Morgunblaðið - 29.01.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.01.2013, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR Fulltrúarnir verða til viðtals um markaði og markaðsaðstoð í umdæmislöndum sendiráðanna. Fundirnir verða haldnir á Grand Hótel Reykjavík, 4. hæð. Viðskiptafulltrúarnir eru starfandi við sendiráð Íslands í New York, London, Kaupmannahöfn, Nýju-Delí, Tókýó, Pekíng, Moskvu og Berlín. Einnig verða fulltrúar frá sendiráði Íslands í Osló og Helsinki til viðtals. Þeir sem vilja skrá sig í viðtal eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða á islandsstofa@islandsstofa.is Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands verða með viðtals- tíma miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. janúar nk. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Dagurinn byrjaði þannig að ég var í leigubíl og öskraði af gleði í bílnum þegar ég heyrði þetta. Þetta er mik- ill hátíðisdagur fyrir Ísland. Þetta hófst hjá okkur í Indefence fyrir rúmum fjórum árum þegar við fór- um að berjast gegn hryðjuverkalög- unum. Það ofbeldi virkaði greinilega ekki fyrir EFTA-dómstólnum. Það er framar björtustu vonum hjá mér að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Magn- ús Árni Skúlason hagfræðingur um niðurstöðuna sem fékk þjóðina til að varpa öndinni léttar. „Þetta er eins og hafa verið í fjög- urra ára stríði og það er friður í dag. Eigum við ekki að vona að það sé friður áfram,“ sagði Magnús Árni. Einstök stemning skapaðist þegar haldið var upp á niðurstöðuna á Slippbarnum við Mýrargötu í Reykjavík í gær. Kunningjar föðm- uðust og skáluðu í tilefni dagsins. Gleðin skein úr hverju andliti. Baráttumenn fengu hrós Fulltrúar Indefence og Advice, tveggja hópa sem lögðust gegn Ice- save-samningunum, voru þar fremstir í flokki og notuðu ófáir tækifærið til að klappa þeim á bakið. Spurður um aðdraganda þess að Indefence-hópurinn var stofnaður sagði Magnús Árni að tilefnið hefði verið sú ákvörðun breskra stjórn- valda að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi haustið 2008. Hópurinn hefði orðið til í kjölfarið og staðið fyrir söfnun 83.000 undirskrifta gegn þessari ákvörðun sem afhentar voru breska þinginu í mars 2009. „Það gaf okkur trúverðugleika í augum hinnar alþjóðlegu pressu þannig að eftirleikurinn var auðveld- ari þegar næsta undirskriftasöfnun fór fram sem var afhent á Bessa- stöðum í byrjun árs 2010,“ segir Magnús Árni um fyrstu skrefin. Frosti Sigurjónsson, einn for- svarsmanna Advice-hópsins, sem hóf söfnun undirskrifta gegn samn- ingnum sem þjóðin felldi í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni, sagði þetta mikinn gleðidag. „Nú á þjóðin að gera sér glaðan dag, finnst mér, enda reiknast mér til að þetta hafi sparað hverju heim- ili 800.000 krónur með því að síðasti samningur var felldur.“ Eiríkur S. Svavarsson, hæsta- réttarlögmaður og talsmaður Inde- fence-hópsins, var glaðbeittur í gær. „Þetta byrjaði hjá okkur með því að við vöktum mikla athygli á hinni ömurlegu beitingu hryðjuverkalaga í Bretlandi og efndum af því tilefni til stærstu undirskriftasöfnunar sem hafði farið fram á Íslandi. Þegar fyrsti Iceave-samningurinn leit dagsins ljós komum við heim í bar- áttuna, þá færðist hún hingað. Það endaði með undirskriftasöfnun til forsetans í lok árs 2009 sem 53.000 manns skrifuðu undir.“ Sigurður Hannesson, dr. í stærð- fræði og einn stofnenda Indefence, brosti út að eyrum. „Við erum að sjá árangur þrotlausrar vinnu í mörg ár,“ sagði Sigurður og svaraði því aðspurður til að þetta væri einn stærsti dagur sem hann hefði lifað. Morgunblaðið/Kristinn Á gleðistund Frosti Sigurjónsson (lengst til vinstri), Hörður Gunnarsson, Sigurður Hannesson og Magnús Árni Skúlason, héldu upp á niðurstöðuna. „Öskraði af gleði“ yfir tíðindunum  Mikil stemning á hátíðarsamkomu baráttuhópanna Indefence og Advice Í Indefence Eiríkur S. Svavarsson sagði daginn mikinn hátíðisdag. Farið yfir málin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Margir þingmenn mættu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.