Morgunblaðið - 29.01.2013, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI.
ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI.
HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU
Þá bendir Stefán Már á að dóm-
urinn sé í raun að segja að þegar
allsherjarhrun verði hafi ríki mjög
víðtækt vald til að ráða þar bót á.
Stefán bendir einnig á að síðar í
sömu málsgrein dómsins segi í
raun að allsherjarhrun geti komið
til skoðunar sem mögulegur
grundvöllur fyrir réttlætingu (e.
justification).
Ef Bretar og Hollendingar
myndu höfða mál hérna, fyrir ís-
lenskum dómstólum, og bera fyrir
sig að fjórða greinin hafi verið
brotin og mönnum mismunað þá
myndu íslenskir dómstólar vænt-
anlega vísa í þetta,“ segir Stefán
Már en tekur þó fram að það sé
ekki sérstaklega líklegt eftir
þennan dóm að Bretar og Hollend-
ingar fari þessa leið.
Málinu lokið af hálfu ESA
Aðspurður hvort einhver mögu-
leiki sé á því að ESA haldi áfram
með málið segir Stefán Már svo
ekki vera, að hans mati sé málið
alveg búið að þeirra hálfu. „Þessi
dómur hann vekur traust á EFTA-
dómstólnum, þ.e. að hann sé í raun
sjálfstæður dómstóll, ekki síst
gagnvart áhrifum frá Evrópusam-
bandinu og framkvæmdastjórn
þess,“ segir Stefán Már.
Afar athyglisverður dómur
Lagaprófessor segir ólíklegt að Bretar og Hollendingar
höfði mál Dómurinn vekur traust á EFTA-dómstólnum
Morgunblaðið/Ómar
Icesave-sigur Öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í málinu var
hafnað af EFTA-dómstólnum. Stefán Már segir dóminn athyglisverðan.
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Icesave-dómurinn, nálgunin og
röksemdafærslan sem þar má
finna, er mjög athyglisverður að
sögn Stefán Más Stefánssonar,
lagaprófessors við Háskóla Ís-
lands. Hann segir að málið hafi
snúist um tvær málsástæður. Það
er annars vegar hvort Ísland hafi
fullnægt 7. grein tilskipunarinnar
um að greiða öllum innistæðu-
eigendum 20 þúsund evrur og
hvort að Íslandi væri skylt að
greiða þá fjárhæð.
„Þar er fallist á með ítarlögum
rökum að tilskipunin geri ekki ráð
fyrir ríkisábyrgð af þessu tagi
heldur eigi ríkin einungis að inn-
leiða tilskipunina og hafa visst
eftirlit með því að innlánatrygg-
ingakerfinu sé komið á fót en
skyldurnar gangi ekkert lengra en
það,“ segir Stefán Már.
Aðspurður hvort það sé eitthvað
sérstakt sem veki athygli hans í
dómnum bendir Stefán á 227.
málsgrein dómsins. „Nú var þetta
þannig að ESA höfðaði málið á
kannski mjög þröngum grundvelli
hvað varðar mismunun og dóm-
urinn segir það og afgreiðir. En
svo segir „að til þess að taka af all-
an vafa“ og þá fara þeir út í ef
ESA hefði bara byggt á fjórðu
greininni, eins og þeir hefðu
kannski getað gert, það er al-
menna ákvæðinu um bann við mis-
munun, og gefa í skyn að það hefði
heldur ekki dugað.“
„Tæknilega séð gæti málið haldið áfram. ESA gæti ákveðið að
opna aðra rannsókn og skoða þá mismunun á einhverjum öðr-
um grundvelli og tæknilega séð gætu einhverjir innistæðu-
eigendur, sem hafa kannski ekki fengið greitt, ákveðið að láta
reyna á rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum. Það eru engar
sérstakar líkur á því en tæknilega séð er það ekki útilokað,“
segir Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður, aðspurð hvort
Icesave-málið geti mögulega á einhvern hátt haldið áfram.
Þá bendir hún á að það sé síðan íslenskra stjórnvalda að
vinna úr því hvaða áhrif niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur á bæði innistæðu-
tryggingakerfið hér á landi sem og hvort hún kunni að hafa einhver heildstæð
áhrif á EES-samninginn og stöðu hans. skulih@mbl.is
Segir Icesave-málið geta haldið áfram
Dóra Sif Tynes
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Jú, það má nærri geta að ég varð
glaður. Þetta var sérstaklega
ánægjulegt og ljóst að barátta fjölda
manna skilaði sér með þessum ár-
angri. Ég tel líka að ákvarðanir for-
seta Íslands, inngrip hans í tvígang í
þetta mál, þær sé ekki hægt að
gagnrýna. Það hefur komið í ljós
núna,“ segir Geir H. Haarde, sem
var forsætisráðherra þegar Icesave-
málið kom fyrst upp árið 2008, um
viðbrögð sín við niðurstöðu þess.
Hann telur að málinu sé nú lokið
en treystir sér ekki til þess að leggja
mat á hvaða áhrif dómurinn kemur
til með að hafa á bankamál og reglu-
verkið í Evrópu.
Geir segir að þeir sem starfi í
stjórnmálum á Íslandi geti lært heil-
margt af Icesave-málinu.
„Að dómurinn hafi leitt í ljós að í
svona stórum málum sé betra að
reyna að byggja upp pólitíska sam-
stöðu í kringum hlutina í stað þess
að vera í sífelldu stríði með ónot í
garð manna sem ekki eru sammála,“
segir hann.
Bentu á hann sem sökudólg
Honum finnst kaldhæðnislegt að
þeir sem stóðu að ákæru gegn hon-
um fyrir Landsdómi, m.a. vegna Ice-
save, skuli nú tala um að ekki eigi að
benda á sökudólga.
„Þetta fólk benti á mig sem söku-
dólg, en Landsdómur hafnaði því
eins og öllum þeim atriðum sem
sneru beint að bankahruninu. Ég gef
ekki mikið fyrir þessi orð.“
Geta lært margt af málinu
Kaldhæðnislegt
tal um sökudólga,
segir Geir Haarde
Morgunblaðið/Kristinn
Ákærður Geir H. Haarde svaraði til
saka sem tengdust Icesave.