Morgunblaðið - 29.01.2013, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Giss-
urardóttir kom til landsins í fyrrinótt
eftir að hafa náð markmiðinu – að
ganga ein á suðurpólinn.
Vilborg Arna segir að sér líði vel
eftir afrekið. „Tilfinningin er frábær.
Það er rosalega magnað að ná mark-
miðum sínum, sérstaklega þegar
maður hefur unnið svona lengi að
þeim og lagt mikið á sig. Því fylgir
líka mikil eftirsjá því póllinn hefur
verið eins og ástin í lífi mínu í svolít-
inn tíma. Þetta er það sem ég hef
hugsað um dag og nótt og mig
dreymdi oft suðurpólinn áður en ég
lagði af stað.“
Undirbúningur í áratug
Markviss undirbúningur vegna
ferðarinnar hófst fyrir um einu og
hálfu ári en Vilborg Arna segir að
fyrir um áratug hafi hún fyrst lesið
bók um efnið. „Þá féll ég fyrir hug-
myndinni og leynt og ljóst hef ég
unnið í þessa átt síðan þá.“
Vilborg Arna segir að gangan
krefjist mikils undirbúnings. „Það
tekur tíma að afla sér nauðsynlegrar
þekkingar til að geta komist á þann
stað að geta farið,“ áréttar hún. Hún
segist hafa aflað sér góðrar mennt-
unar og hafi lært mikið í lífinu og
undirstaðan hafi komið að góðu
gagni. Hún hafi stundað útivist í þó
nokkuð mörg ár og lengi unnið sem
leiðsögumaður í fjallaferðum, en Vil-
borg Arna er með BA-próf í ferða-
málafræði og MBA-próf frá Háskóla
Íslands. „Ég gekk yfir Grænlands-
jökul í fyrravor og það var stærsta
prófraunin fyrir suðurpólinn.“
Undirbúningurinn felst ekki síst í
því að styrkja andlega þætti. Vilborg
Arna segir að hún hafi lagt mikla
áherslu á að setja sig inn í allar hugs-
anlegar aðstæður sem geta komið
upp á pólnum. „Andlegt úthald er
ákveðinn lykill. Jafnaðargeð. Að láta
ekkert koma sér á óvart.“
Erfitt tímabil
Gangan gekk að mestu leyti vel en
á tímabili öngruðu sár á lærum Vil-
borgu Örnu. „Ég hafði svolitlar
áhyggjur af sárunum en ég reyndi að
hugsa eins vel um þau og ég gat,
verja þau fyrir kulda og sýkingum,
og meðan ég gat það var það í lagi.
Þegar eitthvað svona kemur upp á
skiptir miklu máli að takast á við það,
ekki hundsa það, og leita leiða til að
gera það besta úr aðstæðunum.“
Vilborg Arna, sem verður 33 ára í
ár, var 60 daga á leiðinni, 10 dögum
lengur en hún hafði áætlað, og þurfti
því að fá matarsendingu en hún náði
markmiðinu og það er aðalatriðið.
„Þetta var mjög erfitt tímabil,“ segir
hún og vísar til þess að leiðangrar
hafi þurft að hætta og hafi ekki kom-
ist á pólinn og aðrir leiðangrar hafi
ekki náð að komast á fyrirhugaða
áfangastaði. „Ég er mjög ánægð að
hafa náð að klára við þessar að-
stæður,“ segir hún en við tekur aftur
vinna við ferðaþjónustu auk þess
sem hún hefur boðað fyrirlestra um
leiðangurinn. „Það er vel bókað fram
á vor.“
Suðurpóllinn verið
eins og ástin í lífinu
Vilborg Arna Gissurardóttir fer aftur í ferðaþjónustuna
Vel er bókað í fyrirlestra hjá henni um gönguna á pólinn
Ljósmyndir/ Víkurfréttir
Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir í Leifsstöð í fyrrinótt.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
„Það gekk ágætlega. Okkur tókst
ætlunarverk okkar og það var mikill
sigur,“ segir Hálfdán Pedersen leik-
myndahönnuður um þátttöku Ís-
lendinga í snjólistaverkakeppninni í
Breckenridge í Colorado í Banda-
ríkjunum, sem lauk um helgina.
