Morgunblaðið - 15.12.2012, Síða 64

Morgunblaðið - 15.12.2012, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Allar þjóðir eiga listamenn sem spila meðvitað jafnt sem ómeðvitað á þjóðarsálina og -vitundina. Þeir eru misgreinilega slíkir, sumir gera út á þau mið óafvitandi virðist vera, en aðrir gangast upp í þessu og ýta vit- andi vits á alla réttu takkana. The Dubliners eru t.d. írskari en allt írskt án þess að þeir hafi nokkru sinni ver- ið að reyna það, en túrhesta- fyrirbæri eins og The Red Hot Chili Pipers leikur sér gagngert með hug- myndir fólks um Skotland (um er að ræða sekkjapípustuðband sem nýtir sér markvisst alhæfingarhugmyndir fólks um skoska menningu). Ef við færum okkur inn á „eðli- legra“ svið en það sem nefnt sekkja- pípuband starfar á, gætum við til- tekið Bubba fyrir Ísland? Springsteen hvað Kanann varðar? Kim Larsen sér um Danina? Hér í Skotlandi væri það þá hiklaust Run- rig, sem hóf störf fyrir 39 árum og mun fagna fertugsafmæli með pompi og prakt við Edinborgarkastala á næsta ári. Greinarhöfundur fór á tónleika með sveitinni um síðustu helgi en um var að ræða lokatónleika í svokölluðu „Rewired“-tónleika- ferðalagi og fóru þeir fram í tónleika- höllinni Usher Hall hér í Edinborg. Heiðarlegt Meðlimir Runrig koma frá Há- löndunum í Vestur-Skotlandi, frá eyjum eins og Hebridesareyjum og Skye. Bræðurnir Rory Macdonald og Calum Macdonald voru á meðal stofnmeðlima og eru einu upp- runalegu meðlimirnir í dag. Fyrstu plöturnar einkenndust af þjóðlaga- skotnu popprokki og sungið var á gelísku. Þegar komið var fram á ní- unda áratuginn var tónlistin orðin rokkaðri, sór sig í ætt við dramatískt rokk það sem U2 og Big Country spiluðu og frá og með plötunni The Cutter & The Clan (1987) var hún farin að deila sviði með þessum ris- um. Uppruni sveitarinnar í nefndum keltneskum málsvæðum liggur sem rauður þráður í gegnum feril Runrig og henni er hampað sem hinni algeru skosku sveit, þó að hún hafi þannig séð ekki lagt sig eftir því. Þegar rýnt er í texta og ímyndarvinnu Runrig virðist uppsprettan nefnilega vera mjög heiðarleg, beintengingin við landið og þjóðina tilkomin af hreinni ættjarðarást fremur en að það sé verið að spila með þetta á röngum forsendum (sjá fyrr í grein). Engir stælar Á tónleikunum voru því ekki hvít- og blámálaðir síðhærðir menn í skotapilsum upp um alla veggi, öskrandi „Alba“, veifandi fánum og trommum. En þrátt fyrir þá „vönt- un“ fann maður sterkt fyrir því að maður væri í Skotlandi. Áhorfendur nær eingöngu héðan, úr millistétt/ lægri millistétt, „salt jarðar“ í allri sinni dýrð. Mikið um pör á ca. sex- tugsaldri. Engir stælar, engir hipp- sterar, bara fólk komið til að hlýða á hljómsveitina „sína“. Runrig stóð svo sína plikt með sóma og sann. Þegar hljómsveitir eru komnar á þennan stað og á þenn- an aldur er freistandi að fara auð- veldustu leiðirnar, henda í slagarana og hirða peningana. Því var ekki fyr- ir að fara þarna. Þetta var flott, gekk upp og maður fékk aldrei þessa „hallærisheita“-tilfinningu. Maður fann þvert á móti fyrir einlægum vinskap þegar maður sá meðlimi á sviðinu, sá að einlæg ástríða fyrir tónlistinni réð för og þegar á leið upplifði maður einstök tengsl sveitar og áhorfenda, líkt og um ættarmót væri að ræða. Og þegar lög eins og „Loch Lomond“ og „Hearts of Olden Glory“ fengu að hljóma tók gervallur salurinn undir sem einn maður væri. Ég hef fylgst með þessari sveit, lesið um og hlustað á hana í áratugi en þetta var í fyrsta skipti sem ég hef barið hana augum. Aðdáun mín á henni hefur nú aukist ef eitthvað er og ég skil núna betur af hverju hún á svona stóran stað í hjörtum svo margra hér. Hálöndin kalla » Á tónleikunum voruþví ekki hvít- og blá- málaðir síðhærðir menn í skotapilsum upp um alla veggi, öskrandi „Alba“, veifandi fánum og trommum. Skoskir Meðlimir Runrig koma frá Hálöndunum í Vestur-Skotlandi, frá eyjum eins og Hebridesareyjum og Skye.  Runrig er „skoskasta“ hljómsveitin í öllu Skotlandi  Fagnar fjörutíu ára afmæli á næsta ári  Greinarhöfundur sótti tónleika með henni um síðustu helgi TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hljómsveitin Retro Stefson heldur tónleika kl. 15 í dag á Hlemmi og eru þeir liður í tónleikaröðinni „Hangið á Hlemmi“. Reykjavík- urborg býður til tónleika- raðarinnar og hefur Hlemmur ver- ið skreyttur jólalega og í anda kvikmyndarinnar Christmas Vacation. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Vinsæl Hljómsveitin Retro Stefson nýtur mikilla vinsælda á Íslandi. Retro Stefson hangir á Hlemmi Laugard. Sunnud. SO UNDERCOVER Sýndkl.4-6-8 Sýndkl.4-6-8 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.2- 4 Sýndkl.2- 4 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D Sýndkl.2 Sýndkl.2 LIFE OF PI 3D Forsýning Sýndkl.4 KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10 Sýndkl.10:15 SKYFALL Sýndkl.6- 9 Sýndkl.6-9-10 NIKO 2 : BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.2 Sýndkl.2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Bráðskemmtileg gamanmynd í anda MISS CONGENIALITY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU FORSÝNIN G SUNNUDAG 12 12 7 16 L L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL FORSÝND UM HELGINA FORSÝND UM HELGINA SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS -S.G.S., MBL -H.V.A., FBL GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI THE HOBBIT FORSÝNING KL. 4** - 8* 12 THE HOBBIT LÚXUS FORSÝNING KL. 4** - 8* 12 LIFE OF PI FORSÝNING KL. 8 10 SO UNDERCOVER KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 - 5.50* 7 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 7 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 1 (TILB.) - 3.10* - 5.50 7 KILLING THEM SOFTLY KL. 10.40 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 10.20 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 7 NIKO 2 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L / SKYFALL KL. 6 - 9 12 SKYFALL LÚXUS KL. 2* - 5* - 9** 12 *LAUGARDAG **SUNNUDAG THE HOBBIT FORSÝNING KL. 4 (LAU) KL. 8 (SUN) 12 LIFE OF PI FORSÝNING KL. 9* AÐEINS LAU. 10 JACKPOT KL. 4 (SUN) - 6 (SUN) - 8 - 10 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 9 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 10 NIKÓ 2 KL. 3.20 (TILBOÐ)/ HÓTEL TRANS.. KL. 3.20 (TILBOÐ) THE HOBBIT FORSÝNING KL. 10 AÐEINS LAUGARDAG 12 SO UNDERCOVER KL. 8 - 10(SUN) L KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.50 / SKYFALL KL. 5.20 NIKO 2 KL. 3.50 (TILB.) / HÓTEL TRANS... 3.50 (TILB.) L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.