Morgunblaðið - 15.12.2012, Page 11

Morgunblaðið - 15.12.2012, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Dæturnar Þær Katrín Rós og Ragnheiður Gyða Ragnarsdætur eru hér með heimiliskettina Karíus Jaxl og Skrögg. jólaskrautið og segist nota sama skrautið ár eftir ár. „En mér finnst gaman að kaupa eitthvað eitt nýtt á hverju ári, einhvern óþarfa, einn jóla- svein eða eitthvað slíkt. Á mínu bernskuheimili var haldið í hefðirnar og alltaf steikt laufabrauð, enda er ég fædd og uppalin á Akureyri. Ég hef haldið við laufabrauðshefðinni og við skárum alltaf út laufabrauð heima hjá mömmu, en eftir að hún eltist þá hef ég gert laufabrauð með vinkon- um mínum í Soroptimistaklúbbnum. Mér finnst þetta góðgæti alveg ómissandi á jólaborðinu,“ segir Ingi- björg sem engu vill breyta í matnum á aðfangadagskvöld. „Ég er alltaf með möndlugraut klukkan tvö og svo borðum við klukkan fimm og þá er alltaf hamborgarhryggur í aðalrétt og heimagerður ís í eftirrétt. Ég bý ísinn til sjálf og hann er mjög góður. Þegar við erum búin að borða setj- umst við inn í stofu klukkan sex og hlustum á messuna. Svo tökum við pakkana upp og opnum jólakortin í rólegheitum,“ segir Ingibjörg og bætir við að oftast séu þau fjöl- skyldan án gesta á aðfangadags- kvöld, en þó komi tengdaforeldrar hennar stundum í mat. Kettirnir fá jólapakka Á heimili Ingibjargar búa tvær kisur og jólahefðir eru einnig tengd- ar þeim. „Kettirnir fá alltaf jólapakka með harðfiski og eru ekki lengi að finna pakkana sína þegar þeir eru settir undir jólatréð. Þeir verða mjög jólaspenntir og sá yngri henti niður jólatrénu í fyrra og við þurftum að binda það fast.“ Kettirnir heita skondnum nöfnum, sá eldri heitir Skröggur en sá yngri Karíus Jaxl. „Við áttum kisu sem týndist og eftir það langaði yngri dóttur mína mikið í annan kött. Ég vildi það ekki en hún plataði pabba sinn, hún samdi við hann á miðri fyrstu önninni sinni í tannlæknanámi, að hún fengi kett- ling ef hún næði prófunum. Sem hún og gerði og þá var ekkert hægt annað en standa við gefin loforð. Ég setti aðeins eitt skilyrði, að hann fengi nafn sem tengdist náminu. Hann fékk því nafnið Karíus Jaxl.“ Skrögg- ur, sá eldri, heitir reyndar fullu nafni Skröggur McDonalds, af því dæt- urnar fundu hann fyrir utan þann hamborgarastað þegar hann var lítill. „Þetta var um hávetur, þann fyrsta nóvember árið 2007 og hann var þá nær dauða en lífi. Við ætluðum alltaf að finna gott heimili handa honum en hann var svo sætur að hann er bara ennþá hérna. Hann er þónokkur mannafæla, aðalega við börn, en er hinsvegar mjög skemmtilegur kött- ur.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Það er jólalegt, fallegt og friðsælt í Viðey og í Viðeyjarstofu ríkir róman- tísk og gamaldags aðventustemning. Þar verður hægt að skreyta sjálfa Viðeyjarkirkju með glassúr um helgina en þangað geta fjölskyldur komið úr skarkala aðventunnar og málað piparkökur í rólegheitum. Til- valið er að byrja eyjaferð á góðum göngutúr, t.d. út í gamla þorpið á austanverðri eyjunni en göngukort fást ókeypis í ferjunni. Í boði verða þrjár tegundir af stórum og fallegum piparkökum til að skreyta og kostar askjan á bilinu 690-1.390 krónur. Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefsíðunni www.videy.com. Jólastemning í Viðey Viðeyjarkirkja með glassúr Vandvirkni Hópur barna málar á piparkökur í Viðeyjarstofu. Ljósmyndari/Guðlaugur Ottesen Karlsson Fatamarkaður og kökubasar til styrktar börnum í Kenýa á vegum fyrrverandi sjálfboðaliða Múltíkúltí verður haldinn á morgun, sunnudag 16. desember, að Barónsstíg 3. Múltíkúltí er stofnun sem styður samvinnuverkefni sjálfboðaliða á Ís- landi og sjálfboðaliða í Kenýa, Ind- landi og fleiri stöðum og mun allur ágóði af seldum vörum renna beint til barnanna. Öll framlög eru mjög vel þegin, stór sem smá, sér- staklega föt og dót. Allt sem ekki selst verður síðan sent út til Kenýa. Einnig verða sjálfboðaliðar sem eru á leið til Indlands og Kenýa nú í janúar með kökubasar og er hann hluti af fjáröflun þeirra til styrktar stöðunum sem þeir verða á úti. Verður ágóðinn notaður til að kaupa nauðsynlega hluti á hverjum stað. Markaðurinn hefst klukkan 13. Endilega… …styrkið hjálp- arstarf í Kenýa Morgunblaðið/Ernir Markaður Leikföng og föt til sölu. LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 4.900 5.300 6.600 7.200 15.900 Gjafir sem gleðja 6.500 6.400 6.600 8.500 19.000 17.000 7.950 12.000 20.500 18.700 7.950 7.300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.