Morgunblaðið - 29.01.2013, Side 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Alda Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur
- Hér er góð rækt og
góður andi!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Franskar og malískar hersveitir tóku
í gær borgina Timbúktú í norðan-
verðu Malí en borgin hefur verið í
höndum herskárra íslamista. Þeir
náðu norðurhluta Malí á sitt vald í
fyrra. „Við erum að vinna þessa orr-
ustu,“ sagði forseti Frakklands,
Francois Hollande, í gær.
Frakkar sendu um 3.000 manna
herlið, stutt þyrlum og herþotum, til
Malí fyrr í mánuðinum til að aðstoða
stjórnarher landsins við að brjóta á
bak aftur íslamista sem óttast er að
reyni að gera landið að bækistöð al-
þjóðlegra hryðjuverkasamtaka.
Fram kemur á fréttavef BBC að
flestir uppreisnarmennirnir hafi flúið
út í eyðimörkina en einnig munu ein-
hverjir reyna áfram að dyljast innan
um mannfjöldann. Svæðið sem íslam-
istar réðu yfir ásamt uppreisnar-
hreyfingu túarega er fimm sinnum
stærra en Ísland.
Íbúar Timbúktu fögnuðu ákaft her-
mönnunum í gær og veifuðu fánum
Malí og Frakklands. Á laugardag
tóku franskar hersveitir og malískir
stjórnarhermenn borgina Gao. Næst
er búist við að sókninni verði beint að
borginni Kidal, síðasta vígi íslamista
og túarega en hún er við landamærin
að Alsír. kjon@mbl.is
Íslamistar hrakt-
ir frá Timbúktú
Mikil sókn herja Frakka og Malíbúa
Brenna skjalasafn
» Íslamistarnir í Timbúktu
kveiktu í gær í byggingu þar
sem geymd eru mörg þúsund
forn handrit íslams.
» Þau elstu eru frá miðöldum,
og hafa að geyma trúarleg rit
og skjöl veraldlegs eðlis auk
ljóða.
» Borgin fræga var á valdi ísl-
amista í tíu mánuði. Þeir afrek-
uðu m.a. að banna allan tón-
listarflutning.
Sigurreifir Malískir hermenn í
varðstöð nálægt borginni Gao.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Átökin milli stjórnar og stjórnarand-
stæðinga í Egyptalandi harðna stöð-
ugt, einn féll í Kaíró í gær og and-
stöðuleiðtogar hvetja til mótmæla í
landinu öllu í tengslum við bænir á
föstudag til að „minna á heilagleika
blóðs píslarvottanna og ná fram
markmiðum byltingarinnar“. Yfir 40
manns hafa fallið í átökunum síðustu
daga milli lögreglu og andstæðinga
Mohameds Morsis forseta og efna-
hagurinn er á heljarþröm.
Bæði mótmælendur og lögreglu-
menn beittu grjótkasti á brú og við
undirgöng nálægt Tahrir-torgi í
Kaíró, fnykur af táragasi lá yfir
svæðinu, að sögn fréttamanns AFP.
Helstu samtök stjórnarandstæðinga
í Egyptalandi neituðu í gær að eiga
viðræður við Morsi.
Vilja ekki „innihaldslausar
viðræður“
„Við tökum ekki þátt í innihalds-
lausum viðræðum,“ sagði leiðtogi
Þjóðlegu frelsishreyfingarinnar,
Mohamed ElBaradei, á blaðamanna-
fundi. Samtökin segja að Morsi verði
að fallast á lista með kröfum sem þau
lögðu fram í liðinni viku. Þar er með-
al annars að finna kröfu um að svo-
kallaðri „þjóðbjörgunarstjórn“ verði
komið á í landinu, öryggi fólks verði
tryggt og endurbætur gerðar á
stjórnarskrá sem íslamistar lögfestu
án raunverulegs samráðs við and-
stæðinga sína. Kristnir menn, um
10% þjóðarinnar, og ýmis frjálslynd
öfl vilja að skil séu á milli ríkisvalds-
ins og trúarhreyfinga.