Keppnin var nú haldin í 23. sinn
og voru Íslendingar með í fyrsta
sinn, en að þessu sinni kepptu 15 lið
frá 14 löndum.
Keppnin felst í því að skera út
listaverk úr þriggja metra breiðum,
þriggja metra djúpum og þriggja og
hálfs metra háum snjóklumpi.
Keppnin hófst þriðjudaginn 22. jan-
úar og lauk útskurði um helgina, en
keppendur höfðu 65 tíma til að
ljúka ætlunarverkinu. Lið frá
Mongólíu varð í fyrsta sæti, kepp-
endur frá Katalóníu urðu í öðru
sæti og Eistlendingar hrepptu
þriðja sætið.
„Koma vonandi aftur“
Íslenski hópurinn kallaði snjóhús
sitt Lopapeysuna, en það var með
mörgum gluggum. „Þau stóðu sig
vel, nutu vinsælda og koma vonandi
aftur reynslunni ríkari,“ sagði Rob
Neyland, skipuleggjandi keppn-
innar. steinthor@mbl.is
Ljósmynd/Margrét Aðalsteinsdóttir
Lopapeysan Íslenska listaverkið lýst upp í Breckenridge.
Íslenski hópurinn
reynslunni ríkari
Á lögfræðitorgi Háskólans á Akur-
eyri, sem haldið verður í stofu
M102 þriðjudaginn 29. janúar, mun
Ingólfur Friðriksson lögfræðingur
fjalla um löggjöf ESB og Noregs
um vernd landfræðilega merkinga,
markmið hennar og framkvæmd.
Landfræðilegar merkingar telj-
ast heiti á landbúnaðarvörum sem
vísa til uppruna þeirra, þar sem
tengsl eru talin vera milli gæða,
eiginleika eða orðspors vöru og
þess svæðis þaðan sem varan er
upprunnin. Sem dæmi má nefna
hinn gríska fetaost og Lamme-
fjords-gulrætur frá Danmörku.
Landfræðilegar
merkingar ræddar
Símaskráin 2013 verður tileinkuð
sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og þeirra góða starfi,
segir í tilkynningu frá ja.is. Af því
tilefni gefst landsmönnum tækifæri
til að þakka öllum 18.000 sjálf-
boðaliðum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar með því að senda
þeim kveðju og/eða reynslusögu af
því hvernig sjálfboðaliðar hafa
komið þeim til hjálpar. Þeir sem
vilja koma kveðju til sjálfboðaliða á
framfæri geta farið inn á já.is og
sent inn kveðju eða reynslusögu.
Um leið á fólk möguleika á að
styrkja starf björgunarsveitanna.
Valin verða þrjú innsend erindi sem
helst lýsa mikilvægi sjálfboða-
starfsins og hljóta þau peninga-
verðlaun sem höfundur lætur renna
til björgunarsveitar að eigin vali.
Valdar sögur og þakkir verða síðan
birtar í Símaskránni 2013.
Símaskráin 2013 til-
einkuð Landsbjörg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STUTT
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós,
Íslandsstofa og viðskiptafræðideild
HÍ efna til fyrirlesturs Péturs Yang
Li, „Aukin viðskiptatækifæri í
Kína?“ á Háskólatorgi þriðjudaginn
29. janúar kl. 12.00-13.00.
Í framsögu sinni mun Pétur með-
al annars ræða þróun viðskipta-
sambands Íslands og Kína og reifa
helstu tækifæri og ógnir sem blasa
við í ljósi aukinnar efnahagslegrar
samvinnu með tilkomu hugsanlegs
tvíhliða viðskiptasamnings á milli
landanna. Erindið verður flutt á
ensku. Allir eru velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
Ræðir þróun við-
skipta við Kína
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is
Full búð af spriklandi
nýjum fiski
alla virka daga
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
Vilborgu Örnu.