Morgunblaðið - 15.12.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.12.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Hálf öld er liðin frá því að Kópavogs- kirkja var vígð og verður þess minnst um helgina með ýmsum hætti. Í dag klukkan 14 verða opnaðar sýningar í safnaðarheimilinu Borg- um á sögu og nokkrum helgigripum Kópavogskirkju, ljósmyndum Guð- mundar Ingólfssonar og verkum Wilhelms Beckmanns. Þá verða flutt stutt erindi um listamenn, sem eiga verk í Kópa- vogskirkju og safnaðarheimilinu. Guðbjörg Kristjánsdóttir, safn- stjóri Gerðarsafns, flytur erindi um Gerði Helgadóttur og Barböru Árnason. Steinunn Þórarinsdóttir listamaður flytur erindi um altaris- töflu Kópavogskirkju. Hrafn Andrés Harðarson, bæjarbókavörður Kópa- vogsbæjar, flytur erindi um verk Wilhelms Beckmanns og Gunnar Kristjánsson sóknarprestur fjallar um list Benedikts Gunnarssonar. Veitingar verða í boði Kársnessafn- aðar. Hátíðarmessa á vígsluafmæli Hátíðarmessa verður á sunnudag klukkan 11 í tilefni af vígsluafmæl- inu. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, prédikar. Sóknarprestur og djákni Kópavogskirkju þjóna fyr- ir altari ásamt fyrrverandi sóknar- prestum Kópavogskirkju, sókn- arpresti Digranessafnaðar og prestum, sem tengjast Kópavogs- kirkju með ýmsum hætti. Kór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Guðmundur Haf- steinsson trompetleikari og fiðlu- leikararnir Guðný Guðmundsdóttir og Herdís Mjöll Guðmundsdóttir flytja tónlist. Sunnudagaskólinn verður á neðri hæðinni í safn- aðarheimilinu undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og Sólveigar Ara- dóttur. Móttaka verður eftir messuna í safnaðarheimilinu í boði Kársnes- safnaðar og þar verða flutt stutt ávörp. Á sama tíma verða sýningar- nar í safnaðarheimilinu opnar. Hátíðartónleikar skólakórs Kársnesskóla Hátíðartónleikar Skólakórs Kárs- nesskóla verða haldnir á sunnudags- kvöld klukkan 20 í Kópavogskirkju. Þar syngja núverandi og fyrrver- andi félagar úr kórnum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Hálf öld liðin frá vígslu Kópavogskirkju Morgunblaðið/Ómar 50 ár frá vígslu Kópavogskirkja var vígð 16. desember árið 1962.  Hátíðarmessa á sunnudag í tilefni af vígsluafmælinu Vígsluafmæli » Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962 eftir teikn- ingum frá embætti húsameist- ara ríkisins. » Kirkjan var vígð 16. desem- ber árið 1962 af Sigurbirni Ein- arssyni, þáverandi biskupi. Pakkasendingar héðan til útlanda eru 5% fleiri fyrir þessi jól en þær voru í fyrra, að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, forstöðu- manns markaðsdeildar Íslands- pósts. Pakkarnir fara aðallega til Norðurlandanna og annarra Evr- ópulanda. Ágústa sagði að hingað bærust pakkar frá póstverslunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki hefði orðið vart aukningar í slíkum sendingum og væri fjöldi þeirra mjög svipaður og hann var í fyrra. Ágústa sagði gert ráð fyrir að jólakort yrðu svipað mörg nú og þau voru í fyrra. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í næstu viku, en síð- asta vikan fyrir jól vegur þungt í jólakortasendingum. Síðasti dagur til að senda B-póst innanlands var í gær. Hægt er að senda pakka og bréf í A-pósti til 19. desember eigi þau að berast viðtakendum innan- lands fyrir jólin. Ágústa sagði póstmagnið það sem af er aðventu hafa verið mjög svipað og undanfarin ár. gudni@mbl.is Fleiri pakkar eru sendir til útlanda  Erlend póstverslun svipuð og í fyrra Morgunblaðið/Ómar Pakkar Flestir pakkar héðan fara til Norðurlandanna og Evrópu. Jón Pétur Jónsson Heimir Snær Guðmundsson „Það eru til leiðir. Það er engin ástæða til þess að óttast eða efast um það að við munum leysa þetta af hendi,“ segir Jón Sigurðsson, nýr stjórnarformaður, hjúkrunarheimilis- ins Eirar um komandi verkefni. Fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins kom saman í gær og kaus