Morgunblaðið - 15.12.2012, Side 17

Morgunblaðið - 15.12.2012, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í allsherjaratkvæða- greiðslu meðal allra skráðra félaga. Þetta varð ljóst eftir að fram kom gild krafa um allsherjaratkvæða- greiðslu, en til að krafan sé gild þurfa a.m.k. 150 skráðir félagar að krefjast hennar. Fylgismenn þeirra Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar, sem báðir hafa lýst yfir framboði, lögðu kröfuna sam- eiginlega fram, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá kjörnefnd flokksins. Þar kemur einnig fram að fram- boð skuli berast eigi síðar en föstu- daginn 28. desember nk. kl. 12.00 á skrifstofu flokksins. Framboðum skulu fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 20 flokksfélaga úr hverju kjördæmi. Kosið verður með rafrænum hætti frá og með 18. janúar til kl. 18.00 þann 28. janúar. Hægt er að fá atkvæðisseðil sendan í pósti og þurfa óskir þar um að koma fram eigi síðar en mánudaginn 21. jan- úar kl. 18.00 nk. Atkvæðisrétt hafa allir skráðir félagar í Samfylkingunni sem eru skráðir í flokkinn í síðasta lagi föstudaginn 11. janúar 2013 kl. 18.00. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir fyrir nokkru að hún sæktist ekki eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar. sisi@mbl.is Kosið raf- rænt um formann  Samfylkingin kýs formann í janúar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að veita forstjóra heimild til að undirrita kaupsamn- ing við Reykjavíkurborg og afsal vegna Perlunnar. Allir vatnstank- arnir í Öskjuhlíð, sem eru hluti hitaveitunnar í borginni, verða áfram í eigu Orkuveitunnar. Kaupverð samkvæmt fyrirliggj- andi samningsdrögum er 950 milljónir króna. Kaup Reykjavík- urborgar eru háð því að samn- ingar takist við yfirvöld menning- armála um að þau leigi húsið undir náttúruminjasafn, segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Auk Perlunnar mun náttúruminjasafni standa til boða að leigja þann tankanna á Öskjuhlíðinni, sem verið hefur safn síðasta áratug- inn. Fagna kaupunum Stjórn Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HÍN) sendi í gær frá sér ályktun þar sem því er fagnað, að Reykjavíkurborg kaupi Perluna í því augnamiði að leigja ríkinu húsið til langs tíma og að þar verði komið upp náttúrusýn- ingu. Stjórnin segir það jafnframt gleðiefni að ríkið sé þessu sam- mála og hyggist tryggja fjármuni á fjárlögum fyrir árið 2013 svo þessar áætlanir nái fram að ganga. „Stjórn HÍN sér fyrir sér að í Perlunni verði komið upp veglegri og nýstárlegri sýningu sem sæmi íslenskri þjóð, gestum hennar og sérstæðri náttúru landsins,“ segir í ályktuninni. Samþykkt að selja Perluna  Reykjavíkurborg kaupir húsið fyrir 950 milljónir króna Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu fékk nýlega til- kynningu um nakinn mann á hlaupum á gras- blettinum við Stjórnarráðið. Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar, að eftir að maðurinn hafði hlaupið einhverja hringi náðu lögreglumenn að hafa hendur í hári hans enda fátt annað að grípa í svo vel færi. Þetta reyndist vera ungur ferða- maður í sokkunum einum fata. Hann var mjög miður sín og gaf þær skýr- ingar að hann hefði hitt íslenskar stúlkur á bar í borginni. Þær hefðu manað hann til að fara úr fötunum og hlaupa um á umræddu grasi og staðhæft að slíkt væri algeng hefð á Íslandi. Stúlkurnar hefðu boðist til að halda á fötum hans á meðan hann þreytti hlaupið en látið sig hverfa með fötin í miðju hlaupinu. Þegar manninum var skilað á hót- el sitt biðu fötin hans í móttökunni en stúlkurnar voru hvergi sjáan- legar að sögn lögreglunnar. Í sokkunum einum fata Stjórnarráðið við Lækjargötu. Algengast er að verð á jólamat hafi hækkað um 5-10% frá því í fyrra, samkvæmt verðkönnun sem verð- lagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á þriðjudag. Þó eru dæmi þess að verð hafi hækkað um allt að 70%. Birkireykt úrbeinað hangilæri frá SS, sem er afar vinsælt á borð- um landsmanna um jólin, hefur hækkað töluvert í verði frá því í fyrra. Mest hefur verð á hangilær- inu hækkað hjá Nettó eða um 16%, hjá Bónus og Krónunni um 13% og Fjarðarkaupum um 6%. Hagkaup eru eina verslunin þar sem vöruverð hefur sjáanlega lækkað síðan í fyrra. Hagkaup hafa lækkað verð á vöru í um helmingi tilfella sem kannað var, t.d. hefur verð á reyktu jólakjöti lækkað þar síðan í fyrra en hins vegar hækkar það í öllum hinum verslununum sem könnunin náði til. Algengt að 5-10% dýrara sé að kaupa inn fyrir jólin Verð Jólamatur er dýrari en í fyrra. F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember? Hvíldartíminn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.