður haldið sunnu-
daginn 8. desember í hátíðarsal
Flensborgarskólans í Hafnarfirði.
Á þinginu verður kosið um fram-
bjóðendur í efstu sæti framboðs-
lista flokksins til alþingiskosninga í
vor. Kosið verður í hvert sæti fyrir
sig. Þingið hefst kl. 10 stundvíslega.
Á kjördæmisþingi framsókn-
armanna 3. nóvember sl. var ákveð-
ið að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing
við val á framboðslista flokksins.
643 félagsmenn eiga seturétt á tvö-
földu kjördæmisþinginu.
Alls hafa sjö einstaklingar gefið
kost á sér til setu í efstu sætum
listans. Þau eru: Eygló Þóra Harð-
ardóttir alþingismaður í fyrsta
sæti, Willum Þór Þórsson, fram-
halds- og háskólakennari, í fyrsta
sæti, Una María Óskarsdóttir, upp-
eldis- og menntunarfræðingur, í
fyrsta til annað sæti, Þorsteinn Sæ-
mundsson rekstrarhagfræðingur í
annað sæti, Ólöf Pálína Úlfars-
dóttir, náms- og starfsráðgjafi, í
annað til fjórða sæti, Sigurjón Jóns-
son markaðsfræðingur í þriðja sæti
og Sigurjón N. Kjærnested véla-
verkfræðingur í fjórða til sjötta
sæti.
Framsóknarmenn velja frambjóðendur í efstu sætin í Kraganum
Mývatnssveit
Birkir Fanndal
Dyngjan heitir félag handverks-
kvenna í Mývatnssveit. Þær ágætu
konur tóku það upp af myndarskap
sínum fyrir meira en 10 árum að
bjóða til opins húss með kennslu í
laufabrauðsgerð einn dag fyrir jólin.
Framtaki þeirra var þá strax vel tek-
ið og síðan hafa þær haldið þessu
áfram fyrir hver jól.
Margir hafa notfært sér leiðsögn
þeirra til að ná betri tökum á þessum
þjóðlega sið, sem er eldri og sérstak-
ari en flest annað sem haldist hefur
úr fortíðinni hér um slóðir.
Þetta árið var laufabrauðsdag-
urinn, sem oftar haldinn á Hótel
Reykjahlíð með velvilja nýrra hús-
ráðenda þess gamalgróna hótels.
Þónokkrir notfærðu sér hið góða
boð kvennanna og náðu með því betri
tökum á laufabrauðsgerðinni. Hnoða
upp í deig, fletja deigið út og ekki síst
að skera kökurnar og loks að steikja
þær i sjóðandi feiti. Öll þessi fram-
kvæmd krefst, ef vel á að fara, mik-
illar verkkunnáttu, reynslu og
smekkvísi, auk þess sem laufaskurð-
urinn verður að listhandverki hjá
þeim sem mestri fullkomnun ná við
útskurðinn.
Laufabrauð er gert á flestum heim-
ilum hér um slóðir og kökurnar skipta
víða hundruðum.Misjafnt er hvort
skorið er með mynsturhjóli eða nett-
um hníf en glæsilegustu kökurnar eru
helst skornar með litlum vasahníf.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Laufabrauðsgerð Þær sjá um að útbúa deigið og fletja út kökurnar: Þórunn Einarsdóttir Baldursheimi, Sigríður
Guðmundsdóttir Hraunteigi og Hjördís Albertsdóttir í Hólmum. Síðan tekur við útskurður gestanna.
Kennslustund í laufabrauðsgerð
Knattspyrnufélagið Fram,
Íbúasamtök Grafarvogs og
Íbúasamtök Úlfarsárdals
krefjast þess í ályktun að
yfirvöld í Reykjavíkurborg
standi við gildandi skipu-
lag og geri skurk í upp-
byggingu hverfis í Úlfars-
árdal. Málið var tekið fyrir
á fundi borgarráðs í vik-
unni.
Í tilefni af ályktuninni
leggur borgarráð til að
sviðsstjórar umhverfis- og skipulagssviðs, ÍTR, SFS, MOF og skrif-
stofustjóri SEA tilnefni fulltrúa í teymi sem annast muni undirbúning og
samráð í aðdraganda hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunn-
skóla í Úlfarsárdal, almenningslaug og íþróttahús í Úlfarsárdal. Var þessi
tilhögun samþykkt á fundinum.
Morgunblaðið/Sverrir
Borgin geri átak í Úlfarsárdal
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
„Vínlandsdagbók bregður
upp forvitnilegri og persónulegri
mynd af Kristjáni Eldjárn.“
EINAR FALUR INGÓLFSSON / MORGUNBLAÐIÐ
„Kristján var afar góður stílisti,
með næma athyglisgáfu og texti
hans er grípandi og svo
skemmtilega persónulegur.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
Sjálfstæðisflokkurinn
Jólaball
í Valhöll
Hátíðleikinn verður ríkjandi í Valhöll við Háaleitisbraut
annan í aðventu. Þingflokksformaðurinn Illugi
Gunnarsson spilar undir á píanóið meðan dansað er
í kringum jólatréð. Hurðaskellir mætir færandi hendi
og boðið verður upp á heitt kakó og léttar veitingar.
Gleðjumst saman á aðventunni.
Allir velkomnir!
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Aðgangseyrir er 500 kr. og rennur til Mæðrastyrksnefndar.
Sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 til 16.