nýja stjórn en fyrrverandi stjórnarformaður Eir- ar, Magnús L. Sveinsson lýsti því yfir í viðtali við mbl.is fyrr í vikunni að stjórnin væri óstarfhæf. Í fulltrúaráði Eirar sitja 37 fulltrú- ar ellefu stofnaðila. Reykjavíkurborg skipar sjö fulltrúa en hin tíu félögin sem standa að hjúkrunarheimilinu, skipa þrjá fulltrúa hvert. Stofnaðilar hafa undanfarið verið að skipa nýja fulltrúa í ráðið eða endurnýja umboð þeirra sem þar hafa setið. Borgarráð skipti út fulltrúum Á fundi borgarráðs á fimmtudag var ákveðið að skipta út öllum fulltrú- um borgarinnar í fulltrúaráðinu. Flestir aðrir eignaraðilar hafa einnig ákveðið að skipta út sínum fulltrúum í ráðinu. Efling stéttarfélag ákvað t.a.m. að skipta út sínum fulltrúum í ljósi aðstæðna. Deilt var um lögmæti fundar full- trúaráðsins í aðdraganda hans. Ágreiningurinn sneri að því hvort heimilt væri að kjósa nýja fulltrúa þegar kjörtímabil núverandi fulltrúa- ráðs væri ekki liðið. Hinsvegar lá fyr- ir að margir fulltrúar í fulltrúaráðinu höfðu óskað eftir því að hætta. Magnús L. Sveinsson fagnaði kosn- ingu Jóns sem formanns í samtali við mbl.is í gær. Hann segir Jón, sem er fyrrverandi ráðherra og seðlabanka- stjóri, vera með afar góðan bakgrunn og komandi verkefni falli vel að hon- um. „Nú vona ég að það verði sam- staða og stjórnin beri gæfu til að snúa bökum saman og takast á við það vandamál sem þarf að takast á við, en hætti að vera með átök um menn,“ sagði Magnús við mbl.is. Á fundi fulltrúaráðsins í gær lýsti framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Rúnar Sigurjónsson, hugmyndum og tillögum sem fyrir liggja. Jón Sig- urðsson, nýkjörinn formaður stjórn- ar, sagði í samtali við mbl.is að mikil vinna væri framundan og engin ástæða væri til að efast um að starfað yrði í samræmi við hagsmuni, réttindi og þarfir þess fólks sem hefur trúað Eir fyrir réttindum sínum. Þá sagði Jón að leiðirnar væru til en vinnan mundi taka sinn tíma. Ágæt samstaða á fundi Ágæt samstaða var meðal fundar- manna á fulltrúaráðsfundinum í gær að sögn Jóns. „Vitaskuld er það fram- kvæmdastjóri félagsins og starfs- mennirnir sem vinna mestöll verkin. Og stjórnin mun auðvitað ekki taka fram fyrir hendurnar á þeim. Eitt af því sem rætt var um í morgun [gær- morgun] er að við þurfum að endur- skoða skipulag Eirar. Við þurfum að tryggja það sem best, eðlilega og mál- efnalega verkaskiptingu,“ sagði Jón m.a. í samtali við mbl.is Endurnýjað fulltrúaráð kaus nýja stjórn Eirar  Mikil vinna framundan, segir nýr formaður Morgunblaðið/Ómar Breytingar Nýtt fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar kaus nýja stjórn á fundi í gær en nýr stjórnarformaður er Jón Sigurðsson, lengst t.h. Hjúkrunarheimilið Eir » Nýr formaður stjórnarinnar er Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri. » Reykjavíkurborg skipti út öllum fulltrúm sínum í full- trúarráði. » Nýr stjórnarformaður segir að endurskoða þurfi skipulag og tryggja eðlilega og mál- efnalega verkaskiptingu. Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 101 Reykjavik www.gam.is Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Tenerife Jólaferð 20. desember í 14 nætur 3. janúar í 13 nætur Frá kr. 119.900 með allt innifalið Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Tenerife þann 20. desember og 3. janúar. Í boði er m.a. sértilboð á Hotel Jacaranda og Vime Callao Garden. Frá kr. 171.100 Jacaranda með hálfu fæði og jóla- og áramótamótakvöldverði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 – 11 ára, í herbergi á Jacaranda. Netverð á mann kr. 213.600 m.v. 2 fullorðna herbergi. Sértilboð 20. desember í 14 nætur. Frá kr. 119.900 Vime Callao Garden – allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 – 11 ára, í ibúð. Netverð á mann kr. 144.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Sértilboð 3. janúar í 13 nætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.