Stjórnarandstaðan sakar Morsi og
samtök hans, Bræðralag múslíma,
um að ætla að koma á einræði harð-
línu-íslamista í Egyptalandi. Forset-
inn beiti nú lögreglunni og hernum
gegn andstæðingum sínum á sama
hátt og reyndin var í tíð Hosni Mub-
araks sem rekinn var frá völdum í
febrúar 2011 eftir geysilega fjöl-
menn og oft blóðug mótmæli í marga
mánuði.
Axli ábyrgð á blóðbaði
Þeir Amr Moussa, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Mubaraks og síðar
forsetaframbjóðandi eftir fall hans,
og Hamdeen Sabbahi, fyrrverandi
forsetaframbjóðandi, höfnuðu eins
og ElBaradei að hitta Morsi. Sab-
bahi sagði að Morsi yrði að axla
ábyrgð á blóðbaðinu síðustu daga. Á
sunnudag var lýst yfir neyðarástandi
næsta mánuðinn í borgunum Port
Said, Suez og Ismailiya eftir blóð-
ugar óeirðir þar sem tugir manna
féllu. Útgöngubann verður að næt-
urlagi.
Setja skilyrði fyrir fundi
Andstæðingar Morsis Egyptalandsforseta vilja nýja stjórn „þjóðbjörgunar“ og
breytingar á stjórnarskrá sem komi í veg fyrir alræði íslamista
AFP
Ákefð Egypskur stjórnarandstæðingur fleygir steini í átt að lögreglumanni
í átökum skammt frá Tahrir-torgi í Kaíró á sunnudag.
Þrír stærstu
bílaframleið-
endur Japans,
Toyota, Nissan
og Honda,
skýrðu í gær frá
því að salan í
fyrra hefði slegið
öll met og Toyota
væri nú á ný orð-
in stærsta bíla-
verksmiðja heims.
Toyota framleiddi í fyrra 9,9
milljónir bíla sem var aukning upp
á 26,1%. Bandaríska verksmiðjan
General Motors, sem framleiddi
mest árið 2011, varð að láta sér
duga um 9,3 milljónir bíla í fyrra.
Jarðskjálftar og flóðbylgja í Jap-
an ollu miklum skakkaföllum í bíla-
framleiðslu Japana 2011, einnig
komu flóð í Taílandi niður á útibú-
um japanskra bílaverksmiðja þar í
landi. kjon@mbl.is
Toyota aftur komin
í efsta sæti í heimi
Öflugt merki.
Lögreglan í Brasilíu hefur hand-
tekið þrjá menn vegna elds í næt-
urklúbbnum Kiss í borginni Santa
Maria á sunnudag en þá fórst 231.
Um er að ræða eiganda klúbbsins,
liðsmenn hljómsveitarinnar Guri-
zada Fandangueira og yfirmann ör-
yggismála hjá klúbbnum.
Einnig var leitað að fjórða mann-
inum, meðeiganda í klúbbnum, að
sögn BBC. Sveitin notaði skotelda
til að lífga upp á sviðið og komust
þá neistar í klæðningu. Aðeins einn
neyðarútgangur var á húsinu og
munu flest fórnarlömbin hafa dáið
úr reykeitrun. Lýst hefur verið yfir
þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu
vegna harmleiksins á sunnudag.
kjon@mbl.is
Þrír handteknir
vegna eldsvoða
Harmur Aðstandendur syrgja látna í gær.
Mohamed Morsi var þungur á brún þegar hann flutti
sjónvarpsávarp á sunnudag og hvatti til viðræðna.
Morsi er fyrsti þjóðkjörni leiðtoginn í sögu Egypta en
þjóðin er klofin. Annars vegar íslamistar sem sumir
eru afar herskáir og vilja ekki taka neitt tillit til þeirra
sem eru annarrar trúar eða skoðunar. Hins vegar er
fjöldi manna sem ekki vilja sætta sig við samfélag án
fullra mannréttinda. Síðastnefnda fólkið virðist nú
vera að sameinast gegn Morsi. Hann hefur að vísu
stuðning þingsins en vaxandi atvinnuleysi og örbirgð
geta grafið undan íslamistum í næstu kosningum.
Andstæðingar að sameinast?
FYRSTI LÝÐRÆÐISLEGA KJÖRNI LEIÐTOGI EGYPTA
Mohamed Morsi