Morgunblaðið - 15.12.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.12.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Árborg Sveinarnir rauðklæddu komu ofan af Ingólfsfjalli um síðustu helgi, nánar til tekið á laugardag. Skemmtu þeir fjölmörgum gestum á jólatorginu sem búið er að koma fyr- ir á Sigtúninu á Selfossi, gegnt brú- arsporðinum. Á jólatorgi þessu hef- ur verið komið upp handverks- markaði sem opinn er um helgar í desember, auk þess sem skipulögð skemmtun er þar í hávegum höfð. Í dag hefjast þar tónleikar kl. 14:30 og standa fram eftir degi. Á morgun er svo slegið upp jólaballi í garðinum ásamt því að börn úr leikskólum Ár- borgar syngja og skemmta. Búist er við heimsókn frá þeim rauðklæddu. Þá er bara að vona að blíðviðrið haldist eins og verið hefur á aðventunni.    Enn eitt árið sló sýning fimleikafólksins í ungmennafélaginu í gegn og fylltu gestir íþróttahúsið þrívegis til að sjá sýninguna, sem að þessu sinni var unnin upp úr sögunni af henni Dórótheu og samferða- mönnum í Oz. Eins og ávallt var fjöldi litskrúðugra iðkenda á öllum aldri meðal þátttakenda í sýning- unni. Starf fimleikadeildarinnar hef- ur verið með góðu móti á þessu ári og átti félagið marga keppendur á nýlegu Evrópumóti í hópfimleikum. Á sýningunni er jafnan tilkynnt um hver hlýtur nafnbótina fimleikakona ársins, en nú var bætt um betur og bætt við fimleikakarli ársins. Það voru þau Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir og Ægir Atlason sem hlutu nafnbótina þetta árið en bæði kepptu þau á fyrrnefndu Evrópu- móti og raunar varð Hrafnhildur Hanna Evrópumeistari. Bæði eru þau lykilmenn í keppnisliði Selfoss og öðrum góðar fyrirmyndir.    Vonir eru bundnar við að fjár- veiting fáist á fjárlögum næsta árs til að hefja endurbætur og viðbygg- ingu við Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi en lengi hefur staðið til að bæta þar alla aðstöðu bæði fyr- ir sjúklinga og starfsfólk. Í um- ræðum á Alþingi hefur verið miðað við að hægt verði að úthluta stofn- uninni um 200 milljónir króna í verkefnið en fyrir eru í sjóði um 213 milljónir og ef fjárveitingin lifir af þriðju umræðuna á þingi má búast við því að hjólin fari að snúast á stórvirkum vinnuvélum fljótlega á næsta ári. Víst er að hér er að finna margar vinnufúsar hendur iðn- aðarmanna, sem eru reiðubúnir til verksins.    Búið er að leggja göngustíg frá Stokkseyri, vestur að Hraunsá, og koma þar fyrir verklegri göngubrú yfir ána. Er hún um 15 metrar að lengd og 2,5 metrar að breidd. Brúin var smíðuð í Límtrésverksmiðjunni á Flúðum, og raunar voru það hreppamenn í fyrirtækinu Gröfu- tækni sem unnu alla jarðvegsvinnu í tengslum við að koma brúnni fyrir. Í haust var hafist við að leggja stíg meðfram ströndinni á milli þorp- anna, Stokkseyrar og Eyrarbakka, alls um fjögurra kílómetra leið. Með brúnni er lokið öðrum áfanga verks- ins en haldið verður áfram með stíg- inn í vesturátt strax í vor. Stígurinn verður fyrst um sinn malarstígur en innan tíðar verður hann svo malbik- aður. Ætlaður heildarkostnaður við lagningu stígs og smíði brúar er um 60-70 milljónir króna. Viðburðarík aðventa Morgunblaðið/ Sigmundur Sigurgeirsson Fimleikafólk Litskrúðugir þátttakendur í sýningunni um Galdrakarlinn í Oz sem sló í gegn í Árborg. Kirkjuþing kemur saman til þing- fundar í dag klukkan níu. Á dagskrá eru málefni sem varða fjármál þjóð- kirkjunnar. Þingið mun að þessu sinni funda í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Um er að ræða aukafund en kirkjuþing frestaði í nóvember um- fjöllun um fjármál kirkjunnar í ljósi þess að þá voru framundan viðræður við ríkisvaldið um þau mál. Í breytingartillögum, sem meiri- hluti fjárlaganefndar Alþingis lagði fram í vikunni við fjárlagafrumvarp næsta árs, er gert ráð fyrir að sókn- argjöld til þjóðkirkjunnar hækki um 45 milljónir frá upphaflegum tillög- um í frumvarpinu og verði samtals 1.725 milljónir króna. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leik- menn, og auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands með málfrelsi og tillögurétt. Hinir kjörnu fulltrúar eru kosnir í níu kjör- dæmum um allt land. Forseti kirkjuþings er Magnús E. Kristjánsson. Fjallað um fjármál þjóðkirkjunnar  Kirkjuþing kemur saman til fundar Morgunblaðið/Kristinn Kirkjuþing Kemur saman í dag. - með morgunkaffinu Vilborgu Örnu Gissurardóttur miðar vel á göngu sinni á suðurpólinn. Hún hefur nú lagt að baki um 400 km af 1.140 km leið sinni frá Herculet Inlet að suður- pólnum sjálfum. Í dag er 26. dagur ferðar hennar á pólinn en hún áætlar að vera um 50 daga á leið- inni. Vilborg hefur þurft að leggja hart að sér síðustu daga til að ná að fara yfir 20 km dagleiðirnar sem stefnt var að. Í ferðadagbók hennar kemur fram að hún sé farin að hlakka til að komast lengri vega- lengdir og líði vel þrátt fyrir tölu- verða þreytu. Þar segir jafnframt að hún hafi glaðst mikið í vikunni þeg- ar hún hafi náð tveimur áfangasigr- um; að klára þriðjung leiðarinnar og komast yfir á 83. breiddargráðu. Vilborg fagnar áfangasigrum á leið sinni á suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 NOBUKO „Believe” My spirit gives direction and brings purpose Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur 10% afsláttur af uppsetningu ef þú kaupir seríurnar af okkur. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Aukablað alla þriðjudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.